Ca. 10 mín. í jólin !!!!

Jú það má segja að jólin komi eftir 10 mín því að tíminn gjörsamlega flýgur áfram,allir að stússast í jólaundirbúningnum og gleymir að njóta tímans fram að jólum..... jól eftir jól segi ég alltaf...  ég ætla sko að vera snemma í því næstu jól,en ekkert gerist fyrr en á síðustu stundu hehehe...... alveg ótrúlegt !!!!  ég á ennþá eftir nokkrar gjafir sem ég sé mér ekki fært um að klára fyrr en á þollák :) en svona er þetta bara,þessi jólin er maður að reyna að finna ódýrt en samt ekki drasl... hummm.... sem er frekar erfitt þessa dagana í kreppunni Tounge þar sem allt hækkar liggur við daglega,ég á líka eftir að kaupa jólamatinn og ég á líka eftir að ákveða forréttinn,ég hlýt að finna út úr því á morgun Grin  en af okkur hér er bara allt gott að frétta og allir að komast í almennilegt jólastuð.

Adrían fór á fyrstu litlu jólin sín í dag og var hann frekar  hræddur við jólaveinanna og vantaði mömmu sína til að passa sig,en góðu konurnar á bakkaskjóli gerðu það bara í staðinn fyrir mig og gerðu það vel..... takk takk....  

Arna fór á litlu jólin á sólborg og var hún alveg hæstánægð með jólasveinanna og mandarínuna sem hann færði henni,en hún mamma hennar (ég) sá ekki upplýsingartöfluna vegna flýti á hinn leikskólann til að sækja Adrían minn,því að ég hef bara korter til að sækja börnin tvö á báða staðina og ég semsagt  sá ekki auglýsinguna og setti því Örnu bara í gallabuxur og peysu á litlu jólin æjæj... frekar mikið klúður Blush 

En svona eru nú þessi jólin hjá mér,lítið skreytt,minni gjafir,engin jólakort en mikil jólagleði og ég ætla ekki að detta í þunglyndi út af þessri blessaðari kreppu og njóta þess að vera með fjölskyldu minni og vera glöð og hamingjusöm og hafa mjög gaman með börnunum,taka svo þátt í lottóinu og vinna fullt af peningum hehehehe........  jæja þetta er komið nóg í bili og ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og njótið þeirra  !!!!!

litli töffarinn !!! bara flottastur :)

prinsessan mín :) fallega prinsessan mín :)

fótboltaprinsinn minn :) flottur fótboltastrákur :)

systkinahópurinn :) fallegur hópur :)

Unglingurinn :) fallega stóra prinsessan mín :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Loksins gerðist eitthvað.... he he Ekki að ég heyri ekki í þér næstum daglega og viti alveg hvað þú ert að gera en samt... alltaf gaman að kíkja á bloggið líka. Myndirnar af krökkunum eru flottar enda eru þetta myndarbörn sem þú átt. Ég er búin að gera allt nema renna einu sinni yfir gólfin á Þorlák og búa um Guðrúnu sem kemur norður í kvöld. Núna nota ég daginn og vinn í bókinni og reyni að vera dugleg þar. Við biðjum kærlega að heilsa í jólastemminguna hjá þér.

Kristín Guðbjörg Snæland, 22.12.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband