12.5.2009 | 01:17
Orðin svo löt við að blogga !!
Þetta er nú ekki að ganga hjá mér með elskulega bloggið mitt,maður er bara á fullu allann daginn,svo þegar að börnin sofa á kvöldin,skelli ég mér á facebook og gleymi mér þar :( ekki gott mál,því að ég var alltaf svo dugleg að blogga en ég verð nú að bæta úr því hið snarasta.
Ég er semsagt í skrifstofuskólanum á daginn,sem ég er búin að vera í síðan 23 mars og verður til 5 júní,Guðrún mín er að passa fyrir mig :) mjög dugleg,því án hennar gæti ég þetta ekki.... en það er svooo gaman í skólanum og núna langar mig svo í skrifstofubrautina í fjölbrautarskólanum sem eru tveggja ára nám,og þetta sem ég er að gera núna er metið sem sagt þar upp í :) ohhhh.. mig langar svo mikið,en ég kemst það ekki ef skólinn er ekki námslánahæfur,ég er að kanna það og ef svo er þá ætla ég að byrja á því strax í haust :) krossum fingur !!!
En ég er sem sagt alveg á haus alla daga,eftir skóla er barasta allt eftir,börnin,taka til,þvottur,versla,elda,ganga frá,baða, læra og svo framvegis..... úfff... ekkert smá,en skólinn er nú bráðum búin og allir geta andað léttar,þó að ég eigi eftir að sakna skólans mjög mikið !! svo er maður að reyna að vera í ræktinni líka og taka sig í gegn,sem gengur nú ekkert sérlega vel þessa dagana en ég ætla samt ekki að gefast upp.... og tek betur á því í sumar en ég að taka mataræðið í gegn og fer reglulega í mælingu og viktun til Ástu minnar :) og núna er ég hætt að borða nammi og alla óhollustu þar til 17 júní :) ég get,ætla og skal !!!
en jæja það er komið nóg af blaðri í bili og skóli á morgun :) hafið það gott elskurnar,kv: Dóran
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ,hæ vona að þú hafir átt yndislega helgi í borginni í afslöppun og sól og látið dekra við sjálfan þig..og komið endurnærð til baka í fjörið.
kveðja! Þorgerður
Þorgerður 18.5.2009 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.