19.12.2006 | 00:59
Komin í jólaskap !!!! :)
Já ég held barasta að ég sé dottin í jólaskapið og ég er nánast búin með allt,nema að baka fyrir aðfangadagskvöldið og Jóladag,en mamma kemur á morgun til okkar og verður komin á brú ca. á hádegi og annað hvort sæki ég hana sjálf eða einhver af vinnufélugum Hallgríms taki hana með hingað til mín sem væri auðvitað best,hún ætlaði að koma á miðvikudaginn suður með flugi og keyrandi hingað,en það verður líklegast ekki flogið fyrr en á laugardaginn samkvæmt veðurspá,ég var ekkert smá heppin að Júlli f.v. hennar Gauu minnar,er einmitt að koma á brú á morgun og tekur bara mömmu með,takk fyrir það Júlli minn
En annars er ég bara í góðum gír,en krakkarnir eru ekkert smá erfið þessa dagana,það gerir spenningurinn sem er bara að gera út af við okkur foreldrana þessa dagana,og mig hlakkar svooo til þegar að búið er að opna pakkana og allt komið aftur í ró,spennufall..... já takk !!!!!
Jæja þá er ég bara að spá í að koma mér í háttinn,ef ég skildi nú þurfa að ana af stað klukkan 10 í fyrramálið á brú,en ég ætla að láta fylgja með þessu bloggi mínu eina fermingarmynd af stelpunni minni,sem átti að vera með á jólakortunum í ár,en prentarinn er eitthvað svo neikvæður þessa dagana,að mér tókst ekki að prenta hana út,þannig að taki þeir sem fá jólakort frá okkur,þessa mynd til sín góða nótt allir og Gleðileg Jól,ef ég kem ekki meira fyrir jólin.....
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól elskurnar. Hafið það sem allra, allra best. Knúsiddí knús :o) Kveðja, Berglind & co.
The suburbian, 24.12.2006 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.