28.12.2006 | 23:05
Blessuð Jólin :)
Hæ hæ og Gleðileg jól,já og ég vona að þau hafi verið það hjá flestum,en ég minntist nú á það við börnin mín um jólin að það geta ekki allir gefið börnunum sínum gjafir og ekki heldur borðað góðan mat eins og við gerðum núna um jólin,og vonandi getum við það alltaf,en það ekki sjálfsagt og mér finnst gott að þau viti það,enda sagði Gunnar minn það,já ég veit það og ég vorkenni þeim rosalega mikið og ég ætla að borða jólamatinn minn.
En jólin hjá okkur voru mjög skemmtileg og notarleg,og það var æðislegt að hafa mömmu hjá okkur,takk fyrir allt um jólin,við söknum þín nú þegar......
Við borðuðum auðvitað alltof mikið,eins og venjulega og ekki mátti ég við því,mér líður eins og ég sé komin 6 mánuði á leið,en ég er nú bara rétt skriðin í 3 mán. en ég ætla sko að byrja aftur á herbalife inu eftir áramót á fullu og vera dugleg á brettinu og fara reglulega út að labba,auk þess er ég og Hallgrímur að fara að hætta að reykja,og þá verður maður að passa vel upp á mataræðið ef maður ætlar ekki að túttna alveg út,ég ætla að vera hætt þegar að ég fer í fyrstu mæðraskoðun,ég ætla að takast það......
En í dag eignuðust þau Magga og Röggi litla prinsessu í dag og var hún 12 merkur og 48 cm. og Rebekka orðin stóra systir, til hamingju með nýjustu prinsessuna kæra fjölskylda hlakka til að sjá ykkur öll.
Með blogginu í dag ætla ég að láta fylgja með mynd af rós sem mamma gaf mér fyrir jólin og hún heitir Brassíka, ég hef aldrei séð eins fallega rós á ævi minni og segi því bara bless..... og....
GLEÐILEGT NÝTT ÁR !!!!!!
P.S. Smá leiðrétting,þessi mynd er víst ekki af rós,heldur er þetta skrautkál,en þær í blómabúðinni sögðu ekkert þegar að ég talaði um þessa fallegu rós,þegar að mamma var að borga hana.... skamm skamm en Hafrún takk fyrir að segja mér þetta,þú ættir að vinna í blómabúð.
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár og takk fyrir allar góðu stundirnar á liðnu ári
Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 1.1.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.