9.1.2007 | 00:17
GLEÐILEGT NÝTT ÁR !!!!!!!
Seint skrifa sumir en skrifa þó..... áramótin hjá mér voru mjög fín en edrú að sjálfsögðu,en ég hefði örugglega fengið mér í glas eins og Hallgrímur gerði svo sannarlega ef ég væri ekki ólétt,eða hann hætti um klukkan hálf sjö um morgunin en reyndar bara hér heima í stofunni með Leó vini okkar. Ég strengdi enginn áramótaheit,en ég á eina sígó eftir og ég kaupi mér svo ekki meira,en í staðinn ætla ég mér að borga fleyri skuldir og kaupa mér flottann barnavagn,sem ég gæti annars ekki,þetta er svooo ógeðslega dýrt orðið og bráðum meiga reykingafólkið hvergi reykja,þá er gott að vera bara laus við þetta en ég á eftir að skrifa hér meira og kveljast af sígóleysi næstu daga, eitrið er nú ekki lengur en 3 daga að fara úr líkamanum svo er það vaninn sem verður einna erfiðastur,eins og þegar að einhver vinkona mín hringir,þá fer ég alltaf beint í kaffið og út í skúr í sígó ha ha ha... þessi vani verður mér erfiðastur,en ég skal hætta !!!!!
En ég er búin að fara í fyrstu blóðprufuna og fer svo í mína fyrstu mæðraskoðun þann 19 jan. þá kemur vonandi í ljós hvort þau séu nokkuð fleyri en eitt,það eru tvíburar í báðum ættum og það er búið að dreyma mig með tvíbba og miðill er líka búin að segja það við mágkonu mína,að hugsanlega séu þau tvö... omg !!! þá verður heldur betur nóg að gera á þessu heimili,en það dugar mér alveg bara eitt barn til viðbótar get ég sagt ykkur
Ég kíkti svo á Möggu vinkonu og fékk að máta lilluna,sem er nú búin að fá nafnið Sylvía Rós,hún er svo falleg og pínulítil dama, en ég gleymdi myndavélinni heima,verð að muna eftir henni næst
en annars hef ég bara ekki frá meiru að segja,nema það að ég er búin að taka niður allt jólaskrautið og blákaldur veruleikinn tekinn við,skólinn byrjaður aftur,hollara fæði,ekkert sælgæti og kökur og veislumatur í bráð,og börnin fyrr að sofa en klukkan tólf og eitt á nóttinni,og allt er orðið svo stílhreynt og tómlegt. Jú og svo fórum við Hallgrímur og börnin á Sigló á Laugardaginn í barnaafmæli til hans Einars Ágústs en hann varð 3 ára þann 5 Janúar, til hamingju með afmælið litli töffarinn minn og takk fyrir okkur. Og það var bara gler alla leiðina á Sigló,ekki mikið haft fyrir því að sanda leiðina,því að mér gjörsamlega blöskraði vegna þess að ef maður fer útaf þarna á Siglóhlíðinni,þá langar manni ekki til að lifa það af,en við komustum þetta með því að keyra þetta á 40 -60 km hraða og á negldum dekkjum,þarna hafa heilsársdekk ekkert að gera,en allavega kveð ég að sinni...... kv Dóran reyklausa
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Gleðilegt árið Dóran mín,,já hversdagsleikinn er svona frekar grámyglulegur þegar að maður er búinn að taka niður jólaskrautið.. ég sé eiginlega bara soldið eftir því að hafa ekki skilið eftir eitthvað af þessum fallegu jólaljósum til að hafa aðeins meiri hlýleika.
Úff Til hamingju með þessa stóru ákvörðun,, já mér finnst hún ekkert smá stór og óska þér heilshugar því að þetta gangi að óskum og þú sért orðin reyklaus frá og með deginum í dag:)
hlakka til að heyra í þér
Sigríður Þóra, 9.1.2007 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.