Merkilegt nokk !!!!

Það sem ég er að velta fyrir mér þessa dagana er að ég á 4 börn og ég hef aldrei verið eins hrædd um ungabarnið eins og ég er einmitt núna,það eru komnar allskonar rannsóknir um hitt og þetta eins og til dæmis að núna má bara ekki vera meiri hiti inni í svefnherberginu en 16-20°c  sem gerir mann ennþá stressaðari vegna hræðslu um vöggudauða,í gær stóð ég sjálfa mig að því að vera hrædd um Adrían vegna þess að hitinn var í 25°c og ég kom bara hitanum ekki niður og ég var alltaf að tékka á honum og ég ætlaði bara ekki að geta sofnað,spáið í þetta á fjórða barni er ég gjörsamlega skelfingu lostinn af hræðslu,og ekki má gera svona og svona......  og það eru komnir sérstök net sem passa að börnin taki ekki of stóran bita af ávöxtunum og grænmetinu,þannig að þau sjúga þetta bara í gegnum netið,jú þetta er auðvitað sniðugt en þetta bjargaðist alveg hjá manni,svo hef ég aldrei áður verið með barnapíutæki,núna er ég svo heltekinn af því að ég gæti ekki hugsað mér lífið án þess,sem ég komst alveg af án hér áður og með öll mín börn nema litla örverpið mitt,svo stressuð er ég orðin vegna allra þessara vísindarannsókna.... ALVEG ÓTRÚLEGT EN SATT !!!!     var maður svona rosalega kærulaus hér áður eða er umfjöllunin orðin svona miklu meiri en var,eða tekur maður meira eftir því núna en áður fyrr ???   eða er þetta bara lífsreynslan og  þroskinn sem gerir mann svona skelfdan ???? eru fleiri svona eins og ég ???? eða er ég bara ein um þetta ????   jú ég fann reyndar fyrir þessu með hana Örnu mína en hún var líka með bakflæði og magakveisu,sem gerði það að verkum að ég var alltaf að tékka á henni og var sífellt hrædd um að hún myndi kafna í eigin ælu,ég var með teppi  bak við hana í rúminu hennar á nóttunni svo að hún færi ekki á bakið,ég var alveg ótrúlega stressuð yfir þessu Blush núna sýna rannsóknir manni það að börn eru öruggari að sofa á bakinu en á hliðinni,ég hef alltaf látið börnin mín sofa á hliðinni en núna er maður bara ekki viss Woundering  en svona er þetta með þetta blessaða líf í dag,alltaf eitthvað nýtt Wink 

En annars er bara gott að frétta og Imba mín ég er sko alls ekki hætt að blogga en ég kem bara þegar að ég hef tíma og orku,en gaman væri nú að heyra eitthvað í þér mín kæra Tounge ég er farin að sakna þín alveg herfilega, og Anna Jóna mín hvenær ætlarðu að hringja í mig og spjalla,ég bíð spennt eftir að heyra eitthvað frá þér,þú getur líka sent mér email og það er fylling@simnet.is    jæja þá er pistill dagsins á enda og Dóran kveður að sinni... knússss...... Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Æi, beygðu þig nú niður og náðu í gamla sjálfsöryggið (það var ekki kæruleysi) sem þú misstir á gólfið.

Ömmubörnin eiga að fá allt aðra meðferð en börnin manns, sem komust þó ágætlega af! Allaveg nógu vel til að vera farin að ala upp sín börn eftir nýju uppskriftinni.

Þetta er alveg það sama með heilsufarið. Stundum á maður að drepast af því að éta smér, svo verður það allt í einu allra meina bót.

Maður lagði á sig (en illa gekk) að reyna að drekka A.M.K. tvo lítra af vatni. Var hálfan daginn að pissa þessum ósköpum. Nú er búið að sanna að þetta sé "mýta" það þurfi alls ekki að drekka mjög mikið, fáum mikinn vökva eftir öðrum leiðum. Það ku meira að segja vera ÓHOLLT að drekka of mikið vatn.

Bið að heilsa Strákaling, ég veit að hann treystir þér fullkomlega til að vera besta mamma - án bóka og hræðsluáróðurs.

Beturvitringur, 22.1.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Linda litla

Ef að börnin þin hafa alltaf sofið a hliðinni Dora min, þa se enga astæðu til að breyta þvi, af hverju ætti það allt i einu að vera eitthvað hættulegra nuna ?? Þetta er bara bull, hættu að hlusta a þetta og hlustaðu a eigið innsæi.

Knus til þin a Krokinn.

Kv. Linda (amma)

Linda litla, 22.1.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

fruss...rannsóknir, rannsóknir.....treystu bara móðureðlinu...það hefur tekist vel hjá þér hingað til......

kossaklessa

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 22.1.2008 kl. 19:40

4 identicon

Jæja jæja loksins.

Gaman að lesa frá þér aftur

Læt heyra í mér bráðum.

Imba 23.1.2008 kl. 13:50

5 identicon

Já ég skil alveg hvað þú ert að meina....  eftir að hafa átt 4 börn sjálf þá varð ég alltaf meira og meira hissa þegar að ég mætti með mín í ungbarnaskoðanir....   vá ef að maður færi eftir þessu og ætlaði svo að miðla sjálfur þá væri maður bara talinn ruglaður...  ekkert barn fengi eins meðferð...

Ég er þeirra skoðunar að það sem að mamma og amma kenndi mér er rétt...  hlusta aldrei á þessar rannsóknir og það allt...  enda eru ömmur og afar í dag að lifa lengur en hinir...   

mannstu ekki eftir ad dropum sem að varð að gefa barninu og maðru var bara galinn ef að maður gerði það ekki....  aha... og hvað gerðis ad droparnir þá voru stór hættulegir ...  ok búið að laga þá eitthvað til en hvað verður svo sagt eftir 10 ár....

 Gerðu bara akkurat það sem að ÞÚ villt  og þá gengur allt...   við skrítna fólkið eigum alveg ágæt börn þó svo að þau séu ekki alin upp á vísindum..

verð að fara að hitta þig...

kv Freyja Rós  á lögheimili niðrí bæ... og það er alveg eins og við búum á  ekki í sama bæ....

Freyja 24.1.2008 kl. 09:55

6 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Til hamingju með skvísuna...bara orðin 4 ára....

sé þig á morgun dúlla.....

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 25.1.2008 kl. 08:57

7 identicon

Hæ hæ  Dóra mín til hamingju með stelpuskottuna,mikið líður tíminn fljótt.

Kveðja úr vondaveðrinu í Keflavík.

Hafrún 25.1.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband