Er ég óheppin eða hvað ????

Já ég meina það.. sko alltaf þegar að ég kaupi mér eitthvað tæki sem þarf að setja saman og prófa og eitthvað þvílikt vesen við,þá þarf ég undantekningarlaust að skila því vegna galla,alveg gjörsamlega óþolandi Devil og núna keypti ég mér þetta fína æfingartæki eins og þið bloggvinir mínir vita,nei nei ég slapp nú ekki við það frekar en fyrri daginn... var búin að láta Hallgrím bogra við að setja þetta allt saman í marga klukkutíma og ég var náttla ægilega hamingjusöm með þetta þegar að allt var nú komið og var  bara að prófa mig áfram við tölvuheilann og skoða prógrömminn á tækinu og byrja nú aðeins á prógrammi nr. eitt   plasss.. ansk... þá fer reimin af og við þurftum nú að opna tækið til að komast að reiminni sem var ekkert smá mál.. trúið mér !!! hálftími eða meira í það og tækinu lokað og Dóra byrjar að brosa út af eyrum og hugsaði með mér... ég kannski slepp núna í þetta sinn við að þurfa að skipta og sona vesen.... jibbííí.. og Dóra fer aftur á hjólið og aftur þetta helv.. plasss... ónei !!! ég trúði þessu ekki og ég hringdi nú í vörutorgið og spurði þá út í blessaða tækið... og svarið sem ég fékk var að þetta á bara ekki að gerast og þeir hafa kannski verið að fá 100 hvert tæki aftur til baka... nohh.. hugsaði ég með mér AUÐVITAÐ ÞURFTI ÉG AÐ LENDA Á ÞVÍ !!!!  og tækið aftur suður og annað tæki kemur í kvöld og margir klukkutímarnir fara í það að setja tækið saman,ég vona að það gangi eins og það á að ganga,ef ekki þá lít ég á það sem köllun mína að vera bara áfram feit Crying  eða hvað ?? nei, maður má alls ekki gefast upp þó á móti blási,það er nú bara gangur lífsins annars væri ég bara alls ekki stödd hér við tölvuna og skrifa um óheppni mína í hnotskurn,það er nú bara þannig.

Ætli ég eigi ekki eftir  að mæta einum ísbirninum í þokkabót,bankar upp á hjá mér einn góðan veðurdag og býður mér góðan daginn,það verður það næsta Tounge sjaldan er ein báran stök...  ég er alveg viss um að það eru fleyri ísbirnir hér einhvernstaðar í nágrenninu,þeir eru örugglega að spá í það hvar ég eigi heima hehehe...    ég er svooo bjartsýn kona þessa dagana að það hálfa væri það nóg Wink  þið eruð örugglega búin að heyra fréttirnar af ísbirninum sem fannst hér upp á þverárfjalli og var drepinn. greyið.. en svona er þetta bara.. engir sénsar teknir og  sem betur fer Woundering  en allavega þá er tækið komið í hús og best að hefjast handa... hafið það gott og takk fyrir frábær comment....kv. sú óheppna Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jabb mín kæra ég lendi líka alltaf í að kaupa gallaðar vörur  Enda er fjölskyldan farin að panta allt sjálf eða kaupa. kveðja úr sólinni fyrir vestan

Hanna Mjöll 5.6.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Linda litla

Vonandi verður í lagi með tækið sem kemur í kvöld. Ég va nú ekki að nota hjólið sem að ég keypti mér í janúar.... ég er búin að selja það hahahhaha

Alveg ótrúleg.... ætli ég sé bara ekki best í því að safna spiki ?!?!?!?

Síjú beib

Linda litla, 5.6.2008 kl. 16:05

3 Smámynd: The suburbian

Sumir þurfa að fara að lesa Leyndarmálið (The secret)  Það virkar darling.

The suburbian, 5.6.2008 kl. 16:14

4 identicon

Þú ert nú meiri dúllan ha ha ..Passaðu þig á Ísbjörnunum já það skjóta ýmsir upp kollinum í dag

Edda Björk 5.6.2008 kl. 17:36

5 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Ef ísbjörninn bankar uppá, settann þá bara á hlaupabrettið og stilltu í botnn hahaha.

Gangi þér vel esssskan og ef lukkan bankar ekki uppá einhvern daginn, þá hlauptu á eftir henni....

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 21:49

6 Smámynd: Linda litla

Heyrðu gamla.... það getur verið að ég banki upp á hjá þér um helgina ef að lukkan gerir það ekki hehehe

Linda litla, 6.6.2008 kl. 01:31

7 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Linda lukka

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 6.6.2008 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband