12.9.2006 | 23:50
Magnaður !!!!
Já hann Magni okkar er alveg magnaður,og er þá ekki rétt láta sig hafa það,og vaka með honum og kjósa hann,svo að um munar,það er bara allt í lagi að vera þreytt,svona einu sinni í viðbót,einn dagur,ekki víst að svona lagað gerist aftur,hann er nú líka bara flottur og æðislegur söngvari.
Mér finnst reyndar Toby líka alveg rosalega góður og búin að vaxa hratt upp á við,Dilana er auðvitað góð líka,en hún hefur örlítið misst sig eftir lætin þarna um daginn,þó svo að hún hafi bjargað sér fyrir horn síðast,en hún er með geggjaða rödd,að eigin mati. Lúkas er svolítið að byrja að fara í taugarnar á mér,þó svo að hann henti þeim rosalega vel,hann er einhvernveginn þeirra típa,en Guðrúnu minni og hennar vinkonum,finnast hann alveg ógeðslega fallegur,og þær hreinlega falla í dá,þegar að þær sjá Lúkas og emja og skríkja saman í kór,svipað og þegar að ég sá Simon Le Bon hérna forðum daga,ég gjörsamlega missti mig,fyrir framan sjónvarpið og veggfóðraði veggina hjá mér með myndum af honum í herberginu hjá mér og mömmu,henni ekki til mikillar gleði ha ha ha..... en svona gengur þetta hjá unglingunum okkar í dag,og ekkert hefur breyst,né mun breytast.
En ennþá bíð ég eftir að Sigga hringi í mig,til að segja mér stórfréttina um að ömmuhlutverkið sé skollið á,hún er þá semsagt bara ennþá í rólegheitunum heima hjá sér,og ætlar að bíða þar til að Rockstar supernova sé yfirstaðið þetta ætlar að verða gott barnabarn hehehe.... en ég ætla að hætta núna og horfa á Supernova, ÁFRAM MAGNI,ÁFRAM MAGNI OG VÖKUM OG KJÓSUM ÖLL SEM EITT, bæjó kv. Mögnuð drusla....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2006 | 22:24
Gengur bara vel... c",)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2006 | 00:18
Elsku talvan mín.....
Hæ hæ kæru vinir,ég hef verið netlaus í dágóðan tíma,en hún er komin aftur jibbííí !!!! ég var alveg að verða vitlaus að vera svona án hennar,en allt er gott sem enda vel og ég er komin aftur en ég og mín fjölskylda fórum vestur á Ísó um síðustu helgi til hennar elsku múttu minnar,og allra hinna, fórum í afmæli til hans litla frænda Magnúsar Freyrs,sem varð 1 árs gamall þann 1 september, og snæddum okkur á ljúffengum kökum hjá Laufey og Tobbu,namminammmm... takk fyrir okkur Já við hittum auðvitað alla þá sem okkur langaði til að hitta,og fórum til Rósu og Guðbjarts og fengum okkur í glas með þeim,og Magga Þór og Auði kærustuni hans,og enduðum svo á langa manga,hittum þar fullt af fólki og mikið drukkið og mikið spjallað,enda var líðan okkar eftir því á Sunnudaginn ojojoj..... en byrjaði á því að fá mér hamraborgahamborgara um leið og ég vaknaði nammi,uppáldsborgarinn minn. Við enduðum svo á Sauðárkróki um miðnætti,og allt þetta venjulega byrjaði aftur Jú,á mánudeginum byrjaði ég svo á því skipta út óhollu í hollt og byrjaði að hreyfa mig,en samt ekki mikið,ég ætla bara að gera þetta í rólegheitunum núna,en ekki á hnefanum,eins og svo oft áður og springa svo og enginn árangur,búin að fá nóg af því..... og líka búin að fá nóg af því,að þurfa að kaupa mér stór föt og þurfa alltaf að hafa áhyggjur af rassgatinu og að fitan velli ekki upp úr buxnastrengnum,hafa allar buxur víðar að ofan,vera í stórum bol og svo framvegis,og geta ekki klætt mig eins og mig langar til,finna sér einhverjar kellingabuxur,sem engum 34 ára gamalli konu langar til að ganga í,og hana nú,mér skal takast þetta núna,ég keypti mér flottar gallabuxur,en númeri minni en ég þarf,og ég skal komast fljótlega í þær ég skal,ég skal,og ég skal...... takk fyrir að lesa þetta væl,en ég þurfti þess,þið eruð sko vinir mínir,sem nennið að klára niður þetta vælblogg,thengs... en núna þessa helgina er ég að vinna,þannig að ég skrifa ykkur meira á mánudaginn, sjáumst kæru vinir,kv.megrunardruslan
En mig langar til að segja ykkur frá því ,að litla hetjan okkar allra Íslendinga hún Bryndís Eva,fallega prinsessan,sem ég er búin að fylgjast með í dágóðan tíma,kvaddi þennan heim þann 6 september s.l. ég á eftir að sakna hennar mikið, og foreldra hennar sem eru búin að standa sig eins og hetjur,og eru svo frábærir foreldrar og svo ung og þroskuð,þau hafa kennt mér svo margt um að virða það sem maður á og hefur,takk fyrir að leyfa okkur að vera með og læra af ykkur,gangi ykkur sem allra allra best í framtíðinni,og guð veri með ykkur í sorginni,megi hún Bryndís Eva hvíla í friði og ró.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2006 | 17:10
Alveg andlaus....
Hæ hæ kæru vinir,já ég hef bara ekki nent að skrifa nokkurn skapaðan hlut,SORRÝ.... ég hef bara haft í nógu að snúast með unglinginn á heimilinu,því hún er með unglingaveikina á háu stigi og ýmislegt búið að ganga á,sem ég kannski nefni ekki akkúrat hér,en ég er búin að vera að bregðast við henni á viðeigand hátt og eftir bestu getu og þurft að gefa mér góðan tíma með henni. Svo er nú skólinn byrjaður og nóg að gera í sambandi við hann,kaupa skóladót og föt,nýta sér þar af leiðandi útsölurnar :) og allir mjög glaðir með það... við fórum til Akureyris með tengdamömmu(Dísu Dóru) sem kom og var hjá okkur í nokkra daga,og kauptum allt skóladótið þar og ég bauð að sjálfsögðu tengdó upp á köku og kaffi,áður en heim var haldið.
Fórum svo í jeppaferð upp á fjall með hana og litlu snúlluna mína á Laugardeginum og skemmtum okkur alveg konunglega,þar sem litlan mín fékk að hlaupa um eins og henni sýndist og fékk góða útrás ásamt mömmu sinni sem söng hástöfum fyrir hana og kindurnar ha ha ha..... þar sem ég var einhvernstaðar í óbyggðum þá lét ég bara allt gossa og fékk góðan hausverk á eftir,en á leiðinni til baka,þá sáum við hjón ekki svo langt frá oó... og hafa þau örugglega heyrt í mér gólið he he...æjæj... ég var ekki sátt við þetta.... :( leið hálf asnalega á eftir,en hvað um það,fórum svo á kántrýhátið í Nasville (Skagaströnd) þar sem hellingur var um að vera,við Gunnar ætluðum að skella okkur í veltibílinn,en vorum aðeins of sein,því að hann var á leiðinni á Krókinn,en svo vorum við bara í rauninni að eltast við hana Örnu mína,þar sem hún getur aldrei verið kjurr,þá er ekki hægt að dúllast með hana í rólegheitum neinsstaðar,ég er reyndar orðin vön því og geri ráð fyri því allstaðar ha ha ha.... en ég hef bara ekki komið mér ennþá að því að byrja aftur í megruninni,en við fjölskyldan erum að fara vestur um helgina,og ætlum að hitta allt liðið og fá okkur í glas með honum Magga Þór mínum :) hlakka mikið til,en ég er að fara að sækja hana Örnu mína er orðin of sein,sjáumst vonandi fljótlega aftur,kv. Dóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.8.2006 | 15:52
Erfitt að kveðja :(
Hæ hæ kæru vinir,þá eru allir búnir að koma og fara aftur til sín heima en þetta var mjög skemmtilegur tími fyrir okkur öll,og Svenni og Tobba og strákarnir þeirra og ekki má gleyma hundinum þeirra mola,sem komu á fimmtudeginum og gistu heima hjá tengdapabba,en pabbi,Berit og co. komu um klukkan átta um kvöldið,en Svenni og pabbi voru þá ekki búnir að hittast í ca. 34 ár og voru þetta miklir fagnaðarfundir og höfðu þeir gaman af en auðvitað var líka gaman að sjá Hermann og fjölskyldu hans,en þau var ég ekki búin að hitta áður,það var æðislegt að sjá pabba og Berit,og það fór vel á með okkur,og náðum að tala heilmikið saman,yfirleitt vorum við pabbi og Hallgrímur að spjalla, bara 3 saman langt fram eftir nóttu,alveg yndislegt,við fórum með þau inn að Grettislaug og fengum mjög gott veður,þeim fannst þetta alveg frábært,en fóru nú samt ekki ofan í,en með tærnar samt enda var laugin örlítið of heit,en við grilluðum bæði kvöldin,og þeim þótti það bara æði,við fengum æðisleg kvöld,þar sem við sátum við kamínuna og drukkum rauðvín og annað sterkara með, gat ekki orðið betra,en svo fylgdum við þeim úr bænum og til Akureyrar,og kíktum til Binna,sem tekið var viðtal við, í sambandi við óþarfa bylgjur og fleyra,og skoðuðum hjá honum steinana sem hann á,Hermann var að leita af sérstökum steinum,sem hann safnar og leituðum þar af leiðandi til hans,sem vara mjög skemmtilegt,og laumaði hann í vasa minn einum steini sem hann sagði að ég þyrfti til að koma lagi á orkuna mína,mjög skrítið en frábært en svo lá leið okkar í Hagkaup og versluðum svolítið þar,og enduðum svo á kaffihúsi,en þar fengum við okkur kaffi og kökur,og enginn var að spá neitt nema fyrir sjálfan sig,en þegar á borðið var komið,þá vorum við pabbi þau einu sem vorum með allt alveg eins hahahaaha.... og öllum fannst þetta nú bara fyndið,sjaldan fellur eplið langt frá eikinni en svona er þetta,við erum líka bæði alltaf aðeins of sein,alveg sama hvert við eigum að mæta,þetta fannst okkur öllum ógeðslega fyndið hahaha...... en eftir kaffihúsið,þá var komið að kveðjustund,sem var sú allra allra erfiðust,allra tíma,ég var alla leiðina til Sauðárkróks að ná mér mér var það þá mjög ljóst,hvað mér er farið að þykja alveg rosalega vænt um hann pabba minn og Berit,og vorum heldur ekki búin að hittast í 5 ár, og þau stoppuðu ekki nema í 3 daga,en við ætlum til þeirra á næsta ári,strax eftir skóla,nú er bara að gera plan og láta vaða,hlakkar strax til. Það fór líka vel á með þeim og krökkunum,smá feimni fyrst en svo kom þetta bara allt,og þið fjölskylda mín frá Noregi- takk æðislega fyrir komuna og okkur,og tíminn með ykkur var æðislegur,og gleymist aldrei,takk takk og verið vekomin aftur jæja verð að kveðja í dag,bæjó ykkar pabbastelpa :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2006 | 00:58
Pabbi minn er komin :)
Hæ hæ kæru vinir,já það er satt,ég á víst pabba eins og allir,en ég sé hann bara miklu sjaldnar en gengur og gerist þeir sem hafa þekkt mig í mörg herrans ár,finnast mjög skrítið að heyra mig tala um pabba minn,því að öll mín æskuár,þá var eins og ég væri eingetinn og kynntist honum ekki fyrr en árið 1996,og komst að því þá,að ég ætti bróðir sem heitir Ögmundur,jú þetta er allt mjög skrítið en gaman að fá tækifæri til að kynnast hinum helmingnum og föðurfjölskyldunni í Noregi,erum að fara að hitta hann í 3ja sinn eftir ca. 9 daga,ohh ég get bara ekki beðið hef ekki hitt hann núna í 5 ár,og pabbi og Berit konan hans,hafa aldrei hitt hana Örnu mína,en Gunnar var eins og hálfs árs,Guðrún Ásta var 9 ára,og hvað mig varðar,jú þá var ég ca. 15 kg. léttari,djö.. hann fær sjokk kallinn hehehe... en sona er þetta bara,stefnum á að fara til þeirra næst sumar,strax eftir skóla en til að geta það,þá verðum við að hætta að reykja,og það verður gert.
En svona til að segja ykkur,þá er ég byrjuð á brettinu mínu góða aftur og er búin að fara ca. 10 km.á 2 dögum,og held áfram strax klukkan eitt á morgun,skelli júróvision á og hækka vel og svittna svo um munar,því um helgina ætlum við að baka og baka,til að eiga í frystir,gera garðinn flottann og þrífa heimilið vel,og gera allt klárt,vegna þess að Herman bróðir hans pabba og konan hans Lív og dóttir þeirra Ranveig,koma með þeim til okkar,og þau hef ég aldrei hitt,bara talað við hann í síma og fengið löng jólakort frá þeim á hverju ári síðan 1996 en allavega þá verður þetta annasöm helgi og spenningurinn alveg magnaður hahaha..... Gunnar minn,er búin að æfa sig og æfa að segja morfar í staðinn fyrir afi og mormor í staðinn fyrir amma hann er algjör gullmoli þessi drengur minn,honum er mikið í mun að gleðja þau með þessu,vel upp alið ha..... svo kemur hún Guðrún mín norður á föstudaginn eftir vinnuna sína fyrir vestan,til að hitta þau,þá verðum við öll hér,og Hallgrímur minn ætlar að fá sér smá frí á meðan,og fá sér eitthvað sterkt með tengdapabba á kvöldin kannski hann byðji kallinn um hönd dótturinnar,nei,maður spyr sig??? hehehhehe.... ætli það en ég er að spá í að láta þetta gott heita í kvöld og heyrumst kannski á morgun,ef ekki þá bara þegar að ég fæ lausan tíma til þess,kv.pabbastelpa...
P.S. Sigga mín,alltaf tekst þér að koma mér á óvart, og gaman að fá að sjá Hönnu Björg svona myndarlega,þetta var mjög óvænt og skemmtilegt kvöld með ykkur mæðgum,takk fyrir komuna,komið fljótlega aftur,ég á alltaf til kaffi,mundu bara að hringja næst í heimasímann hehehehe.... sjáumst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2006 | 22:59
Rigningin er góð... C",)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2006 | 22:58
Já, blessuð börnin :)
Hæ hæ kæru vinir,ég var að hugleiða í dag,hvað maður væri eiginlega að gera,ef maður ætti ekki börnin veit ekki..... kannski væri maður bara einhvernsstaðar á fyllerýi (róni) eða vinnualki,eða ég bara hreynlega veit ekki hvað???? en þau gera bara svo margt fyrir mann,gefa manni tilefni til að vakna á morgnana,þrífa heimilið og þau,næra og leika við þau,og aga þau eða maður reynir það allavega,en eitt er víst,að ég kynni allavega ekki við lífið og tilveruna án þeirra,bara hreinlega kynni það ekki og langar alls ekki að læra það,þau eru jafn yndisleg og þau geta verið erfið,samt er ekkert barn svo yndislegt,að foreldrum þykir ekki gott að þau sofni á kvöldin,því maður þarf víst tíma fyrir sjálfan sig líka,ekki satt? nei,nei,ég var bara að spá í þetta í dag,þegar að ég var að þrífa og hugsa um litlu krílin mín í dag,hvað þau eru að gera manni mikinn greiða með að vera til fyrir mann og elska mann alveg skilyrðislaust,og því miður,þá eru til svooo vondir foreldrar í heiminum,sem fara alveg virkilega illa með börnin sín og aðrir sem ekki geta átt börn,en þrá það svo heitt,og þurfa að ættleiða börn og borga heilann helling fyrir það. Það er svoo margt sem er svo óréttlátt í lífinu,að maður þakkar aldrei of oft, fyrir heilbrygð börn, og að geta átt börnin sjálfur,það er alls ekki sjálfgefið,þetta er eitt af því í lífinu sem maður má aldrei gleyma.
En svo er ég bara að spá í að byrja ekki á átakinu mínu fyrr en eftir helgina,vegna þess að þetta er síðasta frívikan hennar Örnu minnar á leikskólanum,ætla bara að njóta hennar með henni og Gunnari, fara í sund og út og stappa í pollunum með þeim í rigningunni,það ætlum við að gera á morgun,með Kristínu vinkonu og Ölmu dóttir hennar,það er eins gott að það verði rigning,en ekki sól,þá verð ég brjáluð he he he... jiiiiii..... hvað maður er skrítinn,maður er að kvarta yfir sólarleysi alla aðra daga ha ha ha...... Hey,en Imba mín,allavega er í lagi með símalínuna mín megin,eins og þú mannst í dag,veit ekki með símalínuna þín megin þú kannski kannar það einhvern daginn,er það ekki???? en annars er ég að spá í að kveðja að sinni og segja knús í krús til ykkar,kv. drullupolladruslan...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2006 | 01:38
Búin að flytja mömmu c",)
Hæ hæ kæru vinir,það er komið alltof langt síðan að ég skrifaði síðast,það er bara búið að vera brjálað að gera. Ég var að vinna alla síðustu helgi í sundlauginni,og það var bara klikkað að gera,vegna þess að það var landsmót hestamanna,venjulega eru 70-120 manns á dag,en um helgina voru 406 á föstudaginn og 550 manns á laugardaginn og enginn pása frá klukkan 10 um morguninn til klukkan 18:30,sem betur fer vorum við 4 á vakt,annars væruð þið búin að koma á jarðarförina mína :( Mánudagsmorguninn lögðum við af stað vestur og vorum komin klukkan 17:00 á áfangastað og við fórum beint í það að sækja lyklana af flutningabílnum og koma Örnu í pössun til Andreu,dóttir Gauu vinkonu,en Gaua ætlaði að passa fyrir mig,en ákvað að vera lengur í sveitinni hjá mömmu sinni og pabba,þannig að hún reddaði mér dóttur sinni,sem betur fer og mæðgur, takk æðislega fyrir það :) ég veit ekki hvernig við hefðum getað þetta öðruvísi. En við vorum að flytja til klukkan 22:30,og daginn eftir þrifum við mamma hina íbúðina og Rósa og Tobba komu svo að hjálpa okkur að raða upp,þetta gekk alveg rosalega vel :) það er alltaf gott að eiga góða að :) segi ég alltaf..... en svo var bara klárað það mesta,Hallgrímur að setja upp hillur og ljós fyrir mömmu,lögðum svo af stað norður á miðvikud.kvöld kl.20:00 og vorum komin kl.02:00 um nóttina,svo var ég að vinna daginn eftir(fimmtud.kvöldið) og hálfgerð slökun bara í dag :) þannig að ég er bara búin að vera alveg á fullu í viku :) og ekkert komist á brettið,en ég er sko með strengi fyrir því,um allan líkaman :) ég reyndar fór á trampólín,í smá stund og gat varla gengið eftir það... ógislega skrítið....hmmm..... það er sagt að það sé rosalega góð líkamsrækt að vera á því,5 mín. á dag, dóttir mín ætlar að kaupa sér trampólín,ég fæ kannski að fara á það öðru hvoru ????? hver veit....hmmmm...... Guðrún mín,er það ekki ??? en ég verð að koma mér af stað á brettið á morgun og ekkert hángs meira,mamma gaf mér 2 lóð,þannig að ég ætti að getað tekið á því,almennilega :) og Berglind frænka var að fá sér svona bretti,frábært hjá henni,núna verðum við bara að vera duglegar saman,en samt í sitthvoru landshorninu hehehe..... við förum létt með það,bæði í tölvusambandi og símsambandi hahahhaah..... ættum að getað fylgst með hvoru annarri ???? en þetta er komið nóg í bili,knús og kossar til ykkar,kv.svitadruslan :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2006 | 14:45
Í nógu að snúast....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar