Ég er orðin "föðursystir" :)

Það gerðist í dag 27 maí að Maggi Þór og Auður eignuðust litla prinsessu, 16 merkur og 50 cm. eftir langa og erfiða fæðingu,hún fæddist klukkan 17:45 í dag. Elsku Maggi og Auður,innilega til hamingju með litlu prinsessuna ykkar,hlakka rosalega mikið til að sjá litlu frænku Grin gangi ykkur vel !!

En ég hef bara verið mjööög upptekin af börnum og heimilinu þessar vikurnar,prófin eru nú að klárast og skólaslitin verða á föstudaginn 1 júní.  Þá fer nú að koma smá ró á þetta allt,og í dag vann í minn síðasta dag í sundlauginni og er komin í barnseigarfrí jibbbbíííí !!!!  og við Hallgrímur höfum ákveðið að eiga á Ísafirði í faðmi fjölskyldu minnar í þetta síðasta sinn Tounge það eru heil 15 ár síðan að ég átti minn fyrsta erfingja þar, ekkert athugavert við það að eiga sitt síðasta þar líka hehehehe........  vonum bara að það náist og gangi vel Cool En ég ætla bara að hafa þetta stutt núna,og ég kem aftur mjööögggg fljótlega, LOFA !!!!!   ég veit að ég er búin að vanrækja bloggið núna í langan tíma,nú er komið nóg vanrækslu Grin sjáumst fljótlega,knússs....... Heart  P.S. Elsku Rósa mín,til hamingju með að vera orðin amma,njóttu þess !!!!!


Halló aftur !!!!

Það er komið nóg af tölvuleti í bili,er það ekki ??? en þetta bloggleysi stafar ekki af tölvuleti heldur af of fáum klst. í sólarhringnum,sko.. þegar að maður er að eiga við erfiðan ungling sem allt þykist vita og tekur alla mína orku í leiðinni,plús það að eiga litla prinsessu sem ætlar að stjórna heimilinu og er enn að eiga við sitt kúkavandamál sem er að gera mig vitlausa og plús það að eiga son sem fékk gubbupest og húrrandi niðurgang rétt áður en við fórum vestur,sem varð til þess að öll íbúðin lagðist gjörsamlega í ælu og skít og varð að pakka niður,sem varð til þess að ég byrjaði á því að þrífa alla íbúðina og ganga frá eftir ferðalagið og með grindagliðnun í þokkabót,þá held ég að þið mynduð skilja þetta bloggleysi hjá mér úfffff !!!!!  en kæru vinir.. takk fyrir yndisleg comment og fyrir það að sakna mín og ég sakna ykkar líka,og Edda mín,ég verð fyrir vestan í byrjun júní í nokkra daga og mig langar mjög mikið til að hitta þig þar,ég hef samband við þig þá Smile ok ? hlakka til að hitta þig....  já Berglind það væri nú gott að heyra í þér,en ef ég þarf að hætta alkjörlega að blogga til að heyra í þér,þá skal ég gera það,nema við notum bara bæði símann og netið ?????  knússss  og Doddi ég sendi þér nú sms skilaboð "gleðilegt sumar" en ég fékk ekkert svar á móti,svo það væri gott að heyra frá þér líka !!!  og Magga... hér færðu bloggið þitt frá mér heldur snemma,nema þá kannski að þetta verði mitt síðasta blogg þangað til eftir jólin.... hmmmmm....... veit ekki,hvað heldur þú ?????

En ég er sem sagt búin að vera á fullu í marga marga daga og í nógu að snúast með mín 3 börn,hvernig verður þetta eiginlega með 4 börn ??? ég get bara ekki hugsað það til enda og 3 x unglinga til viðbótar,omg... ég vona að það verði komin sprauta við unglingaveiki þá,eruð þið ekki sammála ????  en ég á að hætta að vinna 1 júní vegna grindargliðnunnar,vegna þess að hún bara versnar og versnar en lagast ekki,en ég get haldið henni niðri með því að fara vel með mig og að fara í sund 3x í viku og gera æfingar og fara í nálarstungur til ljósu minnar sem ég er nú þegar byrjuð á,en ég tel mig samt heppna að ég skuli ekki hafa fengið þetta fyrr,ég er búin að eiga 3 meðgöngur sem ég gat nánast hlaupið allann tímann með,en sumar eru svona frá meðgöngu eitt,þannig að ég ætla barasta ekki að kvarta neitt yfir því og taka bara á þessu einn dag í einu og bara að halda áfram að brosa og vona það besta Smile  minn elskulegi maður ætlar að hjálpa mér með skúringarnar í maí í vinnunni,já það er gott að að eiga góða að,það er ekki ofmetið Wink

fyrir vesta var æðislegt að vera og gaman að hitta fjölskylduna og vinina og við fengum æðislegt veður, Ísafjörður tók sko vel á móti okkur með sól og hita alla helgina,við gistum í þetta sinn hjá Tobbu og Svenna,vegna þess að mamma bjó í pappakössum og ég þoldi ekki stigann sem var í íbúðinni sem mamma var að flytja úr,hann er bara dauðagildra fyrir þann sem dettur þar niður og ég tek bara enga sénsa með hana Örnu mína hehehe... hún er bara svooo blátt áfram og ekki hrædd við neitt.... en takk æðislega fyrir yndislega gistingu elsku Tobba og Svenni, gefiði öllum dýrunum ykkar knús frá okkur og láttu þér batna Svenni minn !!!!   en við fluttum svo með mömmu á 1 maí og allt gekk þetta vel og keyrðum svo norður eftir það,og mamma !! til hamingju með íbúðina Smile

við fórum svo í bíó á nýju myndina með mr. Been,hún er bara geðveikt fyndinn,ég mæli 100 % með henni fyrir þá sem fíla hann,mér finnst maðurinn bara fyndinn í alla staði,svipbrigðin og já bara allt við hann er fyndið,en svona er ég bara ....

ég er að vinna alla helgina,þannig að ég blogga örugglega ekki meira fyrr en eftir helgi,ef börnin leyfa hehehehehe......   knús og kossar  og góða helgi  luuuv..... Heart


Gleðilegt sumar !!!!

Já enn eitt sumarið komið og ekki útlit fyrir annað en að mér verði funheitt,það er alveg á kristaltæru með þessa fínu kúlu Tounge og lóan er komin og gæsirnar með,en það er ekki þar með sagt að við fáum ekki svo mikið sem eitt hret til viðbótar,sem er nokkuð eðlilegt hér á klakanum hehehe..... er það ekki ????   jæja ég hef fengið minn fyrsta sumargest,best að fara að sinna henni Þorgerði minni,knús og kossar til allra,síja.....

P.S: Ég varð að herma eftir ykkur Berglind og Doddi,útlitið skiptir máli,og núna er komið sumar :) núna erum við eins hehehe....


Hugleiðingar Dóru :)

Jú þegar að maður eldist,þá fer maður stundum í þær pælingar og spyr sig,hverjir eru virkilegir vinir manns????  og hverjum maður mótast með og hverjir detta hreynlega út af þessum vinarlista,ég er ein af þeim heppnu sem á mjööög góða vini og hef mótast með þeim og þeir með mér í gegnum unglingsárin,milli 20 og 30 ára aldrinum sem er þá jú byrjað að finna sér lífsförunaut og hlaða niður börnum og fleyra skemmtilegt,svo kemur þessi aldur 30 - 40 ára aldurinn, sem er einnig mjööög skemmtilegur en minna um djamm,kannski einhverjir skilnaðir og aðrir erfiðleikar,taka upp fyrri vinarsambönd sem slitnuðu á einhverju tímabilinu,en þarf samt ekki að vera að viðkomandi sé neitt slæmur nema síður sé,eins og þú til dæmis Doddi minn,þá ert þú svona vinur sem að manni þykir einhvernveginn alltaf rosalega vænt um,þó að við höfum týnt hverju öðru í þennan x tíma,en erum sem sagt búin að finna hvort annað aftur sem er auðvitað besta mál,og mig hlakkar  til á hverjum degi að lesa hjá þér um þitt líf,þú ert skemmtilegur penni og persóna Tounge en hvað næstbestu vinkonu varðar,þá vona ég að þú Doddi minn sért ennþá karlmaður hehehe... þú ert sem sagt minn besti vinur fyrir utan minn lífsförunaut,ertu sáttur við það minn kæri ?????

Ok. þá ætla ég að tala um það hversu heppinn ég er að eiga vini út öll þessi tímabil,og frá því að ég var lögð í einelti í 6 ár í skólanum,sem kannski eyðilagði það fyrir mér í framtíðinni minni að ég hélt aldrei áfram í skóla,en ég kenni samt engum um nema sjálfri mér,því að allir þeir sem gerðu mér lífið leitt í skólanum er búið og fyrirgefið af minni hálfu fyrir löngu síðan,enda hafa þeir allir beðið mig fyrirgefnigar á því,sem var mér mjög mikilvægt,en ég á nokkrar vinkonur frá því í barnaskólanum og upp úr sem ég er í miklu sambandi við í  dag,það er ég mjög þakklát fyrir,það er mjöög miklvægt að eiga vini sem hafa og eru alltaf til staðar,og það hef ég svooo sannarlega,takk fyrir það kæru vinir.

Svo á ég líka vini sem ég hef kynnst bara nýlega og þeir þekkja mig auðvitað bara sem húsmóður en ekki sem djammari eða sem stelpuna sem varð fyrir miklu einelti og svo framvegis,þeir eru auðvitað líka æðislegir vinir,en það verður einhvernveginn öðruvísi sambönd,ekki endilega verri en samt öðruvísi,því þeir vinir þekkja mig bara eins og ég er í dag en ekki eins og ég var þá,en ég ætla alls ekki að móðga neinn,ég elska alla mína vini Grin eins og þeir eru og eins og ég er.......

Berglind !!!! ég er að hlusta á diskinn sem þú sendir mér og hann er bara GEGGJAÐUR !!!!! takk æðislega fyrir mig,ég er til dæmis að hlusta á hann núna á meðan að ég er að blogga,og það kemur svooo mikið flæði með að ég get bara ekki hætt að skrifa ykkur hehehehe...... ég er sko syngjandi og dansandi við tölvuna og pikka með og fíla mig í tætlur og langar helst að skella mér á brettið mitt góða,en ég er að fara að vinna,ég kannski geri það á morgun,en á sunnudaginn fórum við Hallgrímur og börnin í fótbolta,þar kom gamalkunnur fótboltamaður upp í mér,og gaf ekkert eftir þó svo að ég sé komin með kúlu framan á mér hehehe...... en jú Berglind !! ég þakka fyrir góðfúslegu ábendinguna á það að föstudagurinn 13 er kannski bara minn happadagur,því ég varð ekki fyrir stórslysinu sem ég var svo nærri búin að lenda í,hann hefði verið það ef ég hefði lent í slysi þennan dag,ég einhvernveginn leit ekki á það þannig,en ég ætla ekki að hræðast þennan dag neitt sérstaklega í framtíðinni,þangað til að annað kemur í ljós Wink allavegana,jæja núna er diskurinn búin og ég þarf í vinnuna mína... sjáumst og farið vel með ykkur !!!!!


Föstudagurinn 13 !!!!!

omg,ég þurfti ekki einu sinni að fara út úr húsi til að verða vör við þennan ólánsdag,ég í sakleysi mínu ætlaði bara í eina snögga sturtu,ég sem betur fer náði ekki að fara inn í klefann,en ég var ekki nema ca. 2 sec. frá því,þá hrundi sturtuhausinn niður á fulle span,og þeir sem hafa komið heim til mín,vita að sturtuhausinn minn er sá stærsti á markaðinum þó víða væri leitað Tounge sko ég er að tala um það að ég var næstum búin að rotast eða hauskúpubrotnað eða bara hreinlega getað drepist,það er ekkert flóknara en það´og bara ég og Arna vorum heima.... spáiði í það og ég fékk alkjört sjokk þegar að ég áttaði mig á því hversu stutt ég var frá stórslysi, já eða bara dauðanum hérna heima hjá mér,og komin 6 mánuði á leið Frown og á þessum degi,hver segir svo að þessi dagur sé ekkert hættulegur ?????   maður bara spyr sig.......  en allavega þá er allt gott sem endar vel,já eða fór betur en hefði getað......  ég ætla vona að þetta sé ekki svona dæmi eins og allt er þegar að þrennt er.... sjitt !!!!

en allavega þá á ég frí þessa helgina og ég geri sjálfsagt ekkert spes frekar en vanarlega,en mig hlakkar þeim mun meira til að fara vestur (heim) þann 27 apríl n.k. og hjálpa múttu að flytja,gaman gaman..... knús og kossar..... farið varlega í dag kæru vinir !!!!! sturtuhausinn minn


Gleðilega páska !!!!

Loksins loksnins !!!! get ég gefið mér tíma í bloggið mitt og ykkur Cool ég hef varla gert neitt annað en að fara með Örnu mína á klósettið og smákúkur í buxunum í ca. 2 vikur og ég er alveg að verða gráhærð af kúk,en aumingja litla skottan mín er komin með sár og á erfitt með þetta allt og er hugsanlega komin með þetta á sálina og þorir ekki að kúka,hann kemur bara smátt og smátt,við fórum til læknis í dag og hún þarf að fá microlax í 3 daga og við byrjuðum í dag og hún var  bara í baðinu eftir að stærsti var komin ,vegna þess að það þýðir ekkert að skeina henni,hún er orðin svo sár þarna niðri,ég vorkenni henni alveg rosalega mikið greyinu Frown ég endaði á því að setja á hana bleyju fyrir nóttina,en stuttu eftir að hún var komin inn í rúm,þá kom hún fram bleyjulaus og öll í kúk og hún auðvitað aftur í baðið og sturtuð,hvers á barnið mitt að gjalda eiginlega ???? hvað verður það næst,jú ég var rétt byrjuð að blogga,þá var hún grátandi upp úr svefni og kvartaði yfir eyrnaverk,omg ég vona að það þýði ekki eyrnabólga ofan á allt saman,ég held að ég þurfi nú að ná tali af honum á efri hæðinni og athuga hvort þetta sé ekki bara komið gott í bili og gefa snúllunni  pásu ????? það vill til að ég á alveg rosalega duglega stelpu,hún er búin að standa sig mjög vel í öllum þessum óhöppum og aðgerðum,ég er mjög stolt af henni Smile

Jæja en annars vorum við auðvitað bara heima og ég þurfti að vinna um páskana,nema hún Guðrún fór suður til pabba síns og skemmti sér mjög vel þar að vanda og var fegin að komast aðeins burt frá mér W00t við erum ekki sem bestustu vinkonurnar þessa dagana,þessi gelgja er nú alveg að fara með hana í gönur og mig líka,verð ég að segja,vona að það fari nú að fara batnandi Woundering

En elsku Doddi minn,mikið rosalega var gaman að finna þig á blogginu og við erum auðvitað orðnir bloggvinir og mig hlakkar mikið til að lesa meira af þínu lífi,við vorum nefnilega alltaf svooo góðir vinir og það er ekki gott að glata þeim vinskap Kissing

en núna er ég að spá í að koma mér í háttinn og kveðja í bili..... síja !!!!!Picture 023

P.S: Getur einhver sagt mér hvernig maður gerir bloggvinina sýnilega hér á síðunni ????  hjálp !!!!


Ýmist í ökkla eða eyra.....

Það er búið að vera í nógu að snúast þessa dagana,mamma er búin að vera hér hjá okkur í rúma viku og við höfum haft nóg að gera,gerðum tæpar 50 fiskibollur namminamm.... sem eru nú bara í frystir og býða uns nokkrir kjammar koma og éta þær Cool sem verður örugglega ekki langt í,en við erum búnar að versla og versla og hún er gjörsamlega búin að gera börnin alveg hringlandi vitlaus,kaupir allt fyrir þau sem þeim langar í... næstum því Tounge en hún fór í kvöld frá okkur og hennar er sárt saknað,takk fyrir frábæra daga með þér Smile knús....

En á þriðjudaginn s.l. fórum við Hallgrímur með litlu prinsessuna okkar í segulómun,þar sem hún var svæfð og sett í þetta rosa tæki og hausinn skannaður,hún stóð sig eins og hetja og var alveg rosalega góð og yndisleg,en mamman átti hins vegar mjööög bátt með sig þegar að skottan var svæfð,það kemur einhver ónota tilfinning í mann,ég var næstum farin að gráta Crying þegar að hún lagðist í svefninn,enda er ég ólétt og er kannski extra viðkvæm fyrir svona löguðu núna,en út úr þessu kom bara allt í þessu fína með höfuðið,engar bólgur eða nokkuð annað,hjúkkk !!!!! mikill léttir,enda var rófan mín litla búin að finna aðra leið upp í kojuna,en við bara tókum hana í sundur og bjuggum bara til eitt rúm úr þessari koju,þá var mikill léttir á heimilinu og ALDREI AFTUR KOJUR !!!!   en  allt er gott sem endar vel,segi ég nú bara Smile og Örnu gengur vel með gleraugun og leppinn.

En á morgun fer Hallgrímur minn í Ólafíu og Óliver og ætlar að kaupa barnavagninn sem mig er búið að langa í síðan í desember,hann er á svo góðu tilboði núna og ég þori ekki að bíða lengur ég ætlaði auðvitað ekki að gera þetta fyrr en eftir fæðingu,en ég bara get ekki beðið lengur,ég tek hann bara ekkert úr kassanum fyrr en að ég er búin að eiga,og hana nú,en nóg með það,ég er að spá í að koma mér í háttinn og segi bara góða nótt kæru vinir Smile  knús.....


Gekk betur en .........

en ég þorði að leyfa mér að vona með hana Örnu mína,í dag var fyrsti dagur hennar á leikskólann með gleraugun og leppinn,og ég var búin að tala og tala um þetta við hana í allann morgun,en ég bjóst samt við látum á leiðinni í leikskólann,en ég setti lepp með blómum á og gleraugun á eftir,hún brosti bara og var mjög hrifin af blómunum og hlakkaði til að sýna krökkunum flotta leppinn sinn og flottu gleraugun sín,alveg hæstánægð með þetta allt,ég hrópaði nú ekki húrra yfir þessu fyrr en ég var búin að fara með hana í leikskólann,jesssss....  þetta tókst án allra átaka,en ég veit ekki hvernig þetta gengur á morgun,ég ætla bara að taka einn dag í einu Wink 

Á sunnudaginn fékk ég Systu óvænt í heimsókn,ég er ekki búin að sjá hana í 3 ár,já eða síðan að Berglind og Kristján giftu sig,þetta var mjög skemmtilegt, ég bauð henni að sjálfsögðu upp á heit vínarbrauð og kaffi og svo var mikið spjallað,takk æðislega fyrir innlitið darling !!!!!!  vonandi sjáumst við fljótlega aftur Grin

Núna akkúrat í þessu augnabliki eru mamma og Hallgrímur að reyna að leggja af stað hingað norður,því það er bara geggjað veður,en múttan ætlar að vera hjá okkur í um það bil viku,þannig að núna verður farið í það að búa til mömmu fiskibollur nammi nammm..... hlakka til að sjá þig !!Tounge

Mér brá nú heldur betur við að lesa fréttablaðið um daginn,þegar að ég las um yngstu foreldra í heimi,sem eru auðvitað frá USA, en þau eru 8 og 9 ára.... HVERNIG ER ÞETTA HÆGT ????  ég bara spyr,líffræðilega séð á þetta ekki að vera hægt,en jú þau geta svo sem verið ÓTRÚLEGA ÞROSKUÐ AF LÍKAMA OG SÁL, ég meina að ég á 7 að verða 8 ára gamlan son og hann veit ekki hvað kynlíf er,hvað þá að fara að stunda það,já og að hann sé orðin kynþroska til að getað búið til börn,já þetta finnst mér alveg ótrúlegt og óhugnalegt,og hvernig með foreldra þeirra,það hlýtur að hafa séð á barninu að hún væri ólétt, og var svo bara allt í lagi að leyfa barninu og að eiga ungabarn,hvað er að fólki,ég bara spyr ????

en ég í mínu sjokki þá ætla ég barasta að koma mér inn í eldhúsið og elda handa okkur góðan mat,en bless þangað til næst, Dóra segir knúúússss Heartsætasta prinsessan :)


Litla trippið og gleraugun :)

Það var heldur betur kátt í höllinni í gær þegar að Hallgrímur kom heim með fyrstu gleraugu prinsessunar,henni fannst þetta nú hálffurðulegt en samt gott að sjá skýrt Woundering og alveg nýtt, skoðaði púsluspilið sitt,fór svo í spegilinn til að skoða sig betur en vanarlega,settist í sófann og horfði á sjónvarpið með bros út að eyrum,og það fyrsta sem hún bað um í morgun þegar að hún vaknaði voru gleraugun... algjört krútt Wink og Gunnar bróðir hjálpar nú vel með þessi mál,henni finnst gott að stiðjast við bróður sinn,við börnin fórum svo labbandi í búðina til að kaupa nammi í poka,og Arna var að sjálfsögðu með gleraugun sín og hún fylgdist með öllu í búðinni (sem hún er ekki vön að gera) en eftir að við komum heim vildi hún fá pásu og tók gleraugun af sér,enda er það ekkert skrítið,það tekur örugglega tíma að venjast þessu Cool 

En annars er allt það sama hér,skeður ekkert nýtt svo sem..... mig langar svo mikið til að skreppa vestur á Ísafjörð (heim) ég er komin með svoooo mikla heimþrá Sick ég er ekki búin að fara vestur í marga marga mánuði,en ég ætla vestur í kringum fyrsta maí til að hjálpa mömmu að flytja já eða Hallgrímur,ég ber nú ekki mikið í mínu ástandi...... ég stjórna þá bara í mínu hásæti,þar er hún Dóra á réttum stað Tounge  hehehehe.........  eða hvað ????

Arna pissaði undir okkur hjúin í nótt,þannig að það eru fleyri verkefni í dag en ég ætlaði mér,þarf að taka rúmfötin úr vélinni og auðvitað að reyna að klára eina af þremur óhreynakörfunum... allavegana,þannig að ég kveð í bili og ég læt mynd af Örnu minni með gleraugun sín í fyrsta sinn fylgja með blogginu í dag.... góða helgi !!!!!   knús....gleraugnasystkinin flottu :)


Loksins !!!!!!

Já ég segi loksins þegar að ég fékk loksins bréfið frá barnalækninum á Akureyri um að Arna ætti að mæta í ómskoðunina,við eigum að mæta með hana 27 mars,þar verður hún svæfð og höfuðið skannað,þetta á að taka allt í allt ca. 3-4 klst. en þá er líka nokkuð þungu fargi af manni létt,vegna þess að maður er alltaf að velta sér upp úr því að ef nú eitthvað meiriháttar væri nú að og svo framvegis,en við fáum nú líklegast að vita það svo fljótlega eftir Smile

og svo er nú ýmislegt búið að ganga á með minn ungling um helgina,því hún er nú bara alveg að flippa út blessunin,ef ég hef verið svona erfið við þig mamma mín og amma mín,þá bið ég hér með afsökunar á því,svo er eins og maður megi bara alls ekki gera neitt og þau mega gjörsamlega vaða yfir okkur fullorðna fólkið eins og ekkert sé,ef maður slær rétt aðeins á munninn og valla það,þá er það komið út í ofbeldi og börnin segja bara við okkur,ég kæri þig fyrir ofbeldi....sko,hvers eigum við foreldrarnir að gjalda ???? það sem áður fyrr var kallaður agi að rasskella og var talið bara nauðsynlegt,en í dag er það kallað ofbeldi,áður fyrr var slegið eða gefið utan undir ef börnin voguðu sér að rífa kjaft við fullorðið fólk og það var kallaður góður agi,en í dag er það kallað ofbeldi,ég meina hvað er að ????? ég er ekki að tala um að kýla megi blessuð börnin eða berja þau,langt frá því,en við getum bara alls ekki setið undir öllu frá þeim,þó að þau séu bara unglingar Angry enda eru börnin svo miklu erfiðari við foreldra sína í dag en þau voru hér áður fyrr,ég man eftir því að ég sagði mömmu og ömmu einu sinni að þegja,og það þýddi það að ég var sleginn utan undir fast,en ég vogaði mér það aldrei eftir þetta að rífa kjaft við mömmu og ömmu,og ég get ekki ennþá sagt mömmu að þegja Wink pæliði í því......   

en ég er sem sagt búin með mína helgarvinnu í bili,og við tekur að gera tilbúið fyrir skattaskýsluna,ohhh..... I hate it !!!!   best að koma því frá sem fyrst...... en ég ætla að skella mér fyrir framan imbann og njóta friðsins á meðan að allt er í dúnalogni á heimilinu eins og er InLove  síja....knús.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband