8.3.2007 | 23:23
Bumbusíðan er komin :)
Jæja,þá er ég búin að opna bumbusíðuna með útlitshjálp frá henni Röggu minni,því hún er alkjör snillingur þessu eins og í svo mörgu öðru,takk æðislega fyrir hjálpina Ragga mín !!!! KNÚS.... ég er búin að setja linkinn inn þessa síðu, það eru komnar sónarmyndir
Mikið rosalega er ég sammála henni Möggu um kallinn í sjónvarpsmarkaðinum,eða hvað það nú heitir,hann er óendanlega leiðinlegur,maður er orðin leiður á vörunni áður en hann getur klárað að aula henni út úr sér,stamandi og bara leiðnlegur !!!! garrrrg.....
einhver af mínum vinum var að segja frá því að það er æðislegt að labba úti með barnavagninn og koma barnaspikinu burt,þá get ég bent á eina alveg þrælgóða leið fyrir þig !! brekkan hingað uppeftir til mín er alveg hreynt mögnuð og alveg tilvalinn í einmitt svona tilefni,taki sá vinur sem þetta skilur til sín hehehehe...... og...... bara svona uppástunga
en annars er ég að fara að vinna um helgina og ekki mikið annað gert nema éta,horfa á imbann,knúsa börn og mann og sofa en svo koma nokkrir dagar í frí,þetta er svo sem ekkert agalegt,börnin elska að hafa mig svona heima,enda eru því miður ekki allir sem eru í aðstöðu að geta verið meira heima en í vinnu,því miður..... en ég er þó heppin með þetta,hjúkkk.....
linkurinn inn á Guðrúnar Ástu hefur verið leiðréttur og kominn inn á hennar réttu síðu,ef einhver vill vita af því,en annars er ég að spá í að fara að setja bumbumyndir inn á bumbukrílasíðuna mína og láta þetta nægja hér í bili,Dóran kveður..... góða helgi !!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2007 | 20:25
Sónar og fleira.... :)
það var sko gaman sögðu krakkarnir !!! og það var svo gaman að sjá á þeim svipinn þegar að þau áttuðu sig á hlutunum,hvað væri hvað og svo framvegis,nema Gunnar hafði miklar áhyggjur af því að það væri ekkert ljós hjá barninu,og vildi helst setja eitt stikki ljósaperu inn til barnsins ojojoj.... hehehehe..... ekki góð hugmynd !!! en allt gekk þetta vel og allt á sínum stað og sónarinn segir að barnið komi þann 29 Júlí.... eða ég myndi segja,þar fór verslunarmannahelginn,ég er alveg viss um að ég muni eiga þá,ég fer alltaf eitthvað framyfir,þannig að þeir sem ætla að heimsækja mig á spítalann skulu bara vera sem næst mér og ekkert helv... fyllerí góður !!!
Jú og við skruppum auðvitað suður til að fá gleraugu á prinsessuna,og við fundum þessi fínu bleiksannseruðu gleraugu með góðu haldi fyrir aftan eyrun,en þau kostuðu sko sitt,eða 23.000 kr. með öllu,ekkert smá dýrt..... en svona er þetta bara en í dag áttu tveir töffarar afmæli ,annar varð eins árs og hinn varð 65 ára.
ELSKU PABBI MINN,INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ 65 ÁRA AFMÆLIÐ Í DAG,NJÓTTU HANS EINS OG HÆGT ER,en hann er á spítala og getur því ekki haldið neina veislu. VIÐ ELSKUM ÞIG OG FARÐU VEL MEÐ ÞIG, fyrir þá sem mig ekki þekkja,þá býr pabbi í Noregi,því get ég ekki farið og knúsað hann,ég söng bara fyrir hann í staðinn
svo er það hann Grétar Jóhannes okkar (Jói litli) INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ EINS ÁRS AFMÆLISDAGINN ÞINN OG NJÓTTU HANS VEL. love you...
En annars er Hallgrímur búin að vera með pestina síðan á miðvikudag,en er farin aftur til vinnu,en ég er núna að taka við,hnerr hnerr og aftur hnerrr... ógeð !!!! þannig að ég segi nú bara bless í bili og passið ykkur á pestinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2007 | 21:30
Á leiðinni suður !!
Ég er á leiðinni suður með skvísuna til að fá á hana gleraugu og finna einhverja sæta leppa fyrir augað,jú og auðvitað á að kíkja í babysam og ólivíu og óliver og skoða vagna handa litla krílinu en í fyrramálið förum við Hallgrímur,Guðrún og Gunnar í sónar,það verður gaman að leyfa þeim að sjá og vera með,en okkur hlakka auðvitað mikið til og við erum að spá í það að hafa kynið bara út af fyrir okkur í þetta sinn,en ég fer bráðum í það að opna bumbusíðu og þar set ég svo sónarmyndirnar inn og nýjar bumbumyndir í hverjum mánuði. úfffff, það verður brjálað að gera í barnasíðum á barnalandi.
Afmælisdagurinn minn var bara mjög skemmtilegur þrátt fyrir vinnu,fyrst kom Kristín,svo komu Ragga,Ísak og Viktor( eftir að þeir voru búnir að hringja í mig og syngja fyrir mig afmælissönginn) ekkert smá flott,takk fyrir dúllurnar mínar :) en þau færðu mér pakka sem einnig var frá Möggu og co. og í pakkanum voru tvær uppáhaldsmyndirnar minar prettý women og Dirtý Dancing,ekkert smá skemmtilegt og takk fyrir mig svo fékk ég hálsmen og eyrnalokka frá pabba og Berit,eyrnalokka og hálsmen og ilmvatn frá Rósu og Guðbjarti,ilmvatn og náttföt frá mömmu,blóm frá Olgu og Rolando,blóm frá tengdó hér,eftirrétti Hagkaupa frá Dísu tengdó,svo á ég eftir að velja mér úr frá Hallgrími og börnunum, takk æðislega fyrir mig allir !!!! jæja þá er ég farin suður og Dóran kveður að sinni,knús......
P.S. takk fyrir kveðjurnar á afmælidaginn minn allir !!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2007 | 00:52
Kellan orðin 35 ára !! :)
omg !!!!! ég er bara ekki að ná því og mér finnst það svolítið skerí,sko.... mér fannst erfitt og asnarlegt að verða 30 ára,en mér líður einhvernveginn ennþá verr í dag,ég nálgast óðum 40 árin nei nei nei !!!!! en þetta er í lagi á meðan að maður er ungur í anda og ber á sig yngingarkrem og svoleiðis..... hehehehe..... not !!!! ég þarf nú ekkert svoleiðis eða er það ????
En ég og Berglind vorum að rifja upp í dag 25 ára afmælið mitt á Reynigrund 23 í kópavogi,þegar að við Berglind og Hafrún bjuggum saman,þá héldum við rosa partý handa mér og akkúrat núna eru nákvæmlega 10 ár síðan að við vorum í smökkun á bollunni sem við hönnuðum í veisluna og vorum komnar heldur betur á rassgatið og enduðum á kíwíbollu sem var algjört gúmmulaði,svo höfðum við dúk á borðinu í veislunni þar sem gestir gátu skrifað hvað sem þeim datt í hug,það kom margt skemmtilegt út úr því,ég ætla að láta eina vísu sem Jökull vinur minn spann upp í partýinu,sem er bara ekki hægt að gleyma,og við Berglind rifjuðum hana upp í dag,og svona er hún.....
If I was a bird
I wood fly in the sky
but I dont
so I wont.
hahahaha..... þetta er bara snilld hjá Jökli vini mínum,ég mun aldrei gleyma þessu. en það verður ekkert partý þetta afmælið vegna óléttu minnar,þannig að kannski geri ég eitthvað sniðugt á 36 eða 37 ára afmælinu mínu í staðin,en við Guðrún vorum að baka skúffuköku til að eiga klukkan 10:30 í fyrramálið fyrir Kristínu vinkonu,en ég fer svo bara í vinnuna á morgun og alla helgina,þannig að ég held að þessi afmælisdagur verði bara næstum eins og hver annar dagur,kallinn að vinna fram á kvöld ekki er á allt kosið,en núna ætla ég að leggja mig og vakna snemma til að taka upp pakka og taka á móti Kristínu vinkonu,blómvendir eru vinsamlegst afþakkaðir en í staðin vil ég fá kvitt... takk takk..... love
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.2.2007 | 14:18
Augnlæknirinn í dag !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2007 | 13:57
Öskudagurinn !!
Jæja loksins komst ég inn,það er búið að vera þvílíkt vesen að komast inn á síðuna til að blogga,en vegna nýrrara uppfærslu hjá blog.is og mistaka vegna lykilorða hjá notendum blog.is,þá er maður búin að vera að bíða og bíða eftir svari hjá þeim og svo loksins fékk maður svarið og lausnina til að getað bloggað til ykkar,og enn og aftur þá kom hún Sigga mín til sögunnar og hjálpaði mér með þetta allt saman,þú ert ómissandi mín kæra... takk takk !!!!!
En svo að við snúum okkar að deginum í dag,þá byrjaði ég á því að fara með Örnu í leikskólann á grímuball og Gunnar í árvist til að syngja með krökkunum í fyrirtækjunum í morgun og allt gekk þetta vel og Gunnar kom með fullann poka af sælgæti heim til okkar og hélt okkur veislu... æði !!!! Gunnar leikur svarthöfða í dag og Arna beib leikur ljón.... ægilega flott... myndir verða settar inn á síðurnar þeirra á barnalandi
Ég er nú samt vön því að það sé maskað á bolludagskvöld í heimahús heima á Ísafirði og ég á rosalega erfitt með að venjast þessum sið,og líka að krakkarnir mínir missi af þeim siði,en svona er þetta bara.......
En núna er ég loksins búin að fá símtal frá lækninum okkar varðandi Örnu,og hann er bún að vera kanna afleiðingar svona falla og kanna hvort þetta geti átt sér stað og er búin að tala við einhverja taugasérfæðinga og augnsérfræðinga og þeir telja að augntaugar og sem aðrar taugar geti skemmst eða skaddast við svona högg,þannig að núna er önnur bið eftir öðrum lækni til að fá tíma í ómskoðun á höfðinu á henni,hún verður sem sagt svæfð á meðan að hún er inni í tækinu, en við álítum að þetta sé kannað til öryggis auðvitað,líka upp á það að hún þarf að fara í augnaðgerð,og ég vil ekki að hún sé framkvæmd fyrr en ég er alveg viss um að það sé málið,því að þetta augnferli er alveg stórfurðulegt,og það sem meira er,að hún er líka farin að missa jafnvægið og þær á leikskólanum hennar eru líka búnar taka eftir þessum svakalegu breytingum á stuttum tíma,þannig að ég er ekki móðursjúk,sem væri eiginlega gott í þetta skiptið....
núna er ég að fara með Gunnar niðrí íþróttahús og slá köttinn úr tunnunni og fleyra fjör..... svona til gamans þá fékk ég hárkolluna hennar Guðrúnar lánaða og geislasverðið hans Gunnars og tók mynd af mér,og þið sjáið útkomuna hér á myndinnni sem fylgir hehehehe.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 00:03
Sit hér að hlusta á.......
öll gömlu lögin sem hún Berglind mín tók upp fyrir mig á 6 diska og gaf mér, takk takk takk !!!! þetta eru æðisleg lög og þau bera mann sko til unglingsáranna,þegar að allt var svooo skemmtilegt og við í fullu fjöri,jú og stundum auðvitað var það líka erfitt en ég hitti líka hana Hafrúnu mína hjá Berglindi og sá loksins Magnús Mána,yngri strákinn hennar,en þetta var í fyrsta sinn sem ég hitti hann,en ég var auðvitað búin að sjá myndir af honum,en hann er alkjört krútt og ég er alveg heilluð af honum,þið komuð mér svo sannarlega á óvart og takk fyrir það dúllurnar mínar
En annars er bara gott að frétta,en ég hef ekkert heyrt meira frá lækninum en ég ætla að gefa honum tíma til næsta mánudags,annars hringi ég bara aftur í hann,og hana nú.......
Jú hún Guðrún mín tók bumbumynd af mér í dag og á henni er ég komin 16 vikur á leið,og ég er aðeins farin að finna fyrir hreyfingum,sem er æðislegt mér finnst alltaf fyrstu 4 mánuðirnir vera leiðinlegastir,maður finnur ekkert,stækkar bara og stækkar og líður eins og maður hafi fitnað helling,svo byrjar það skemmtilega og alveg þangað til að 2 vikur eru eftir þá er manni farið að langa að klára bara dæmið,alveg sama hversu sárt það er,sem er alveg geggjað því að mér kvíður alltaf fyrir fæðingunni alla meðgönguna,en í restina er manni svoooo sama,bara að fá krílið í hendurnar hehehe...... við erum svoo ótrúlegar og líka svooo frábærar er það ekki ????
en annars er ég að spá í að koma bumbumyndinn hér að og Dóra kveður að sinni.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2007 | 16:23
Um síðustu helgi.....
Fórum við fjölskyldan til Reykjavíkur til að versla föt á bumbulínu og keyptum líka afmælisgjöfina hennar Örnu frá okkur,og fengum við handa henni borð og 2 stóla í herbergið hennar og hillusett í stíl,hún er alveg rosalega ánægð með þetta allt og dundar sér nú helling við að púsla latabæjarpúsluspilið sitt og hlustar á músik,ægilega dugleg
Jú og auðvitað fór ég í tvö líf og fékk mér óléttuföt sem var orðið heldur betur þarfaþing,endaði að vísu 21 þúsundum fátækari í staðin,en lít líka betur út í flottari fötum hehehe....
Við lentum í flottu og ógislega góðu fjölskyldumatarboði að hætti Vigdísar mágkonu,ekkert smá góður matur á laugardagskvöldinu,og fór svo í heimsókn til Vallýar vinkonu og töluðum þar og möluðum fram á nótt,enda ekki búnar að hittast í marga marga mánuði
Eftir gott spjall við flesta úr fjölskyldum okkar höfum við komist að því að kannski eru augun á henni Örnu svona eftir að hún datt úr kojunni hjá Gunnari,við erum mikið búin að vera að spá í þetta og ég er búin að tékka á barnalandssíðunni hennar fyrir og eftir 4 nóv. þegar að slysið átti sér stað að augun í henni fóru að vera svona eftir að hún datt út úr kojunni,enda var þetta ekkert smá högg,og ég er búin að tala við læknirinn sem tók á móti henni og hann er skoða þetta,núna er ég bara að bíða eftir því að hann hringi aftur í mig og sjá svo hvort hægt sé að láta hana í sneiðmyndatöku og kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í fallinu,þannig að við bara bíðum og sjáum hvernig þetta fer,en annars er ég að vinna þessa helgina og blogga bara meira eftir helgi,og þá kannski kem ég með eina bumbumynd,en þangað til hafið það gott......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2007 | 22:08
ojojoj..... !!!!!! :(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 00:08
Rannsakaði málið betur !
Og ég komst að því að það er augnskekkja í fjölskyldunni hjá Hallgrími,bæði systir hans og hjá mömmu hans,þannig að þetta er ættgengt í hans ætt ekki minni hehe... þann er sko sökudólgurinn æjæj.... djók !! en þetta lagast með hjálp augnasnillinga,eins og ég sagði í fyrra bloggi,þá gæti þetta verið verra,en fyrir utan þetta augnvesen,þá er bara allt gott að frétta og ég stækka og stækka,ég veit bara ekki hvert ég stefni ef ég held svona áfram,en ljósa sagði mér að hafa engar áhyggjur,ég væri búin að eiga 3 börn og teyjan er orðin slakari og að ég gæti svo staðið bara í stað í þónokkurn tíma VONANDI !!!
en ég horfði auðvitað á evróvísíon á laugardaginn,mér finnst lögin alltaf verða verri og verri með árunum,en samt fannst mér lagið með Eiríki Hauks standa uppi af öllum lögunum sem komið hafa fram,svo er Eiríkur bara alltaf jafn góður,sama hvaða lag hann tekur,það er allavega mín skoðun
Ég er núna þessa dagana að taka bleyjuna af Örnu á nóttinni og var hún bleyjulaus síðustu nótt,en hún pissaði einu sinni undir,enda er ekki við öðru að búast,spurningin er bara,hvað margar nætur gerir hún það ??? framahald síðar........
Mig langar svooo mikið til að eiga peninga í janúar,og komast á útsöluna hjá tekk kompaní,þeir voru að selja tungusófa,sem kostaði fyrir útsölu rúmlega 200 þúsund kr. á núna á útsölunni 60-70 þúsund kr. vá !!!! dem hvað það er óþolandi að vera blankur í janúar,ég ætla að safna mér janúarspeningum fyrir næsta janúar
en núna er ég að spá í að hætta þessu bulli og horfa á O.C. með Hallgrími og koma mér í háttinn
SJÁUMST !!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar