Færsluflokkur: Bloggar
5.10.2006 | 22:58
BREYTING !!!!!!
'Eg hef ákveðið að halda þessari síðu áfram bara fyrir pælingar og annað sem ég er að gera dags daglega,en ekki fyrir átak,sem ég tek mér fyrir hendur. Það eru bara ekki allir sem nenna að lesa alltaf um daglegar íþróttir mínar,mataræðiði og allt sem því tengist,sumum langar bara til að lesa um eitthvað annað en átak,þá er vandamálið hér með leyst,þeir sem vilja fylgjast með átakinu mínu,geta farið inn á dálkann hér til vinstri,og undir síður,þar er ég með kílóatapið mitt, sem heitir Átakið mitt,svo er önnur þarna sem heitir átakið =dagbókin mín, þar mun ég blogga eins og ég hef gert hér,nema bara um átakið,og einnig verður hægt að koma með comment þar,þá bara um átakið, og hér um lífið fyrir utan átakið og einnig mun ég hrósa vinkonum mínum sem eru í átaki á átaksblogginu mínu,en ekki hér...... þannig að hér erum við bara að bulla og hafa gaman af lífinu og fjölskyldunni okkar
En Ragga vinkona kom til mín í dag,og við fórum auðvitað að ræða kílóatap,ég sagði henni það að ég hafi verið að kíkja í bók sem heitir,þú ert það sem þú borðar,og að mér líki hún ekki,því að maður má bara borða grænmeti,fræ,og allskonar baunir,það er sko ekki fyrir mig,og hentar bara sumum,því að þetta mataræði er frekar ýkt,en þá sagði Ragga við mig,en hefurðu spáð í það að við erum líka það sem við hugsum ???? ég hugsaði með mér,jááá... auðvitað og við ræddum um það að við erum alltaf svooo dugleg í að brjóta okkur niður fyrir framan spegilinn,svo líður okkur alltaf svo illa með okkur og komum líka þannig fram við okkur,vegna þess að við förum að hætta að bera virðingu fyrir okkur,og getum ekki ætlast til þess að aðrir geri það,er það nokkuð ???? þannig að ég ákvað það í dag,að nú yrði breyting á,ég ætla að fara að venja mig á það að segja mér í speglinum á morgnana og þegar að ég er búin í sturtu,að ég líti vel út og að þetta verði góður dagur,og ætla að koma vel fram við þig góða mín,því að þú átt það skilið, ég ætla allavega að reyna,þó auðvitað að stundum líður okkur ekki alltof vel,þá kannski brýtur maður sig niður,en svoleiðis er bara lífið,þá verður maður bara að hrósa sér betur næst, vitið þið það að heilinn í okkur er alveg magnað fyrirbæri,við getum notað hann til svo margra hluta hann ræður við svo margt,spáið í það að maður er voðalega góður við sig og fer í átak,og lítur svo í spegilinn og segir sér að maður sé svo ljótur og ómögulegur og feitur og fl. og ætlast svo til að dagurinn gangi vel ??? hmm..... við erum stundum svoooo skrítinn. En ég segi fyrir mig að það verður alls ekki auðvelt að snúa við blaðinu,segja eitthvað fallegt við sig í speglinum,í staðinn fyrir að brjóta sjálfan sig niður í hvert skiptið,en ég ætla að prófa þetta og vona að ég fari þá kannski að bera svo mikla virðingu fyrir líkama mínum að ég vilji ekki bjóða honum meira upp á sígaretturnar... hver veit ??
En ég er komin með hausverk af of miklum pælingum í kvöld,en ekkert stress og bless,kv. pælingardívan mikla..... P.S. er að fara að skrifa í átaks--dagbókina mína fyrir daginn í dag.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2006 | 02:00
Dagur 16.
Ég er alveg að verða vitlaus á þessari vikt,ég hef ekkert lést í viku,það hefur flogið um hugann minn að gefast bara upp á þessu,ég gerði mistök í einn dag og það er eins og ég þurfi að logsvíða fyrir það,ég bara spyr,hvenær er komin tími til að missa eitthvað ???? já ég er svolítið pirruð yfir þessu núna,en ég veit líka það að ég er byrjuð að byggja upp vöðvana með núna,og þetta er kannski eðlilegt,og ég veit það,en er samt farin að langa að sjá helv.... viktina hreyfast en Berglind mín,ég hef bara ekki spáð í þennan hluta of the programmet,að halda kílóatap lista yfir þetta,en þetta fer í vinnslu,en ég er svolítið nervus að sýna öllum þungann minn ég hugsa málið....
en ég labbaði og skokkaði í 26 mín. í dag og fór 3.1 km. tók 1x10 og 1x8 armbeyjur og fullt af magaæfingum og teygði svo vel á eftir, en vitið þið það,að kona á mínum aldri á að geta tekið 45 armbeyjur, en ég er greinilega ekki í góðu formi,ég hef reyndar aldrei verið góð í þessu, en stendur til batnaðar,ef ég held svona áfram,hver veit eftir svona 2 mánuði ef ég verð dugleg að halda þessu áfram og bæta reglulega við fleyrum
en á morgun ætla ég að fara að kaupa mér mp3 spilara jibbbíííí !!!! þá byrjar fyrst fjörið fyrir alvöru,komast í minn eigin heim og strita og púla og útiloka allt annað á meðan..geggjað,verð bara að vera dugleg að setja öll mín stuðlög saman í pakka.... en þessir unglingar eru svooo frábærir,ég hef aldrei átt mp3 spilara og var að spyrja unglinginn minn,hvernig ég færi eiginlega að því að hlaða lögum inn á hann ??? nú tekur bara af netinu, og ég aftur,verður maður ekki að eiga lögin til í tölvunni ??? jú downlotar þeim bara,ekkert mál,svo spurði ég aftur,en get ég tekið upp af diskunum sem ég á ???? Guðrún Ásta varð svooo hneiksluð,veistu það ekki,ertu alveg ga ga.. auðvitað getur þú það og snéri sér að vinkonu sinni,ohhh hún er svoo stjúpid hahaha... ég segi nú bara ekki annað en omg...... maður verður að passa, að hverju maður spyr ?????
en ég er að spá í það að fara að sofa, var að koma úr kaffiboði hjá Möggu vinkonu,og er orðin frekar þreytt,eftir alla kaffidrykkjuna,en ég kem aftur á morgun,alveg örugglega með sömu sorgarsöguna af helv.... viktinni en sjáumst,kv. óþolinmóða dívan....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2006 | 22:59
Dagur 15.
Í dag ætti ég nú að vera búin með þessar 2 vikur,en ég ákvað að taka viku í viðbót,vegna helgarinnar síðustu og það er bara allt í lagi,ég er ekki í kappi við tímann,enda eru þessar 2 vikur ekki búnar að vera neitt erfiðar,nema þá hvað tyggjóleysið varðar,en ég er með það núna,og er búin að ákveða að ég fæ eina plötu á kvöldin,þá er þetta bara allt í lagi,en viktin stendur bara ennþá í stað,en ég er auðvitað byrjuð á brettinu og gera armbeyjur,sem kannski spilar inn í,á meðan að ég er að byggja upp vöðva,þá léttist ég ekkert,verð bara að vera þolinmóð.
Ég átt mjög erfiðan dag á brettinu mínu í dag,sko... Gunnar lá veikur í sófanum (elskulegi drengurinn minn,vorkenndi honum svoooo mikið ) og ég var að reyna að hamast á brettinu með eiginlega enga músik,það var alveg að fara með mig,mig vantaði svo pemp op ið,en labbaði hratt að mestu í 22 min. í staðinn og fór 2,3 km. en ég hefði getað gert betur ef ég hefði átt t.d. mp3 spilara og verið í mínum eigin heimi,en það er í vinnslu ég verð bara að eignast hann,því að það eru komnir sérstakir spilarar fyrir skokkara,þá er maður með tækið fast um handlegginn og það er líka rakavörn á honum,sem er alkjör snilld en maður getur víst ekki gert allt í hvelli,þó að ég vildi að ég hefði keypt hann strax í dag....... en ég gerði eina heiðarlega tilraun með hana Örnu mína í dag,fór í búðina með hana,sem þýddi það að hún var snarvitlaus út alla búðina,af því að hún fékk ekki að stjórna,ég fór með hana beint heim og beint inn í herbergið með hana,þar var hún í ca. 5-8 mín.þá kom hún fram með sín hvolpaaugu og bað mig að fyrirgefa sér,og ég auðvitað bráðnaði um leið,alveg jafn fljótt og ég varð reið...omg... segi ég nú bara,blessuð börnin,þau eiga mann alveg skilyrðislaust,og allt hjartað og allar þær tilfinningar sem til eru í einum kroppi en þið sem eigið börn þekkið þetta og hvað þau eru fljót að láta mann bráðna,þau kunna sko á mann þessi grey.....
en ég verð blogga hjá börnunum líka í kvöld,þannig að þetta verður að nægja í kvöld,en þangað til á morgun,ekkert stress og bless..kv.mp3 dívan.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2006 | 22:59
Dagur 14.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2006 | 00:21
Dagur 13.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2006 | 18:32
Dagur 12.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2006 | 21:35
Dagur 11.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2006 | 23:32
Dagur 10.
Hæ hæ kæru vinir,og takk fyrir frábæran stuðning,ég sá það að það fer eitthvað fyrir brjóstið á fólki að ég kalla mig druslu,þannig að hér eftir kalla ég mig dívu það er kannski bara fallegra........ en viktin í morgun fór hvorki upp né niður,send bara í stað,sem er gott,maður má ekki fara of hratt niður,en ég gerði alveg hræðileg mistök í kvöld,ég þurfti að fara á hjólinu í vinnuna í dag og var búin að taka til grænmetið og átti eftir að setja afgangana síðan í gær ofan í pokann,en úps.... gleymdi því heim,en var með grænmetið en jæja,ég pantaði mér þá bara hamborgara,franskar og koktelsósu,og borðaði auka grænmetið með,allt í lagi gott mál...en svooo kom það,ég sá 2 súkkulaðikex á borðinu og það greyp mig eitthvað æði í sykur,og ég var búin að borða þau áður en ég var búin að hugsa það til enda djö..... ég er með svoo mikinn móral yfir þessu þannig að ég verð bara að taka aukadag í þessum áfanga,það er nokkuð ljóst,og lengur ef með þarf,en það er svo sem í lagi,þetta er ekkert að drepa mig,enda verður þetta svona svipað hjá mér rest of my life,maður hættir aldrei að vera kolvetnisfíkill,en maður getur stjórnað þessu nokkuð vel sjálfur fyrir lífstíð,þannig að þetta verði ekki vandamál áfram,vegna þess að þetta er ekki megrunarkúr
en annars er bara allt við sama,nema í morgun þegar að ég ætlaði að keyra börnunum í skólann og vorum komin á síðustu mínúturnar,þá fór bíllinn bara ekki í gang og á endanum þurfti ég að senda börnin á hjólunum í skólann og orðin of sein,greyin.... hundleiðinlegt.... en svona er þetta bara,en kallinn kemur heim á eftir,þannig að ég býst við að hann verði komin í lag fyrir hádegi á morgun en ég held að þetta sé komið hjá mér í bili.... kv.móralsdífan.... P.S. mig kvíður svooo mikið fyrir að stíga á viktina í fyrramálið....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2006 | 21:09
Dagur 9.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2006 | 22:10
Dagur 8.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar