Færsluflokkur: Bloggar
27.10.2006 | 22:42
mamma orðin tölvunörd :)
Já nú verður maður að fara að vanda sig,fyrst mamma er farin að lesa bloggið mitt hún er farin að hringja í mig og spyrja,hvaaa, á ekkert að koma með nýtt blogg ???? ég sjálf : ha jú jú mamma mín,það kemur í kvöld ég lofa hahahhahaah.... hún er bara æði gæði hún mamma mín,ekki langt síðan að hún fékk sér adsl tengingu,og ég að hjálpa henni að komast inn á netið og á mitt blogg auðvitað,og núna rekur hún bara á eftir manni,hún verður fljót að verða háð tölvunni,eins og ég t.d. ég var heillengi að ákveða mig hvort mig langaði í tölvu,fannst þetta bara tóm bölvuð vitleysa, jú svo kom sá tími að blessuð talvan kom, og ég sagði við alla í fjölskyldunni að ég verð örugglega lang minnst í henni eða aldrei,því að ég ætlaði sko ekki að vera upptekin af einhverjari tölvu en ég er lang mest í tölvunni,og gæti ekki hugsað mér að vera án hennar,þannig að ég held að mamma verði fljót að vera alkjör tölvunörd eins og hún ég en mamma til hamingju með það að vera komin í þennan elskulega tölvuheim
Annars er ég bara búin að vera eiga við minn elskulega ungling,og reyna að fá hana til að hjálpa við húsverkin,ég fékk hana að vísu til að ryksuga,á meðan að ég var að þurka af hún féllst á það með látum auðvitað,og gerði það með þungri brún,en hún gerði það þó,hvað er þetta með unglinga í dag,nenna þau ekki lengur að hreyfa sig ???? sko þau meiga ekki byrja að vinna of snemma,og ekki allt sumarið,svo byður maður þau um hjálp,nei... þá þarf maður að borga þeim fyrir, ég man eftir því að ég og Gugga vinkona fórum alltaf á fimmtudögum til Rósu frænku og hjálpuðum henni að þrífa og settum Smokie á fóninn og höfðum bara gaman af en í dag vilja unglingarnir helst vera bara í tölvunni og nenna engu öðru,jú eða í símanum,já og bæði í einu,þetta er alls ekki eðlilegt,er að verða brjáluð á þessum ósköpum,en ég veit að ég á langt í land ennþá jæja ég er búin að blaðra frá mér allt vit,nenni þessu ekki lengur,bless þangað til næst,kv. tölvunördinn.
P.S. Elsku Gunna mín,til hamingju með afmælið í dag njóttu dagsins...
Bloggar | Breytt 28.10.2006 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2006 | 00:44
Mér var bent á að.....
Já þetta óhapp mitt kom til tals hjá okkur Möggu í dag,og hún benti mér á það að blogga alltaf daginn eftir svona daga,vegna þess að fólk (semsagt þið ) gætuð farið að halda að eitthvað alvarlegra hafi komið upp á hjá mér,sem er auðvitað ekkert ósennilegt,maður gæti nú runnið til í hálkunnu,og ég kominn á spítalann,eða eitthvað annað,ég gæti vakið upp efasemdir um það,hvort allt sé bara í lagi... eða ég myndi allavega hugsa það eftir svona daga hjá einhverjum ykkar en ég er auðvitað bara þannig,veit ekki með ykkur,en allavega,þá er ég í lagi,ef einhver vill vita það
en ég er búin að vera busy með minn elskulega ungling,sem er ekki að höndla unglingaveikina,er mjög skapstór,og þá er ekki gott að eiga skapstóra mömmu heldur,þannig að okkur gengur stundum ekki að tala saman í rólegheitunum,en erum góðar vinkonur þess á milli en ég auðvitað og við allar,þekkjum vondu tilfinningu að vera svo ofboðslega týnd á þessum aldri,vita ekki hvort við eigum að vera fullorðin eða börn,og reka okkur svo á það, að þegar að við ætlum sko að vera fullorðin og haga okkur þannig,þá verða forleldrar vitlausir við mann, vegna þess að þau eru auðvitað ekki komin með þroskan til þess, og þegar að maður ætlar bara að vera krakki,þá segja foreldrar það að maður sé nú orðin eldri en þetta ????? hvernig eiga þessum unglingum að líða,ég reyni eins og ég get að setja mig í hennar spor og muna eftir sjálfri mér sem unglingi,til að geta ráðið fram úr öllu þessu með henni á réttann hátt,og vísa henni á rétta braut.... sem sagt ekki brautina sem ég fór hahahah.... jú auðvitað þurfa allir að gera mistök til að læra af þeim,og hún má og hún á að gera mistök,og með mínu leyfi,svo lengi sem hún lærir af því,og hana nú.. það er mín ósk.
En allavega þá er ég búin að vera heppin í dag,ég vann í Núinu í dag,og fékk 2 fyrir 1 á CARPE DIEM, og ég vann líka um daginn á Núinu, 2 fyrir 1 á MEKONG, glæsilegt finnst mér,ég er að spá í að bjóða kallinum út að borða,helgina 10 Nov. er ég ekki næs ??? en ég er að spá í að hætta núna og kveðja ykkur..... good by then,kv. Dóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2006 | 16:20
Óheppnin eltir mig......
Já og með sanni sagt,þá gengur allt á afturfótunum hjá mér,ég er farin að halda það að ég sé fædd undir óheillstjörnu,sko ég má bara ekki koma við neinn einasta hlut án þess að hann eyðileggist.
Mp3 spilarinn minn er hættur að virka,ekki búin að eiga hann lengi ,var búin að plana að fara út í kvöld með Röggu,á kaffihús eða í heimsókn til Möggu,nei nei.. þá var Guðrún beðin að passa annarsstaðar í kvöld,ég gat auðvitað ekki sagt nei við því,vegna þess að þá fær hún aukapening,Arna mín fór í bað í gærkveldi,og hún gjörsamlega gekk fram af mér,hún hvolfdi 2var sinnnum úr fullri fötu á gólfið og allt gjörsamlega á floti,skvetti líka svo mikið að ég þurfti að taka baðinnréttinguna og þurrka af henni allri missti glas á gólfið í morgun með þeim afleiðingum að það kom stór sprunga á það og auðvitað beint í ruslið,viktin vill ekki niður hjá mér, ég er skítblaunk og fl. og fl. hvenær endar þetta og hvað er til ráða ???? getur einhver sagt mér það ?????
En ég vona bara að ég vinni í lottó fljótlega,þá gleymi ég þessu öllu strax !!!! LOFA...... en ég ætla að fara að skrifa í átaksbloggið mitt,sjáumst,kv. óheillastjarnan..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2006 | 23:00
Fór öfugt framúr í morgun :(
Það er allt bókstaflega búið að ganga á afturfótunum í dag,ég byrjaði daginn á því að missa uppáhaldsa augnskuggann minn í gólfið og brjóta hann,svo missti í kaffið í gólfið,og gat ekki með nokkru móti haldið á einhverju án þess að missa það,eða næstum því... ekki nóg með það,þá náði frk. Arna að brjóta fyrir mér borðskraut,sem mér þótti mjög vænt um,og það er sko ekki allt búið enn svo reykjum við hjúin út í bílskúr,og þar er bíllinn geymdur,nema að ég fékk mér eina sígó,og setti helv.... pakkann á stuðarann,stuttu síðar fór Hallgrímur að skila videóspólunum sem við tókum í gær,nú auðvitað keyrði hann bara af stað og pakkinn með eftir að við föttuðum hvað orðið hafði af pakkanum,fór Hallgrímur af stað og labbaði þangað til að hann fann hann,sem var örlítið í burtu,nei nei,þá var búið að keyra yfir pakkann og kveikjarann og allt ónýtt,þurfti þá að strunsa út í búð rétt fyrir lokun og kaupa nýjan,eins og þetta er nú ódýrt eða hitt þó heldur þetta er sko ekki búið ennþá,nú ég á mér uppáhalds könnu með nafninu mínu á,þurfti ég ekki endilega að missa hann í vaskinn og haldið af.... sko hvers á ég að gjalda ??? ég held að ég ætti bara að fara að sofa í hausinn á mér og það í hvelli,áður en eitthvað annað skemmist..... eða hvað haldið þið ??? vill einhver fá mig í heimsókn í kvöld?? he he he.... ég get örugglega hjálpað eitthvað til
en annars er bara ekkert annað að frétta af mér, allavega ekki í bili,vona bara að dagurinn á morgun verði eitthvað betri,jæja ég er þá farin burt frá tölvunni áður en ég skemmi hana líka bless bless kv. Hrakfallabálkurinn mikli..... P.S. Elsku Ægir okkar,til hamingju með afmælið í dag,og njóttu dagsins :) ( Ægir er systursonur Hallgríms)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2006 | 00:24
Er að verða brjáluð á ...........
Ég er búin að reyna og reyna að búa til nýtt albúm,og það kemur alltaf villa og vistast ekki er alveg komin á það að henda helv... tölvunni út um gluggann ,getur einhver sagt mér hvort þetta sé hjá ykkur öllum sem eru með þetta blogg,þessa dagana,eða er þetta bara hjá mér ???? og jú,hjá Siggu vinkonu er þetta svona líka hvað er hægt að gera í þessu ????? Ég ætlaði að fara í það að setja fermingarmyndirnar af dóttur minni í sér albúm og sér fyrir vini og fjölskyldu og fleyra,en ekkert get ég gert.
En annars er bara vinnuhelgi framundan og Magni og co. koma og halda ball hér á Króknum í íþróttahúsinu,og mig langar svoooo ógislega mikið á ballið,en ég kemst það ekki vegna vinnu og peningaleysis ég er svo svekkt,en Ragga og Viktor ætla að fara,elsku dúllurnar mínar..... skemmtið ykkur vel og drekkið einn kaldan fyrir mig,plíssss.....
Ég var að enda við það að þrífa íbúðina mína,eins og venjulega fyrir helgina,og fór að huga að jólunum sem eru að koma,þá þarf maður að fara í það bráðlega að taka niður gardínur og þvo, taka glerskápana og fínu glösin,upp á eldhússkápana og utan og að innan,skrifa jólakort og fl. og fl. alveg hellingur sem fer í undirbúning jólanna,sem er svo sem allt í lagi,nema þegar að maður er að hugsa það allt sem þarf að gera,verður maður svooo þreyttur,því að þetta er alveg hellingur sem þarf að gerast fyrir þennan yndislega tíma,en sumir eru nú farnir að sleppa öllum þessum þrifum,en ég vil það alls ekki,þetta er bara partur af stemminguni,eða allavega finnst mér það eruð þið byrjuð á einhverju ????
en annars er ég að spá í það að hætta núna og kveikja á ilmkertum og reykelsi og njóta þess að hafa allt hreint á meðan að það endist og blessuð börnin sofa bless í bili,kv. Dóran.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2006 | 16:50
Hversu fullkomin þarf......???
Já ég er að hneykslast á svo mörgu þessa dagana,til dæmis það,sem ein kona varð fyrir eftir sund með konu sem hún þekkir,ég ætla ekki að nefna nein nöfn,við erum að tala um konur á aldrinum 60-66 ára,en önnur konan kom bara ánægð út frá sundinu og fór þá hin konan að tala um hvað konan sem var með henni í sturtunni,hefði verið með svo sæta pjöllu,að henni langaði til að hennar pjalla væri svona flott...ojjjj.... kommon stelpur,er þetta framtíðin,eru til konur sem fara í lýtaraðgerð á pjölluni ??? ,getur maður ekki lengur farið í sund,vegna þess að pjallan er kannski ekki alveg fullkominn,sko... sumir fara ekki í sund út af ljótum maga,of feitir eða lafandi og slitnum maga og ljótum rass og eða ljótum brjóstum,og mér finnst allt í lagi að laga þessa parta, en mig hefur aldrei dottið það í hug að þurfa að vera með pjölluna eitthvað sértaklega flotta,er framtíðin að verða þannig að fólk fari með pjölluna í lýtaraðgerð og fitusog og kannski strýpur eða pemanent líka,hahaha,nei maður spyr sig,hvað segið þið um þetta óhuggnalega mál,mér er ekki einu sinni vel við að skrifa um þetta mál hér,en ég bara gat ekki annað,ég er svooo hneyksluð.
Hversu fullkomin þarf pjallan að vera til að það þurfi lýtaraðgerð???
En annars er bara gott að frétta af mér og mínum,sonur minn var reyndar að koma inn með gleraugun sín brotin,strákarnir voru í fótbolta og fór boltinn í andlitið á honum,þannig að þetta var alveg óvart,en núna þarf ég að fara og koma gleraugunum í póst og láta gera við þau... kv. Dóran
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.10.2006 | 01:16
Skiptinemar á Króknum.....
Ég verð alltaf jafn hissa á Íslendingum,þegar að útlendingar eru annars vegar,alltaf er allt gert fyrir útlendinga hér á Íslandi,eins og ég komst að t.d. í vinnunni minni í kvöld,skiptinemar hér á króknum fá frítt í sund.... af hverju??? og af hverju þá ekki´Íslenskir nemendur ???? ég var svoo hissa á þessu í kvöld að ég átti ekki til eitt einasta aukatekið orð,ekki það að ég sé eitthvað á móti útlendingum og svo langt frá því,en svo eignast skiptinemi Íslenskan vin og fara saman í sund,nei heyrðu,þú þarna Íslendingur,þú þarft að borga en ekki skiptineminn,af hverju ekki???? ég verð oft svo reið yfir þessu,við í okkar eigin landi eruð þið ekki sammála mér ????? ég er sjálf hálfur Norðmaður,og ég hef eignast marga útlendinga sem vini,og ég á stóra fjölskyldu í Noregi,þannig að ég hef enga andúð á útlendingum,og þeir eru sko alveg velkomnir til okkar lands fyrir mér,en væri ekki allt í lagi að koma vel fram við okkar fólk líka,ég meina, að Íslenskir nemendur eiga ekkert meira af peningum en skiptinemarnir.... jæja, þá er ég búin að fá mína útrás yfir þessi óréttlæti,og ég mun aldrei kalla þetta neitt annað en ÓRÉTTLÆTI VIÐ ÍSLENSKA NEMENDUR.... og hana nú
En annrs er unglingurinn minn komin heim aftur alltaf svooo gott að hafa þau öll hjá sér í einu,en dúllan mín hjálpaði mér með að setja lög inn á mp3 spilarann minn,þannig að ég get byrjað fyrir alvöru á morgun á brettinu mínu góða,jibbíííí.... takk elsku Guðrún mín með þetta allt saman love ya.... en núna er ég að spá í það að koma mér í háttinn,svo að ég vakni nú á réttum tíma í fyrramálið til að koma krökkunum í skólann,kv. ekki sátta gellan....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2006 | 23:16
Til hvers að þrífa ???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2006 | 12:45
Góðan daginn öllsömul !!!!
Jæja, þá er ég komin aftur frá henni Reykjavíkinni,þar tók Berglind á móti mér og við brunuðum auðvitað beint í Íkea og í rúmfatalagerinn og skoðuðum borðstofusettið sem ég ætlaði að kaupa,en alls ekki líkt því sem ég sá á netinu,mér fannst bara ekkert varið í það,þannig að við fórum í Míru og þar fann ég sko settið,gegnheilt Indverskt borstofusett með 6 stólum á 2000 kr. ódýrara, eða á 57.000 kr. en það átti að kosta 137.000 kr. en við Hallgrímur komum með það heim og settum það upp aðfaranótt fimmtudags og sem betur fer,því að það voru 3 föst skóför á borðinu og illa unnið líka,þannig að við þurftum að taka það saman og Hallgrímur tók það með sér aftur suður og skipti,en núna er komið annað borð og án galla en það er alveg hefí þungt.
En við Berglind og Sigga byrjuðum stelpudaginn snemma og vorum komnar í kringluna um klukkan hálf tólf og ætluðum að setja litla stírið mitt í pössun,en þar opnaði ekki fyrr en klukkan 14:00 en við fórum nú samt í Hagkaup og ég fékk þennan fína útigalla á Örnu og lambúshettu úr flís í 66° norður.og auðvitað í ikea og þar fann ég geggjaða diska (hversdags) þeir eru sko ferkanntaðir,en ég hafði ekki efni á þeim líka,en mamma ætlar að gefa okkur þá í jólagjöf ásamt 6 súpuskálum í stíl,ef það tekst,því að það er ekkert smá erfitt að fá að kaupa símleiðis enduðum á kaffihúsi í smáralindinni og stelpan í pössun,þar fengum við okkur væna caloríubombu og alveg helling af kaffi sem kom auðvitað niur á Berglindi,því að hún komst ekki með okkur á kaffihús eftir bíóið um kvöldið en við 3 stöllur (Sigga,ég og Gugga) fórum á Viktor eftir bíóið og skemmtum okkur bara vel og þar var mikið spjallað hehehehe.... myndin sem við fórum á heitir Step up,hún er mjög sæt mynd en það voru ekki allir að fíla hana.
En við Arna gistum hjá Vigdísi mágkonu og fengu þær sitt frænkukvöld og takk fyrir okkur,ég keypti mér auðvitað 2 skó hjá henni,ein stigvél og eina hversdagsskó,en hún er að selja föt frá friendtex,nýji listinn hjá þeim er alveg ógislega flottur,Vigdís ætlar að koma eina helgi hingað á krókinn fyrir jólinn og halda kynningu hjá mér ,ef einhver hefur áhuga komið endilega til mín og verslið feitt hehehehe.... svo enduðum við Arna ferðina á því að fara til Dísu ömmu (tengdó) og drusluðum henni með okkur í bónus og í ikea,þar tók Arna mín stórt kast,sem er ekkert óeðlilegt,því þau geta bara ekki verið inn í svona búðum og það var lokað í boltalandi,enda var þetta síðasti dagurinn á þessum stað....brjálað að gera !!!! en ég held að ég sé búin að segja ykkur allt frá Reykjavíkinni,nema það að ég sá litla ömmustírið hennar Siggu, og hún er alveg yndisleg, falleg lítil rófa og Sigga fékk smá æfingu frá henni Örnu minni,, hehehehe..... en þetta er komið gott í bili og kveð núna,kv. Dóra M. P.S. ég er búin að kaupa mér mp3 spilarann jibbbííí...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2006 | 23:08
leiðrétting :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar