Færsluflokkur: Bloggar
22.10.2007 | 23:22
Allt í hers höndum !!!!
Bloggar | Breytt 24.10.2007 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.10.2007 | 09:29
Kominn suður :)
Æðislegt að vera komin til Reykjavíkur,ferðalagið gekk vel og prinsinn vaknaði klukkan átta í morgun og heimtaði pela,allt orðið tómt í koti mömmu hehehe.... enívei... við ætlum svo í kringluna og fata Gunnar upp,hann er orðin svo hræðilegur til fara,allar buxur rifnar eða orðnar of litlar er farin að skammast mín mjög..... en við ætlum að hitta helling af fólki og mig hlakkar mikið til,hlakka til að sjá muninn á Rósu Maríu og Adrían núna.. hehehe..... ég ætlaði bara aðeins að leyfa ykkur að vita af mér og mínum, talvan mín er í viðgerð og kem aftur eftir helgi og heila Reykjavíkurferð.... farið vel með ykkur á meðan... sjáumst,kv. Dóra Reykjavíkurmær :) |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2007 | 23:24
Einar buxur :(
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.9.2007 | 23:10
mbl.is hehehe.....
Já og meina morgunblaðið já takk og ekki seinna en klukkan 7:00 á morgnanna,úffff.... Guðrún Ásta tók að sér að bera út moggann í 3 daga,það þýddi það að hún þurfti að vera vöknuð klukkan 5:30 á morganna,reyndar fór Hallgrímur með henni í þetta og kenndi henni(og Gunnar með auðvitað) eftir þessi 3 skipti vill hún aldrei gera þetta aftur og ekkert skrítið við það,en spáið í það hvað allir eru orðnir frekir á lífið og tilveruna,þegar að ég var lítil þá bar í út morgunblaðið,dv og tímann og var aldrei að því fyrr en eftir skóla og aldrei sagði neinn neitt... núna ef blaðið er ekki komið inn um lúguna klukkan 8:00 þá er strax kvartað,svona er þetta líka orðið í vinnunni hjá manninum mínum sem er bílstjóri og ef hann er ekki kominn með vörurnar fyrir klukkan 7:00 á morgnana og ekki búið að keyra þær út um 8:00 þá er allt vitlaust.. spáið í þetta hvernig kapphlaup lífsins er orðið og ef nágrannin kaupir sér flottan jeppa,þá er næsti granni komin á flottari jeppa og svona heldur það áfram,erum við að flippa út af þessu lífsgæðakapphlaupi ???? ef það er útsala einhversstaðar þá eru allir mættir nokkrum klukkustundum fyrir opnun svo að maður missi nú ekki af neinu.. ÓTRÚLEGT !!!!! ég hef aldrei gert þetta og ég ætla aldrei að gera þetta ég verð stundum svo skelfd þegar að ég hugsa um þetta lísgæðakapphlaup,en þið ????
En allavega þá er bara gott að frétta héðan og ég er búin að kaupa mér sófasett á tilboði,en ég beið ekki í biðröð til að ná honum hehehe.... minn var einfaldlega brotinn,rifinn og slitinn og við komumst bara ekki frá þessu,jú ég er búin að selja hlaupabrettið mitt ég varð að gera það vegna plássleysis það var að gera mig brjálaða að hafa brettið hér í stofunni,ég ætla bara að vera dugleg að labba úti með Adrían í vagninum á daginn og hana nú !!!! ég skal ná mér niður um 20 kg. og núna er elsku Þorgerður mín komin aftur og hún labbar þá með mér,allavega þangað til að hún byrjar að vinna,jibbbííí.... þá er ég ekki lengur einmanna á daginn,ég er barasta alltaf ein og hitti engan það eru allir svooo upptekknir.... en svona er lífið bara, en þá kom Þorgerður og bjargaði mér frá einmannaleikanum, velkominn heim Þorgerður mín !!!!!! það gengur alveg ótrúlega vel að gefa Örnu lyfin sín,hún kemur mér sífellt á óvart hún er nú að smálagast með hægðirnar og ég vona að þetta taki nú ekki langan tíma hjá henni,hún fór svo til augnlæknisins og hann var mjög ánægður með hana,en það á að sjá til með aðra leppmeðferð eftir hálft ár.. úfff... brjálað að gera á stóru heimili,Guðrún er yfirklappstýra í skólanum sínum,áfram Guðrún !!!! og Gunnar er barasta í fínu lagi með allar sínar afmælisveislur hér og þar hehehe.... Adrían bara stækkar og stækkar og brosir bara af þessu öllu saman,ótrúlega fljótt að líða allt saman og hann fljótur að stækka,en ég er allavega búin með tímann minn hér og stórt knússsssss...... til ykkar..... hafið það gott í lífsgæðakapphlaupinu.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.9.2007 | 00:17
Á Akureyri !!!!
Við fórum með Örnu til Akureyrar í dag í frekari rannsóknir út af hægðunarvandamálinu,og út úr því kom að hún er komin í vandræði með ristilinn og kominn á heilann helling af lyfjum og þetta vandamál verður ekker úr sögunni neitt á næstunni,þetta getur tekið nokkra mánuði eða nokkur ár þetta vandamál er víst orðið bísna algengt en lítið talað um það..... við vorum ca. 4 klukktíma með hana þarna,en eftir sjúkrahúsdvölina fórum við í rúmfatalagerinn og fengum okkur 3 sæta sófasett og einn lazerboystól og borð í sjónvarpshornið okkar,hinn var orðin ónýtur... jesss !!!! hlakkar svo til að fá þetta á morgun svo enduðum við ferðina á því að kíkja í kaffi til Gauu vinkonu og fengum þar senseo kaffið góða og kökur með.. namminamm.... ég mátti nú alveg við því eða hitt þó heldur hehehe.... það var mjög gott að koma til hennar og sjá hvernig hún hefur það,og komst að því að hún er sko að brillera ein með fjögur börn og líka í skóla... hrós fyrir henni !!!!! takk æðislega fyrir okkur dúllan mín..... Sorrý elsku Doddi minn að við komum ekk ivið hjá þér við komum bara næst klukkan var orðin svoo margt.
En annars gengur þetta bara vel og litla stýrinu dafnar bara vel og stækkar ört,eiginlega alltof fljótt ég sá einn 3 mánaða dreng í dag og hann var sko orðin stór og mannalegur,svona verður þá Adrían eftir ca. einn og hálfan mánuð,maður er svo fljótur að gleyma að það er ekkert eðlilegt hahaha.... jæja ég ætla að fara að henda mér í rúmið og fara svo í það að henda gamla settinu á haugana og þrífa vel áður en nýja settið kemur í hús liggaliggalái !!!! en við verðum bara í bandi,kv. sófasettagellan mikla :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2007 | 22:49
Óvænt heimsókn :)
Ég fékk sko heldur betur óvænta heimsókn í dag og aftur tókst Siggu að koma mér á óvart hehehe... reyndar var Sævar líka og það var svoo gaman að sjá þau,en mér tókst nú ekki að njóta þeirra eins og ég hefði viljað,Arna fór gjörsamlega á limmingunni og Adrían þurfti endilega að taka magakasst...... omg ég var alveg að flippa á þessu,langaði svo mikið til að fá mér kaffi í ró og næði með þeim en mér tókst það ekki,þau færðu mér þennan æðislega fallega blómvönd sem ég þó fæ að njóta.. takk æðislega fyrir mig en heimsókn þeirra fékk mig þó til að taka endanlega þá ákvörðun að ég er búin að fresta ferð minni suður,ég einfaldlega treysti mér ekki að vera ein með Örnu og Adrían í heimsókn hjá vinum og vandamönnum.. sorrý.... hún Arna mín er svoo erfið að ég bara get þetta ekki og Adrían er svo mikið á brjósti ennþá að þetta gengur bara ekki upp,hvorki ég né þið mynduð njóta þess,Hallgrímur er að fara í lazer aðgerð á augunum og verður hálf blindur fyrsta daginn og má ekkert reyna á sig næstu dagana á eftir,þannig að ég yrði í raununni bara ein með þau,það er bara of erfitt og líka það að eftir að ég flutti úr bænum þá er ég ferkar hrædd orðin við að keyra í Reykjavík,ég er svo háð öðrum með að keyra mér..... nenni ekki að hanga bara heima hjá Vigdísi allann daginn og hún í vinnunni... sorrý
En ein vinkona mín minnti mig á um daginn þegar að ég var að nefna hvað þetta er allt svoo erfitt núna,að maður hafi bara engann tíma í neitt,en þá sagði hún, en Dóra þetta gengur allt yfir vertu bara róleg þetta kemur allt saman.... og ég bara hjúkkkk.... takk fyrir að minna mig á að þetta er bara tímabil...... enívei.. ég þarf að fara að taka úr vélinni á og setja í þurrkarann og brjóta saman á meðan að Adrían sefur.. góða nótt elskurnar...... knússss.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2007 | 23:48
4 börn og brjálað að gera :)
Manni leiðist þá ekki á meðan,en það má nú öllu ofgera hehehe... ef maður situr ekki í sófanum að gefa þá er maður í þvottahúsinu,ef ekki þar þá er maður að láta Gunnar læra eða komast aðeins í tölvuna og setja inn fleiri myndir já og eða að eiga við hana Örnu mína sem er búin að eiga erfitt síðan að Adrían fæddist úffff !!!! annað hvort tók ég ekki eftir því hversu ör hún er áður en sá litli kom eða það að hún er bara alveg ofbóðslega afbýðissöm og er gjörsamlega búin að missa sig í öllu sem heitir hegðun.. sko góð hegðun !! omg..... sem betur fer er Guðrún mín orðin stór
En ég sá það að þið eruð sko ekki búin að gleyma mér og ég hugsa til ykkar allra og ég get ekki gleymt neinum af ykkur kæru vinir takk fyrir skemmtilegar kveðjur !!!!! en Harpa frænka, það var komin tími til að koma með nýtt nafn í familíuna,ekki satt ??? enginn önnur saga á bak við nafnið Adrían önnur en sú að við gjörsamlega kolféllum fyrir þessu fallega og sérstaka nafni og líka það að í fjölskyldunni eru fyrstu stafirnir svona... 2xH 2xG og núna er þá komið 2xA SNIÐUGT !!!!! er það ekki ???
jæja ég þarf að þjóta.... knússsss !!!!!! kv. Dóran
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 00:47
Eruð þið nokkuð búin að gleyma mér ???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.8.2007 | 19:25
Litill Prins Komin í Heiminn !:D
Já halló þetta er GuðrúnÁsta dóttir Halldóru , og kjéllan er buin að eignast litin son hann er alveg dýrlegur , eg er svoo montin ! gvuuð já.
Þetta byrjaði þannig að hun fékk smá hríðir 4 ágúst , og kúlan var að harna og harna Tobba kom og var dugleg að kíkja á mömmu , og svo um svona 1 missti hún smá vatn þegar hun var að fara að sofaa , þa kom vatn og hun for bara aftur niður ;p. og eg var svooo spennt váá ! en siðan kom tobba hlaupandi til mömmu , hun var farin að missa mikið vatn hjúkrunarkonan hringdi i hana og sagði henni að koma bara uppa sjukrahus , hun gerði það eins og skot eg get svo svarið það eg taraðist þegar gellan labaði burt , váá allavegana hun sagði mer að hun hafi byrjað um svona 3 leitið i dag , og litill prins kom i heimin klukkan 16;45 held eg að hafi verið timinn , og hann var ca 16 merkur ;p , hann er með svona dökkt har og mikið ;O! váá , en mamma leit mjööög vel út ! miðað við aðstæður , og bara fæðingin gekk veel , Strakurinn er fæddur Á sunnudegi klukkan 16:45, 5 ágúst 2007 .. Til Hamingju Mamma Mín&Fjölskylda. ..
-GuðrúnÁsta <3
Yndislegur !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
31.7.2007 | 00:46
2 dagar framyfir :(
Jæja þá er ég komin framyfir og orðin frekar þreytt og úrvinda,langar að klára þetta strax,langar svooo mikið í verkina og allt þetta vonda,þá er maður tilbúin í slaginn.
Ég fór í mæðraskoðun í dag og skoðaði fæðingastofuna sem ég átti elsta afkvæmið fyrir 15 árum síðan,og lítið hefur breyst nema þá kannski nýtt fæðingarrúm og svona eitt og annað og annað skipulag,og allt er svo flott og hlýlegt og heimilislegt.
Ég fer í langa göngutúra á hverjum degi og vona að allt fari nú af stað en ekkert gengur,en ég vona að ég þurfi ekki að bíða lengi en á heimilinu eru veðmál í gangi,Hallgrímur og Guðrún segja á morgun og mamma og Gunnar segja þann fyrsta ágúst,en ég segi þann þriðja ágúst,hvað haldið þið ????
en ég er orðin svooo þreytt núna og ætla að koma mér í bælið og safna kröftum ef eitthvað gerist í nótt,hafið það gott og farið vel með ykkur..... knús og kossar frá mér til ykkar luuuv.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar