Færsluflokkur: Bloggar

Á Ísafirði :)

Núna er ég búin að vera hér fyrir vestan í eina og hálfa viku og ég ætla að reyna að fara aftur norður á fimmtudaginn,ef veður leyfir Cool þvílikur vetur ég man bara ekki eftir svona miklum snjó síðan að ég var bara lítil hnáta,þá óð maður oft upp yfir hnjám í skólann,en mér finnst það svo miklu sjaldnar núna,nema þennan vetur,það er bara stormur og aftur stormur,dag eftir dag,ég held að ég komist ekki norður fyrr en eftir afmælið mitt hehehehe...... með þessu áframhaldi,eða kannski bara í vor,en Guðrún og Gunnar myndu nú ekki alveg samþyggja það og Guðrún mín er sko alveg að fara úr limmingunni svona án mín og ég er að reyna að stýra henni eftir bestu getu og skapofsanum hennar í gegnum síma sem er verulega þreytandi.

En ég, Arna og Adrían erum hér á hótel mömmu og höfum það mjöög gott,það verður erfitt að snúa aftur heim í þvottinn,þrifnað og eldamennskunnar eftir allt þetta stjan,við erum búin að hafa það reglulega gott með mömmu og ég búin að hitta allar vinkonurnar og líka þær sem ég heimsæki ekki alltaf nema ég á eftir að heimsækja hana Írisi mína... hvar ertu alltaf stelpa !!!!!! ????  við þurfum að fara að hittast yfir kaffibolla.

Ég er búin að setja upp síðu fyrir hana Tobbu mína og hún ætlar að selja verkin sín þar,endilega kíkið á það síðan hennar er hér hjá bloggvinunum mínum,hún er rosalega fær og flottar myndir eftir hana,við erum í því núna að setja inn myndirí albúmið hjá henni,þannig að það eiga eftir að koma hellingur af myndum til viðbótar.  Jæja nú er ég búin að blaðra nóg í dag og ætla því að kveðja í bili knús og kossar frá okkur hér fyrir vestan...... :) :)


Prinsessan 4 ára í dag !!!!!

ELSKU BESTA ARNA OKKAR !! TIL HAMINGJU MEÐ 4 ÁRA AFMÆLIÐ ÞITT Í DAG OG NJÓTTU DAGSINS Í BOTN Smile  VIÐ ÆTLUM SVOLEIÐIS AÐ STJANA VIÐ ÞIG Í DAG !!!  Wizard  LOVE YOU ENDALAUST.....

FRIÐGEIR ÖRN MINN ÁTTI LÍKA AFMÆLI Í DAG OG HEFÐI ORÐIÐ 65 ÁRA AÐ ÉG HELD,EN ARNA ER EINMITT SKÍRÐ EFTIR HONUM Á FÉKK HANN HANA Í AFMÆLISGJÖF.... EKKI SLÆMT ÞAÐ Tounge  BLESSUÐ SÉ MINNING HANS Heart100_0939

Á morgun höldum við upp á afmælið hennar og kvöldið í kvöld fer í það að baka og baka jibbííí... gaman gaman.....

En takk fyrir góð og skemmtileg comment,auðvitað á maður bara að gera það sama og maður hefur alltaf gert og láta ekki allar þessar nýjungar rugla sig í ríminu... takk takk.... fyrir að minna mig á Wink

ég kveð í bili og hafið það gott um helgina,kv. Dóran Heart


Merkilegt nokk !!!!

Það sem ég er að velta fyrir mér þessa dagana er að ég á 4 börn og ég hef aldrei verið eins hrædd um ungabarnið eins og ég er einmitt núna,það eru komnar allskonar rannsóknir um hitt og þetta eins og til dæmis að núna má bara ekki vera meiri hiti inni í svefnherberginu en 16-20°c  sem gerir mann ennþá stressaðari vegna hræðslu um vöggudauða,í gær stóð ég sjálfa mig að því að vera hrædd um Adrían vegna þess að hitinn var í 25°c og ég kom bara hitanum ekki niður og ég var alltaf að tékka á honum og ég ætlaði bara ekki að geta sofnað,spáið í þetta á fjórða barni er ég gjörsamlega skelfingu lostinn af hræðslu,og ekki má gera svona og svona......  og það eru komnir sérstök net sem passa að börnin taki ekki of stóran bita af ávöxtunum og grænmetinu,þannig að þau sjúga þetta bara í gegnum netið,jú þetta er auðvitað sniðugt en þetta bjargaðist alveg hjá manni,svo hef ég aldrei áður verið með barnapíutæki,núna er ég svo heltekinn af því að ég gæti ekki hugsað mér lífið án þess,sem ég komst alveg af án hér áður og með öll mín börn nema litla örverpið mitt,svo stressuð er ég orðin vegna allra þessara vísindarannsókna.... ALVEG ÓTRÚLEGT EN SATT !!!!     var maður svona rosalega kærulaus hér áður eða er umfjöllunin orðin svona miklu meiri en var,eða tekur maður meira eftir því núna en áður fyrr ???   eða er þetta bara lífsreynslan og  þroskinn sem gerir mann svona skelfdan ???? eru fleiri svona eins og ég ???? eða er ég bara ein um þetta ????   jú ég fann reyndar fyrir þessu með hana Örnu mína en hún var líka með bakflæði og magakveisu,sem gerði það að verkum að ég var alltaf að tékka á henni og var sífellt hrædd um að hún myndi kafna í eigin ælu,ég var með teppi  bak við hana í rúminu hennar á nóttunni svo að hún færi ekki á bakið,ég var alveg ótrúlega stressuð yfir þessu Blush núna sýna rannsóknir manni það að börn eru öruggari að sofa á bakinu en á hliðinni,ég hef alltaf látið börnin mín sofa á hliðinni en núna er maður bara ekki viss Woundering  en svona er þetta með þetta blessaða líf í dag,alltaf eitthvað nýtt Wink 

En annars er bara gott að frétta og Imba mín ég er sko alls ekki hætt að blogga en ég kem bara þegar að ég hef tíma og orku,en gaman væri nú að heyra eitthvað í þér mín kæra Tounge ég er farin að sakna þín alveg herfilega, og Anna Jóna mín hvenær ætlarðu að hringja í mig og spjalla,ég bíð spennt eftir að heyra eitthvað frá þér,þú getur líka sent mér email og það er fylling@simnet.is    jæja þá er pistill dagsins á enda og Dóran kveður að sinni... knússss...... Heart


Gleðilegt nýtt ár :)

Áramótin voru frekar róleg í ár og það er nú kannski ekki skrítið þegar að litli prinsinn minn er nú ekki nema tæplega 5 mánaða gamall,enda bara róleg og fín áramót,og enn og aftur strengdi ég nýtt áramótaheit sem ég stend svo ekkert við Tounge eða vonanadi geri ég það nú og þau eru að grenna mig um 20 kg. í eitt ár og hætta að reykja,þetta tvennt langar mig svooo mikið til að geta og ég skal standa mig og mér mun líða miklu miklu betur með það.

En þann 28 desember varð Sigga Tóta amma í annað sinn og Hanna Björg mín og fjölskylda innilega til hamingju með drenginn og nafnið hans fallega Sævar Óli,en hann fékk þetta nafn á nýársdag og sérstaklega hann Sævar minn...( afinn ) til hamingju með nafnann hehehe.....

jæja og núna er ég á fullu í því að henda út óhollum og fitandi mat og öllu með heitir sælgæti,ekkert svoleiðis verður til hér á þessu heimili næstu mánuðina,allavega ekki handa mér Devil nú er komið nóg og hana nú... ég ætla að leyfa mér poppi á laugardögum og ekkert meir fyrr en eftir 10 kg. en ekkert annað er að frétta héðan og ég ætla bara að fara að halla mér núna,en endilega kvittið og sendið mér stuðning... plííísssss !!!!!!  takk takk og stórt knússsss Heartég og ávextirnir mínir :)


Gleðileg Jól kæru vinir !!!!

Jæja nú er maður búin að toppa viktina alveg í botn og það verður sko tekið verulega á því eftir áramótin Devil en jólin hjá okkur voru að venju mjöööög skemmtileg og mikil orka fór í að opna pakkana hjá börnunum,allavega var ekki mikið um rólegheit, en rólegheitum verður frestað um nokkur ár til viðbótar hehehe.....  gott mál.ekki veit ég hvernig svoleiðis jól fara fram Wink enívei við fengum rosalega flottar gjafir og engu verður skipt þetta árið og ég bara slepp við biðraðirnar og allt..... en við sluppum nú aldeilis ekki við veikindi á þessum bæ og ekki voru það börnin og ekki voru það foreldrarnir heldur báðar ömmurnar og önnur amman ( sem sagt tengdó ) lenti á spítala og er þar ennþá,en hin amman fékk gubbupestina á jóladag og er núna komin suður og dvelur hún hjá Magga og Auði og fer vestur með flugi á morgun Smile  ekki fékk ég hana til að vera hér fram á laugardag... ekki séns...  en svona er nú það.  

En næst á dagskrá eru blessaðir flugveldarnir,þar sér maður milljónirnar sprengdar upp og engir sér eftir því ég myndi vilja taka þessa peninga alla og stinga þeim í vasann já eða beint í bankann og borga upp einhverjar skuldir þar fyrir þetta,ekki tími ég að kaupa fyrir háa upphæð bara fyrir augað í nokkrar mínútur það er sko alveg á hreinu ég kaupi mesta lagi rétt bara fyrir börnin og til að sýnast svona upp á fönnið,ef þetta er ekki peningasóun þá veit  ég ekki hvað er peningasóun,spáið í það að það eru mörg heimili að kaupa fyrir nokkur hundruð þúsundir króna og upp í milljón á hvert heimili,hefur fólk ekkert annað við peningana að gera ???? ég bara spyr ????  hvað eyðið þið miklu í flugveldar ? ég eyði kannski 5000 kr. ef vel liggur á mér,en yfirleitt er það 3-4 þúsund og mér finnst það alveg nóg hehehe....... en svona er ég bara Grin  auk þess er ég bara skíthrædd við þetta..... 

jæja núna er kallinn minn komin heim eftir langann dag og ég ætla að spjalla aðeins við hann þangað til að ég fer að sofa,og á morgun fer maður í það að huga að áramótasteikinni,hvað ætla ég að elda og hvað þarf ég að kaupa og kannski bara að prófa eitthvað nýtt,hú nós.... hehehe....  knús og kossar til allra og GLEÐILEG ÁRAMÓT KÆRU VINIR !!!!  Heartstrákarnir mínir yndislegu :)


vika í jólin !!

Og spennan magnast... allavega hjá mér og börnunum Grin eitt af því frábæra við þennan tíma ársins er að það er ekkert smá auðvelt að koma börnunum í háttinn út af sveinka og skóinn hehehe...  en ég þakka fyrir góðar ábendingar kæru vinir um það að þrífa ekki fyrir jólin,en ég man svo vel eftir jólunum hennar ömmu sem hafði alltaf allt svo tandurhreint og mér fannst það alltaf svo æðislegt og mín bestu jól í heimi var að eiga þau með ömmu,því hún var alveg jafn mikið jólabarn og ég er og hef alltaf verið og verð alltaf... þannig að á mínu heimili verður allt að vera tandurhreint og fullt til af mat og nammi Tounge hehehe.... nammminammmmm.........

jæja ég er sem sagt búin að skreyta,búin að baka búin að gera jólaísinn búin að fara á Akureyri að kaupa jólagjafirnar og er næstum búin að pakka þeim öllum inn og ég er líka búin að gera alla jólahreingerninguna úffff.....  eða nei.... ekki alveg, ég á eftir einn glerskáp sem ég tek á morgun,jólakortin fara frá mér á morgun svo kemur mamma á þriðjudagskvöldið jessss...... gaman gaman hlakka svo til að fá hana til mín Happy svo kemur tengdamamma upp úr tuttugasta og þá mega jólin koma... jiiii... já ég keypti mér líka risa jólatré í Bykó eða 2,10 m. á hæð,mig hefur langað í svona stórt tré bara síðan að ég var krakki.. LOKSINS !!!!   hvað með ykkur... eruð þið með stórt tré ???? 

Í dag fengum við svo Magga,Auði og Rósu Maríu í heimsókn og var það mikið fjör og gaman að sjá Adrían og Rósu saman í 3ja sinn og það er eiginlega enginn munur á þeim lengur,sonur minn er soddann belgur FootinMouth að hann er örugglega þyngri en hún,en hún er kannski örlítið lengri..já svona er nú það hehehe !!!!! gaman af þesssu.....   takk fyrir komuna og alltaf gaman að hitta ykkur Happy  svo fórum við til Elínu og Mumma á Akureyri og skoðuðum nýja húsið þeirra.... og það er ÆÐISLEGA FLOTT !!!!!  og það var æðislegt að hitta þau eins og alltaf,höfðingja heim að sækja.. takk fyrir okkur Happy

enívei..... þá ætla ég bara að fara að koma mér í háttinn og safna orku fyrir næsta dag....bless á meðan kem aftur fyrir jólin,kv. Dóran......búin að skreyta jólatréð :)


Jólaskap já jólaskap !!!!

já ég er að detta í jólaskapið góða og er að byrja jólaþrifunum en gengur samt hægt (mig vantar svooo fleyri klst. ) ég er búin með fataskápana og er að reyna að fá tíma í eldhússkápana,um helgina ætla ég að klæða börnin upp og reyna að taka mynd af þeim í jólakortin,svo á ég eftir alla glugga og glerskápana.. omg... hvernig á ég að fara að þessu ??? ég á svo eftir að skreyta allt og fara suður til að kaupa jólagjafirnar,pakka þeim öllum inn og senda bæði út til Noregs og á 2 staði á landinu og jólin eru bara að koma W00t eða manni finnst það þegar að maður sest fyrir framan imbann og allar þessar jólaauglýsingar komnar á stjá og maður fer bara ósjálfrátt á flug og hugsar óneiei !! og ég á eftir að gera þetta og þetta og þetta.....  en matseðillinn er ákveðinn og þá er að byrja á þrifunum fyrir alvöru,en jólin koma og ég breytist í lítla jólabarnið eins og vanarlega,ég elska þennan tíma.. jólaundirbúninginn og jólin sjálf Tounge ég er ekkert minna spennt en börnin sjálf hahaha..  en þið ??

en annars er allt gott að frétta héðan og unglingurinn fór nú eitthvað að skammast sín og fór að hjálpa til hér Grin kom með blað heim frá sála og sagði að nú gætum við skipulagt það hvenær hún getur hjálpað til og hvernig og við hvað... frábært segi ég nú bara.. en stendur hún við það ? hummmm.....  enívei.. vo er hún komin á sjálfstyrkingarnámskeið sem er alveg æðislegt fyrir hana,þetta er námskeið fyrir unglinga sem hafa brotna sjálfsmynd og þar er þeim kennt að þykja vænt um sig og kennt að mála sig,klæða sig,hreyfa sig og að borða rétt og næringuna sjálfa..... ÆÐISLEGT !!!! þetta er fyrsta námskeiðið hér og fengu 6 stelpur að vera með  alveg frítt og þetta eru 13 skipti í allt, það verður gaman að sjá hvort eitthvað breytist hjá henni og líka það að hún máli sig nú rétt, hún málar sig alltof mikið í kringum augun og það er að gera mig brjálaða og pabba hennnar Shocking jæja ég er að spá í að koma mér í háttinn og safna orku fyrir helgina... góða nótt,kv. Dóran í jólaskapinu :) Adrían minn, 3 og hálfs mánaða krútt :)


24 klst og + .... takk !!!

það er svo mikið þarfaþing hér á þessu heimili að fá nokkrar klukkustundir í viðbót í sólarhringinn til að getað bloggað.... að það hálfa væri hellingur, þið verðið bara að vera þolinmóð og fyrir rest kem ég með eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt eða kvartanlegt eða fróðlegt eða kannski bara eitthvað jólalegt hahaha....  en ég bara svo upptekinn að því skemmtilega þessa dagana að ala upp blessuð börnin mín og ég er lika að reyna að njóta þeirra alveg í botn,halda aðeins í við unglinginn á heimilinu sem langar svoo mikið til að verða fullorðin helst í gær Angry og er orðin fokvond út í mig fyrir það að reyna tala um fyrir henni,þetta er alveg ótrúleg reynsla að ala upp ungling og mikið vandverk fyrir höndum en ég reyni bara eftir bestu getu að gefast ekki upp á mínum skoðunum og vera þá bara þessi vonda í smá tíma enn,ég er með breytt bak og þoli það alveg en það veit hún ekki hehehe....  það fer mikill tími í unglinginn á öðruvísi hátt en hin og ég er alltaf að velta fyrir mér þegar að eitt mál er afgreytt þá hvað tekur næst við,hverju á ég von á næst og þakka svo fyrir hvert einasta kvöld sem hún er ekki búin að finna upp á einhverju nýju til að rífast yfir eða að setja út á mig á einhvern hátt fyrir því sem henni mislíkar og fær ekki að ráða,í kvöld erum við verstu foreldrar í heimi og hún vill helst fá aðra foreldra,því að grasið er alltaf grænna hinum megin við... þið skiljið..Wink omg,  hvað er til ráða ???  ég er svo mikið að reyna að vera vinur hennar og standa henni við hlið í öllum hennar málum sem upp koma á skynsaman hátt hverju sinni,en henni mislíkar það alltaf vegna þess að hún heldur alltaf að hún sé orðin svo fullorðin og að hún viti gjörsamlega bara allt miklu betur en ég og það er allt ömugulegt sem ég segi því það hentar henni ekki.. ég er einfaldlega bara ömurleg mamma... að hennar hálfu og það er bara allt í lagi en ég ætla alls ekki að gefast upp og hún er að bíða eftir því,en ég er stærri feitari og frekari en hún.. ennþá allavega !!!!! ég varð bara að koma þessu frá mér.. úffff... já þetta er mikið átak en þetta líður hjá en gaman verður að sjá hver uppskeran verður af þessu öllu saman....

ég er svo að spá í að skella mér með kallinum á árshátíð fyrsta des.n.k. ef Adrían leyfir Tounge  ég á eftir að tala við tengdó um pössun og mun ég gera það fljótlega og mig hlakkar svo mikið til að komast út aðeins og hitta fólk,þó að ég fari heim á miðnætti, bara hlaða aðeins batteríin þá er maður góður fyrir jólin, hef ekki miklar áhyggjur af hinum,það er aðallega sá yngsti sem getur haft áhrif á þetta allt saman,en þetta kemur í ljós fljótlega.....  en annars er ég bara góð og ég vona að þið séum það líka. kveð í bili... unglingamamman W00t 


afmæli Gunnars :)

Jæja þá er það afmæli númer 2 í þessari runu og þá er hann Gunnar minn orðin 8 ára gamall,en hann lét nú bara duga að mæta klukkan 13:11 í heiminn,hann er ekki alveg jafn athyglissjúkur og hún systir hans hehehe..... hann er svona meira til baka með það... hjúkkk !!!!! en bæði jafn yndisleg Tounge er það ekki ????  en ég fékk lánaðar tvær afmælisuppskriftarbækur fyrir börnin og þar eru sko flottar kökur en maður þarf svolítinn tíma fyrir þær,en sonurinn valdi sér fótboltavöll köku... sem betur fer en ég hefði þá ekki þurft þessar bækur að láni ef ég hefði vitað þetta fyrr,en það er samt mjög skemmtilegt að skoða þetta og taka bara myndir af blaðsíðunum og geyma þar til yngri prinsessan á afmæli og auðvitað líka litli prins Wink 

EN ELSKU GUNNAR OKKAR !! INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ 8 ÁRA AFMÆLISDAGINN ÞINN....Wizard SKEMMTU ÞÉR VEL Í DAG OG Á LAUGARDAGINN Í VEISLUNNI...KNÚSSSS... FRÁ OKKUR Heart8 ára prinsinn minn :)

En í morgun var 15 ára prinsessan vakinn með söng og pökkum og var hún lukkukeg með það blessunin og fór í skólann í fötunum frá okkur Grin ég sem sagt get þá ennþá valið á hana fötin,en Berglind á nú líka heiðurinn af þessu með mér,við völdum þetta í sameiningu...knússss... til þín !! og Gunnar var alveg viss um það að einhver strákurinn yrði nú ástfanginn af henni í dag... gerðist það ???? veit ekki en hún fór alveg dansandi út og í skólann af ánægju hehehe...... hann veit alveg hvernig hann á að komast að hjarta konunnar drengurinn.ekki lengi að læra það,hann verður örugglega ekki lengi maður einsamall í framtíðinni ef hann heldur þessu áfram InLove  jæja nú verð ég að hætta þessu bulli og fara að gera eitthvað annað en að hanga hér,ég hef fullt af verkefnum í augnablikinu... Dóran kveður að sinni....knússsss Heart


afmæli Guðrúnar :)

Jæja þá er komið að afmælisrununni,jú elsta stelpan orðin 15 ára.... vá það var í gær sem ég varð 15 ára gömul hehehe.... tíminn er óhugnanlega fljótur að líða,en ég eldist samt ekki neitt... eða hvað ????  hér sit ég og blogga á meðan að Guðrún dansar hér og er farin að fagna 15 afmælideginum sínum,hún passaði auðvitað sig á því að eiga afmæli allann daginn,því hún fæddist 5 mín. eftir miðnætti :) snjallt hjá þér vinan...

 EN.. TIL HAMINGJU MEÐ 15 ÁRA AFMÆLISDAGINN ÞINN ELSKU GUÐRÚN OKKAR !!!!!! NJÓTTU DAGSINS Í BOTN.... Wizard   KNÚSSSSS.......Heart15 ára skvísa :)

OG ELSKU GUGGA MÍN,INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ 35 ÁRIN !!! NJÓTTU DAGSINS KNÚSSSSSS.....Wizard

En hjá mér er barasta ekkert sérstakt í fréttum,er farin að undirbúa afmælisveisluna fyrir hann Gunnar sem ég held á n.k. laugardag,þar verða gaurarnir 14 samtals og örugglega mikið fjör.... en mér gengur ekkert í þessari blessaðari megrun kemst bara ekkert út þessa dagana,Adrían búin að vera með kvef og farið neitt í göngutúra,er því heima í áti allann daginn Angry ég veit bara ekki mitt rjúkandi ráð lengur, og ég einhvernveginn kemst bara ekki í gírinn og það er líka að koma jól eftir nokkrar vikur,ég kemst sko ekki í kjólinn fyrir jólin á ár.... Frown  það er alveg öruggt.... arrg.... enívei ég spá í að kveðja núna og knúsa áfmælisbarnið fyrir svefninn.... knússs til ykkar Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband