Hugleiðingar Dóru :)

Jú þegar að maður eldist,þá fer maður stundum í þær pælingar og spyr sig,hverjir eru virkilegir vinir manns????  og hverjum maður mótast með og hverjir detta hreynlega út af þessum vinarlista,ég er ein af þeim heppnu sem á mjööög góða vini og hef mótast með þeim og þeir með mér í gegnum unglingsárin,milli 20 og 30 ára aldrinum sem er þá jú byrjað að finna sér lífsförunaut og hlaða niður börnum og fleyra skemmtilegt,svo kemur þessi aldur 30 - 40 ára aldurinn, sem er einnig mjööög skemmtilegur en minna um djamm,kannski einhverjir skilnaðir og aðrir erfiðleikar,taka upp fyrri vinarsambönd sem slitnuðu á einhverju tímabilinu,en þarf samt ekki að vera að viðkomandi sé neitt slæmur nema síður sé,eins og þú til dæmis Doddi minn,þá ert þú svona vinur sem að manni þykir einhvernveginn alltaf rosalega vænt um,þó að við höfum týnt hverju öðru í þennan x tíma,en erum sem sagt búin að finna hvort annað aftur sem er auðvitað besta mál,og mig hlakkar  til á hverjum degi að lesa hjá þér um þitt líf,þú ert skemmtilegur penni og persóna Tounge en hvað næstbestu vinkonu varðar,þá vona ég að þú Doddi minn sért ennþá karlmaður hehehe... þú ert sem sagt minn besti vinur fyrir utan minn lífsförunaut,ertu sáttur við það minn kæri ?????

Ok. þá ætla ég að tala um það hversu heppinn ég er að eiga vini út öll þessi tímabil,og frá því að ég var lögð í einelti í 6 ár í skólanum,sem kannski eyðilagði það fyrir mér í framtíðinni minni að ég hélt aldrei áfram í skóla,en ég kenni samt engum um nema sjálfri mér,því að allir þeir sem gerðu mér lífið leitt í skólanum er búið og fyrirgefið af minni hálfu fyrir löngu síðan,enda hafa þeir allir beðið mig fyrirgefnigar á því,sem var mér mjög mikilvægt,en ég á nokkrar vinkonur frá því í barnaskólanum og upp úr sem ég er í miklu sambandi við í  dag,það er ég mjög þakklát fyrir,það er mjöög miklvægt að eiga vini sem hafa og eru alltaf til staðar,og það hef ég svooo sannarlega,takk fyrir það kæru vinir.

Svo á ég líka vini sem ég hef kynnst bara nýlega og þeir þekkja mig auðvitað bara sem húsmóður en ekki sem djammari eða sem stelpuna sem varð fyrir miklu einelti og svo framvegis,þeir eru auðvitað líka æðislegir vinir,en það verður einhvernveginn öðruvísi sambönd,ekki endilega verri en samt öðruvísi,því þeir vinir þekkja mig bara eins og ég er í dag en ekki eins og ég var þá,en ég ætla alls ekki að móðga neinn,ég elska alla mína vini Grin eins og þeir eru og eins og ég er.......

Berglind !!!! ég er að hlusta á diskinn sem þú sendir mér og hann er bara GEGGJAÐUR !!!!! takk æðislega fyrir mig,ég er til dæmis að hlusta á hann núna á meðan að ég er að blogga,og það kemur svooo mikið flæði með að ég get bara ekki hætt að skrifa ykkur hehehehe...... ég er sko syngjandi og dansandi við tölvuna og pikka með og fíla mig í tætlur og langar helst að skella mér á brettið mitt góða,en ég er að fara að vinna,ég kannski geri það á morgun,en á sunnudaginn fórum við Hallgrímur og börnin í fótbolta,þar kom gamalkunnur fótboltamaður upp í mér,og gaf ekkert eftir þó svo að ég sé komin með kúlu framan á mér hehehe...... en jú Berglind !! ég þakka fyrir góðfúslegu ábendinguna á það að föstudagurinn 13 er kannski bara minn happadagur,því ég varð ekki fyrir stórslysinu sem ég var svo nærri búin að lenda í,hann hefði verið það ef ég hefði lent í slysi þennan dag,ég einhvernveginn leit ekki á það þannig,en ég ætla ekki að hræðast þennan dag neitt sérstaklega í framtíðinni,þangað til að annað kemur í ljós Wink allavegana,jæja núna er diskurinn búin og ég þarf í vinnuna mína... sjáumst og farið vel með ykkur !!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku besta dúllan mín ... takk fyrir skrifin - og jú, ég er ennþá karlmaður - síðast þegar ég gáði og notaði...

Mér finnst yndislegt að finna gamla vini og vinkonur - og taka upp þráðinn aftur. Sumir eru líka þannig yndislegir, að það er hægt að halda beint áfram - þrátt fyrir margra ára hlé  

Ég er mjög sáttur við mína stöðu hjá þér, elsku besta Dóra Maggý.

Hafðu það yndislegt! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 16.4.2007 kl. 14:41

2 identicon

Flottar vinapælingar hjá þér Dóra mín...gaman að hafa þekkt þig stóran hluta ævinnar...
Þú veist að maður getur gert allt sem að manni langar til....hugsa jákvætt um allt og alla, sleppa neikvæðu hugsunum og þá gengur allt upp...tek undir orð frænkunnar minnar um föstudaginn 13...heppin varstu að slasa þig ekki...kveðja, Systa

Systa 16.4.2007 kl. 21:25

3 identicon

Sæmilegt maður er greinilega búin að koma af stað nokkuð góðri umræðu í gang .

þetta er góð pæling sem allir ættu að endurskoða .

svo að ég segji bara kaffi vinkona ekki næst besta vinkona .

Kveðja Elín í vinkonu endurskoðun.

Elín 17.4.2007 kl. 08:26

4 identicon

Ertu með msn? (mitt er dojo_ice@hotmail.com)

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 18.4.2007 kl. 00:19

5 Smámynd: Dóra Maggý

Kæru vinir !!!! takk fyrir falleg komment og gaman að sjá að þið hafið haft jafn gaman af þessari pælingu og ég,þið eruð sko svo sannarlega vinir mínir.

Elsku Doddi minn,það er gott að þú ert ennþá karlmaður og ef þú ert sáttur við þinn sess á mínum vinarlista, þá er ég ánægð kæri vinur.

Elsku Systa mín,já það borgar sig að hugsa jákvætt,þá á maður meiri möguleika í lífinu og takk fyrir það.

Elsku Elín mín,já þetta var gott hjáþér,og þú kveiktir í mér löngun til að skrifa um vinina í lífinu,þeir eru nefnilega svooo ómissandi fólk í lífi hvers og eins ,kæra vinkona

Dóra Maggý, 18.4.2007 kl. 00:20

6 identicon

Gleðilegt sumar, sætasta dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 19.4.2007 kl. 13:06

7 Smámynd: The suburbian

Gleðilegt sumar kæra frænka og megi sumarið verða æðislegt hjá ykkur öllum.

The suburbian, 19.4.2007 kl. 20:47

8 identicon

Flott blogg hjá þér Dóra mín;)

Þú mátt endilega koma með fleyri svona blogg sem eru þínar eigin pælingar því að bloggið á jú að vera fyrir þínar hugsanir sem einstaklingur og pása frá "húsmóðurstarfinu", sem sagt leiðin til að tína ekki sjálfri þér Þannig nota ég það að minnsta kosti...enda er ég uppfull af fáránlegum hugsunum og yrði lokuð inni ef ég næði ekki að losa hugann á bloggið

kossar og knús í klessu...magga v. 

magga v 20.4.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband