Halló aftur !!!!

Það er komið nóg af tölvuleti í bili,er það ekki ??? en þetta bloggleysi stafar ekki af tölvuleti heldur af of fáum klst. í sólarhringnum,sko.. þegar að maður er að eiga við erfiðan ungling sem allt þykist vita og tekur alla mína orku í leiðinni,plús það að eiga litla prinsessu sem ætlar að stjórna heimilinu og er enn að eiga við sitt kúkavandamál sem er að gera mig vitlausa og plús það að eiga son sem fékk gubbupest og húrrandi niðurgang rétt áður en við fórum vestur,sem varð til þess að öll íbúðin lagðist gjörsamlega í ælu og skít og varð að pakka niður,sem varð til þess að ég byrjaði á því að þrífa alla íbúðina og ganga frá eftir ferðalagið og með grindagliðnun í þokkabót,þá held ég að þið mynduð skilja þetta bloggleysi hjá mér úfffff !!!!!  en kæru vinir.. takk fyrir yndisleg comment og fyrir það að sakna mín og ég sakna ykkar líka,og Edda mín,ég verð fyrir vestan í byrjun júní í nokkra daga og mig langar mjög mikið til að hitta þig þar,ég hef samband við þig þá Smile ok ? hlakka til að hitta þig....  já Berglind það væri nú gott að heyra í þér,en ef ég þarf að hætta alkjörlega að blogga til að heyra í þér,þá skal ég gera það,nema við notum bara bæði símann og netið ?????  knússss  og Doddi ég sendi þér nú sms skilaboð "gleðilegt sumar" en ég fékk ekkert svar á móti,svo það væri gott að heyra frá þér líka !!!  og Magga... hér færðu bloggið þitt frá mér heldur snemma,nema þá kannski að þetta verði mitt síðasta blogg þangað til eftir jólin.... hmmmmm....... veit ekki,hvað heldur þú ?????

En ég er sem sagt búin að vera á fullu í marga marga daga og í nógu að snúast með mín 3 börn,hvernig verður þetta eiginlega með 4 börn ??? ég get bara ekki hugsað það til enda og 3 x unglinga til viðbótar,omg... ég vona að það verði komin sprauta við unglingaveiki þá,eruð þið ekki sammála ????  en ég á að hætta að vinna 1 júní vegna grindargliðnunnar,vegna þess að hún bara versnar og versnar en lagast ekki,en ég get haldið henni niðri með því að fara vel með mig og að fara í sund 3x í viku og gera æfingar og fara í nálarstungur til ljósu minnar sem ég er nú þegar byrjuð á,en ég tel mig samt heppna að ég skuli ekki hafa fengið þetta fyrr,ég er búin að eiga 3 meðgöngur sem ég gat nánast hlaupið allann tímann með,en sumar eru svona frá meðgöngu eitt,þannig að ég ætla barasta ekki að kvarta neitt yfir því og taka bara á þessu einn dag í einu og bara að halda áfram að brosa og vona það besta Smile  minn elskulegi maður ætlar að hjálpa mér með skúringarnar í maí í vinnunni,já það er gott að að eiga góða að,það er ekki ofmetið Wink

fyrir vesta var æðislegt að vera og gaman að hitta fjölskylduna og vinina og við fengum æðislegt veður, Ísafjörður tók sko vel á móti okkur með sól og hita alla helgina,við gistum í þetta sinn hjá Tobbu og Svenna,vegna þess að mamma bjó í pappakössum og ég þoldi ekki stigann sem var í íbúðinni sem mamma var að flytja úr,hann er bara dauðagildra fyrir þann sem dettur þar niður og ég tek bara enga sénsa með hana Örnu mína hehehe... hún er bara svooo blátt áfram og ekki hrædd við neitt.... en takk æðislega fyrir yndislega gistingu elsku Tobba og Svenni, gefiði öllum dýrunum ykkar knús frá okkur og láttu þér batna Svenni minn !!!!   en við fluttum svo með mömmu á 1 maí og allt gekk þetta vel og keyrðum svo norður eftir það,og mamma !! til hamingju með íbúðina Smile

við fórum svo í bíó á nýju myndina með mr. Been,hún er bara geðveikt fyndinn,ég mæli 100 % með henni fyrir þá sem fíla hann,mér finnst maðurinn bara fyndinn í alla staði,svipbrigðin og já bara allt við hann er fyndið,en svona er ég bara ....

ég er að vinna alla helgina,þannig að ég blogga örugglega ekki meira fyrr en eftir helgi,ef börnin leyfa hehehehehe......   knús og kossar  og góða helgi  luuuv..... Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku besta Dóra Maggý ... þú ert mikill dugnaðarforkur. En ég fékk aldrei sms frá þér, þannig ég skora á þig að reyna aftur: síminn er 846-0491 (eins og stendur undir profile-myndinni á blogginu mínu) -

sendi þér bestu kveðjur með von um sms eða símtal eða msn eða eitthvað á næstunni ... þangað til: hafðu það yndislegt og hellingur af knúsi og kossum til þín!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 4.5.2007 kl. 01:04

2 Smámynd: Dóra Maggý

ok.elsku Doddi minn,ég hef greinilega skrifað vitlaust númer niður sorrrý......  en ég er búin að laga það,það hefur einhver annar en þú fengið sumarkveðjuna mína hehehehe.....knús til þín elsku Doddi minn !!!!

Dóra Maggý, 4.5.2007 kl. 13:45

3 identicon

skil þig Dóra það er ekki gaman að fá þessa fj... pest.. og ekki bætir unglingaveikinn á það . En það er ekki svo mikill munur´a 3 og svo 4 ... ó nei bara þvotturinn... en maður þarf svo sem að þvo svo að það skiptir ekki svo mikklu máli hvort að bætist við ein og ein peisa.. hehe

En þú stendur þig vel í blogginu.. svo er alltaf til kaffi hinumeginn.. þú veist það..

Freyja 4.5.2007 kl. 23:57

4 identicon

Sæl Dóra mín

Þú ert alltaf svo busy að maður nær ekki sambandi við þig nema í síma eða á netinu. Ég sá áðan bílinn fyrir utan sundlaugina svo ég veit að þú varst að vinna. Ég vona að maí verði fljótur að líða svo þú getir farið að hætta og stjana við þig... ja svona eins og hægt er með eina gelgju og 2 önnur..... :) Biðjum að heilsa og ég vonast til að ná að hitta þig eitthvað áður en ég fer í Danaveldi. Kveðja Kristín

Kristín Guðbjörg Snæland 6.5.2007 kl. 17:59

5 identicon

Hva varstu á Ísafirði?????

Gunna Sigga 7.5.2007 kl. 13:15

6 identicon

Hva varstu á Ísafirði?????

Gunna Sigga 7.5.2007 kl. 13:17

7 identicon

Hæ Dóra það er ekkert smá sem gengur á hjá þér.Þú ert nú bara heppinn að hafa ekki fengið grindargliðnun áður.Ég upplifði þetta allar meðgöngur.Já í júní kemurðu það verður gaman að sjá ykkur öll .Endillega komdu til mín í sundlaugina þá flottustu í ísafjarðarbæ.Bæó Edda frænka.

Edda Björk 7.5.2007 kl. 17:05

8 identicon

Jæja mín kæra... ég er ekki frá því að msn-ið þitt virki bara alls ekki! nema þú sért búin að blokka mig en hurðu, ég er að koma norður í júní og ætla að vera í 2 vikur... verð að hitta þig því ég er að flytja af landi brott mannstu bráðum.

Kaffi hjá Dóru klikkar ekki

Verðum í bandi ;)

Ásgerður 9.5.2007 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband