5.7.2007 | 16:55
Allt og ekkert.....
Jú það er svo sem ekki mikið að frétta af þessum bæ í augnablikinu,þess vegna nenni ég ekki að blogga oft,ég er að gera hluti sem mörg ykkar eru ekki að gera núna,ég er bara alein úti í horni ólétt og þið nennið líklegast ekki að lesa um þann undirbúning núna,margar af mínum vinkonum eru nú hættar að eignast börn og farnar að hafa það þægilegt eða hvað???? en það eru 7 ár þangað til að maður fer að hafa það þægilegt,en það er allt í lagi mér þykir mjög skemmtilegt að hugsa um blessuð börnin þó að þau séu nú stundum erfið og fl. en sá tími hverfur eins og allt annað... þegar að ég var ólétt af Örnu vorum við nokkrar úr vinahópnum óléttar á sama tíma,það var miklu skemmtilegra og við fylgdustum mikið með hvorri annarri ógeð gaman.....
En Edda Björk vinkona mín og frænka hringdi í mig á mánudaginn og bauð okkur í brúðkaupið sitt sem haldið verður auðvitað þann 7 júlí,en vegna óléttu minnar kemst ég bara ekki SORRÝ !!!! en ég vona bara að þið verðið heppinn með veðrið og ég kem svo bara spes í heimsókn til ykkar seinna,kannski ekki alveg næst þegar að ég kem vestur en þá kannski bara þarnæst en ég óska ykkur til hamingju með daginn.... en mikið langar mig að mæta,allir mínir vinir saman komin í útilegu og stuð,eins og brúðkaupið hjá Berglindi og Stjána,það var bara skemmtilegt og ekki of fínt og allir voru svoo frjálsir og glaðir,þannig brúðkaup langar mig í ......
en annars er ég bara komin með tuskuæðið og er óð í að gera allt tilbúið og á sama tíma er ég orðin alveg svakalega þreytt og ég get ekki beðið eftir að þessi meðganga verði búin,það eru bara 3 vikur eftir og ég er komin með verki annað slagið stundum held ég að ég sé að fara af stað,ég vona bara að ég nái vestur til að eiga,nú ef ekki þá bara brunum við á Akureyri og klárum dæmið þar..... kemur bara í ljós Guðrúnu Ástu gengur bara vel í vinnunni sinni í bónus og okkur er farið að hlakka til að hitta hana og versla við hana í leiðinni,við ætlum hugsanlega að leyfa henni að halda á undir skírn,elsta að halda á örverpinu það er mjög skemmtilegt og henni hlakkar mjög mikið til Gunnar er farin að telja niður dagana þangað til að hann fer vestur aleinn, honum þykir þetta mjög spennandi og hlakkar rosalega mikið til að vera einn með ömmu og Guðrúnu systir,nú hvað Örnu varðar þá er hún að njóta þess alveg í botn að vera litla barnið örlítið lengur,en hún er hætt leppmeðferðinni,þetta hefur gengið svo vel og hún er búin að vera alveg ótrúlega dugleg með leppinn,ég bjóst aldrei við því,en þessi elska kemur manni stundum skemmtilega á óvart líka en núna ferð ég að fara og hafið það gott elskurnar..... Smá áskorun : Guðrún Baldursdóttir !!!!! ég veit að þú kemur hingað daglega,gaman væri nú að fá eitt KVITT eða svo plís.....
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brunið bara til Akureyrar og klárið dæmið þar. Mér skilst að Doddi dúlla eigi heima þar og yrði afar glaður að fá ykkur.
Ég þekki þig ekki, Guðrún Baldursdóttir, en þar sem ég þekki Dóru Maggý og þykir vænt um hana, þá styð ég þessa áskorun og segi: Kvittaðu kona! Kvittaðu!
Knús og knús frá Akureyri, dúlla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 5.7.2007 kl. 18:23
Hæ Bumbulína, ég varð nú bara aðeins að koma við og segja þér hvað þú ert heppin Dóra mín að vera að eignast barn........... spáðu í það að ég er að fara að eignast BARNABARN!!!!! 'omæ god....ég er að verða AMMA.
Linda María Jónsdóttir 6.7.2007 kl. 01:43
Við vinkonur þínar sem eru ekki óléttar viljum sko fá að fylgjast með þínum undirbúning,við öfundum þig örugglega allar af dugnaðinum, allavega ég......
Ég kem með annað kríli einhvern tímann og þá færð þú að fylgjast með mér og ég verð alein ólétt úti í horni....hehe
RISA KNÚS
KV Ragga
Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 6.7.2007 kl. 12:12
Elsku Doddi minn !!! mér þykir líka mjög vænt um þig dúllan mín,þú kannski kíkir þá í heimsókn til okkar upp á fæðingardeild ef það skeður á Akureyri hehe....
Elsku Linda mín !!! takk fyrir innlitið og til hamingju með það að þú sért að verða AMMA það er sko hjúts titill,skilaðu kveðju til Maríu frá okkur.....
Elsku Ragga mín !!! takk fyrir þetta og þú færð ekki að vera ein úti í horni þegar að þú verður ólétt aftur,ég mun styðja þig,mundu það mín kæra.....
Dóra Maggý, 6.7.2007 kl. 12:32
hæhæ smá kvitt hér fyrst það var skorað á mann:):) koss og knús kær kveðja Gunna B:):)p.s muna svo að senda sms þegar litla Gunna kemur í heiminn:):)
Gunna Baldurs. 9.7.2007 kl. 21:35
Elsku Gunna mín !! takk fyrir kvittið og ég skal lofa þér því að þú færð sms frá mér um leið og ég er búin að eiga Gunnu LOFA !!! sjáumst....
Dóra Maggý, 9.7.2007 kl. 23:45
Kvitt kvitt
Imba 11.7.2007 kl. 10:27
hæ elsku sæta dóra mín
Þín er sárt saknað. Hér er sko mikið af ódýrum barnafötum svo þú kemur bara til mín í fæðingarorlofinu. Og höfum það gott.
Jæja kveð að sinni
Þorgerður í baunalandi
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 11.7.2007 kl. 10:30
Halló sæta ertu kominn vestur?Þín var sárt saknað í brullupinu , En þú veist þú átt eftir að gifta þig .Mig minnir að þú hafir gripið vöndinn hjá Lindu fyrir X mörgum árum ha.Sú sem greip hann hjá mér er búinn að bjóða mér í brúðkaup næsta sumar .Þannig að við skorum nú á Hallgrím að fara á skeljarnar.Og endilega hafðu svona djamm brúðkaup það er allveg í anda okkar frænka he he .
ef þig vantar aðstoð við skipulag er ég til .love Edda Björk(nýgifta)
Edda frænka 17.7.2007 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.