Hollar uppskriftir frá mér :)

  

Fyrsta holla uppskriftin !!

                             Ostabollur !!!!

1 egg

75 gr. rifinn ostur ( 6%-0% )

25 gr. rifinn laukur

100 gr. soðnar kartöflur

30 gr. brauð ( ristað eða raspað niður )

salt og pipar eftir smekk

     Aðferð :

Kartöflur stappaðar saman,ostur og rifinn laukur settur saman við. Bætið raspi og eggi saman við. Salt og pipar eftir smekk. Útbúið bollur eða buff og steikið við vægan hita á pönnu og borðið grænmeti sem meðlæti.... og nóg af því og verði ykkur að góður.. ógislega gott !!!!  :)

Þetta verður í matinn hjá mér í kvöld,ég hlakka svo til að borða þetta,því að þetta er rosalega gott og maður getur borðað þetta með góðri samvisku,eftir matinn fer ég svo í göngutúr,heyrumst síðar... knússsss..... kv. Dóran Heart 


                Uppskrift númer 2.  
                    Sumar pottréttur !!
170 gr. Kálfakjöt (soðið ) eða soðinn kjúklingur
50 gr. vorlaukur
100 gr. kál ( spids,grænt )
100 gr. gulrætur
50 gr. aspas
125 gr. jógúrt ( grískt eða ddv jógúrt )
Kryddjurtir,hveiti,salt og pipar
       Aðferð :
Sjóðið kjötið eða kjúklinginn daginn áður en á að nota hann.
Geymið soðið í kæliskáp,þar til soðið er orðið kalt,fjarlægið alla sjáanlega fitu.
Takið u.þ,b. 2 dl. frá til að nota í réttinn og frystið afganginn. Afganginn má nota í súpu eða til að útbúa góða sósu.
Skerið grænmetið fínt og sjóðið í kjötsoðinu,þegar að grænmetið  er soðið má jafna sósuna með hveiti.   Kjötið er skorið í litla bita og bætt út í sósuna.  Bætið við kryddi eftir óskum og takið pottinn af hellunni. hrærið 125 gr. jógúrti að lokum saman við.
Bragðast vel með 100 gr. af soðnum kartöflum og miklu grænu grænmeti... verði ykkur að góðu :)  kv. Dóran. Heart

                                

                                 Eftirréttur !!!! 

           Súkkulaðifrauð !!!!

250 gr. jógúrt (grískt eða ddv jógúrt )

3 tsk. kakó

fljótandi sætuefni eftir óskum

rifinn appelsínubörkur.

  Aðferð :

Öllu blandað saman. Rétturinn er geymdur í u.þ.b. 1 klukkutíma í kæli áður en hann er borinn fram. Rifni appelsínubörkurinn er settur ofan á í restina.  þetta er bara æði gæði :)    


Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband