4.4.2008 | 14:11
Fyrsta holla uppskriftin !!
Ostabollur !!!!
1 egg
75 gr. rifinn ostur ( 6%-0% )
25 gr. rifinn laukur
100 gr. soðnar kartöflur
30 gr. brauð ( ristað eða raspað niður )
salt og pipar eftir smekk
Aðferð :
Kartöflur stappaðar saman,ostur og rifinn laukur settur saman við. Bætið raspi og eggi saman við. Salt og pipar eftir smekk. Útbúið bollur eða buff og steikið við vægan hita á pönnu og borðið grænmeti sem meðlæti.... og nóg af því og verði ykkur að góður.. ógislega gott !!!! :)
Þetta verður í matinn hjá mér í kvöld,ég hlakka svo til að borða þetta,því að þetta er rosalega gott og maður getur borðað þetta með góðri samvisku,eftir matinn fer ég svo í göngutúr,heyrumst síðar... knússsss..... kv. Dóran
Uppskrift númer 2.
Eftirréttur !!!!
Súkkulaðifrauð !!!!
250 gr. jógúrt (grískt eða ddv jógúrt )
3 tsk. kakó
fljótandi sætuefni eftir óskum
rifinn appelsínubörkur.
Aðferð :
Öllu blandað saman. Rétturinn er geymdur í u.þ.b. 1 klukkutíma í kæli áður en hann er borinn fram. Rifni appelsínubörkurinn er settur ofan á í restina. þetta er bara æði gæði :)
Flokkur: Bloggar | 5.10.2006 | 10:28 (breytt 17.4.2008 kl. 23:13) | Facebook
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar