19.5.2008 | 23:13
Frábær helgi !!!!!
Kominn heim eftir æðislega helgi í alla staði,náði að kúppla mig útúr mömmuhlutverkinu og "konan" hlutverkinu eina helgi og hafði ekki mikinn tíma til að hugsa til barna og karls vegna anna hjá árgangi "72 alla helgina. Við Guðrún Ásta ( sú elsta ) ferðuðumst saman vestur og við skemmtum okkur mjög vel saman tvær :) á leiðinni,en við tók kaffisopi með mömmu, fataskipti og bjór.... þetta var mjög vel skipulögð helgi hjá nefndinni þeim Kristó,Kristmanni og Bjarna... OG TAKK FYRIR ÞAÐ STRÁKAR !!!!! ÞIÐ ERUÐ AGJÖRIR GULLMOLAR :):):) og Ísafjörður minn fallegi tók vel á móti okkur og var logn alla helgina og spegilsléttur pollurinn,það gerist bara ekki betra...... Það sem mér þótti best við þetta allt var að nefndin skipti okkur skemmtilega upp í hópa og vorum við í keppni alla helgina,byrjuðum að vísu á því að fara með rósir á leiðið hennar Álfhildar skólasystur okkar sem lést þann 8 mars 2008 og var það mjög falleg athöfn hjá okkur og sérstök... að mínu mati,blessuð sé minning hennar.
Við gerðum marga skemmtilega hluti t.d. fórum við í sandkastalakeppni á Holti sem var bara gaman og langt síðan að maður gerði þetta hehehe.... súpa í tjöruhúsinu og djamm í Edenborgarhúsinu,hef reyndar aldrei komið þangað inn áður en mjög skemmtilegur staður í hádeginu á laugardeginum fórum við heim til Þóru okkar Karls í brunch mjög gaman að hitta hana og slapp ég við að fá S eða F í kladdann hehe... aldrei slíku vant,því að ég mætti reglulega of seint í skólann,en ég hef víst eitthvað vaxið upp úr því úps..... TAKK FYRIR OKKUR ÞÓRA MÍN !!! eftir það var haldið af stað í radleik sem vara með eindæmum skemmtilegt,hlaup og húkkka bíla,ótrúlegt hvað fólk var duglegt að hjálpa til og ekkert mál og alveg tilbúið að leggja skirteinið í hættu fyrir okkur hahaha..... ég held barasta að ég hafi misst alveg næstum tvö kíló eftir þessa helgi um kvöldið var mætt í Edenborgarhúsið og fengum við þar 3 rétta máltíð og myndasyrpa höfð af okkur frá um 20 árum síðan og myndir af helginni,ekkert smá flott.... svo var besti hópurinn valinn og verðlaunaður og auðvitað.. UNNUM VIÐ APPELSÍNUGULI HÓPURINN !!!! HÚRRRRRAAA..... þó að það hafi nú ekki verið hægt að velja það sérstaklega því að allir lögði sig fram við að gera þetta allt vel og okkur öllum tókst það en við eiginlega sleiktum okkur upp við nefndina með því að gefa þeim rósir og bjór í restina og það gerði útslagið hehehehe..... OG TAKK FYRIR HELGINA ÖLLSÖMUL !!!!!
En ég verð samt að viðurkenna það að ég var samt hálf smeik við það að hitta árganginn minn og ég fór örlítið til baka þegar að ég sá alla fyrst á torginu,ég datt óvart í þá gömlu Dóru Maggý bara rétt í byrjun og ég ætlaði ekki að þora að tala við þá sem ég þekkti eiginlega ekki neitt á mínum skólaárum,en ég reif mig svo upp úr því fljótlega því ég hugsaði að við erum núna fullorðið fólk og ef ég ætla einhverntímann að taka af skarið og klára þetta dæmi við sjálfa mig þá skildi ég bara hætta þessu og hafa bara gaman og kynnast bara árgangnum núna eða sleppa því þá bara alveg,og ég sé ekki eftir því og ég er bara alveg sátt núna loksins að fullu 36 ára gömul,enda núna þykir mér bara mjög vænt um þennan hóp og hlakka til að hitta þau aftur eftir 5 ár,en ég væri nú alveg til í það að ef áhugi er fyrir því að halda svona einstöku sinnum smá hitting bara í Reykjavík bara svona upp á það að missa ekki alveg svona tengslin við hópinn eftir svona frábæra helgi,hvernig líst ykkur á það ???? bara uppástunga..... enívei,þá er ég bara alsæl eftir helgina keyrði heim með bros á vör og hálf raddlaus eftir NÍNUSÖNG !!!! HEHEHEHE..... gerist bara ekki betra,en hafið það reglulega gott og TAKK FYRIR FRÁBÆRA HELGI ÁRGANGUR 1972 !!!!! gaman væri nú að fá comment frá ykkur sem lesið bloggið.. og ég veit af ykkur !!!! kv. raddlausa Dóra. við vorum ekki búnar að hittast í mörg ár,og við skemmtun okkur mjög vel,gaman að hitta ykkur :)
Besti fulli og alvarlegi ræðumaður sem ég hef hitt,þú ert laaaangflottastur,gaman að sjá þig aftur :)
Nefndin okkar frábæra : Bjarni,Kristmann og Kristó,það verður erfitt að toppa ykkur,takk fyrir vel unnið starf og gaman að sjá ykkur :)
Hér erum við hópurinn saman kominn og var haft orð á því hvað við værum samrýmd og miklir vinir :) hlakka til að hitta ykkur aftur !!!
Hér er einn besti kennari sem völ er á,takk fyrir frábærar móttökur Þóra okkar :) æðilega gaman að hitta þig,sjáumst eftir 5 ár !!!!
vinkonur mínar, Gunna og Berglind til margra ára og var komin tími til að djamma saman,en þær tóku þátt í grettukeppninni minni hehehe.... takk fyrir það og heyrumst við áfram eins og alltaf !!! knússs..
Þessi hópur á líka fullt af börnum, Gústi með sína dóttur,gaman að sjá börnin líka :) og takk fyrir frábærar myndir og skemmtilega samvinnu !!!
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að heyra að helgin var svona góð. Það hlýtur líka að hafa verið yndislegt að fá eina helgi frí frá heimili, eiginmanni og börnum. Það er bara nauðsynlegt.
Hafðu það gott dúlla.
Linda litla, 20.5.2008 kl. 00:00
Gott að helgin var jafn góð hjá þér og mér. Er enn með sælubros á vör en við ræðum það í smáatriðum næst þegar við hittumst. Kveðja sú sem var fyrir aftan þig..... múhahahahaha
Kristín Guðbjörg Snæland, 20.5.2008 kl. 10:21
Darling eins og talað út úr mínu hjarta. Þetta var sikk helgi og maður er bara varla búinn að ná sér niður af þessu öllu saman. Pældu í því hvað það verður gaman eftir fimm ár? Við orðin fjörutíu og eins árs ung og enn skemmtilegri. Vonandi verða þá flestir búnir að unga út sínum börnum svo allir komist. Takk fyrir helgina Dóra darling
The suburbian, 20.5.2008 kl. 10:56
Já Dóra, FRÁBÆR HELGI!! Við húsmæður lifum á þessu næstu fimm árin eða svo.. Og endilega hittumst sem oftast fram að því.
.....þetta með appelsínugula liðið.... spilling innan dómnebndarinnar, engin spurning! :)
En frábært kapphlaup engu að síður og ekki laust við smá harðsperrur og hæsi eftir öll hlaupin, dansinn og sönginn og smá sandur í skónum líka...!
Bestu kveðjur á krókinn
Heiða (gráa liðið)
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 20.5.2008 kl. 11:03
Skemmtilegar myndir, þær sýna hvað það var gaman hjá ykkur .
Linda litla, 20.5.2008 kl. 17:32
hæhæ mín kæra takk æðislega fyrir helgina o hvað var gaman að djamma með þér eftir öll þessi ár (og öllum hinum) við erum ekki búnar að gleyma hvernig á að skemmta sér frá k.l 18 á föstudegi til 07 á sunnudagsmorgun geri aðrir beturen takk takk þú ert æði heyrumst sem fyrst aftur kv,Gunna B.
Gunna B 20.5.2008 kl. 21:44
Hæ hæ,
Takk fyrir frábæra helgi. Gaman hvað hópurinn náði og skemmti sér vel saman. Strax farinn að telja niður að næsta reunion :-)
kv.
Kristmann
Kristmann 20.5.2008 kl. 23:34
Hæhæ og takk fyrir góða helgi þetta var virkilega gaman og mig er bara farið að hlakka til eftir fimm ár og hittingur þess á milli væri bara gaman. Svo verð ég á ferðinni í Skagafirði í sumar gaman væri að hittast þá kveðja Dagrún
Dagrún 21.5.2008 kl. 14:03
Hæ elsku kjellingin mín svakalega var gott að þú skemmtir þér svona vel.Ég skil vel að þú hafir verið svolítið stressuð að hitta aftur gömlu skólafélagana,mér leið eins að hitta Laugaliðið mitt og var bara smá feiminn en það lagaðist sko fljótt ég held að maður sé of upptekinn að hugsa um hvað ætli þeim finnist um mig og svo framvegis..Öll erum við eins ef út í það er farið,eldumst á sama hraða (nema ég) og svo videre.En við erum langflottust.Ég verð með ykkur eftir fimm (ekki spurning)Þannig við getum núna farið að huga að takmörkum okkar fyrir komandi hitting he he.Ég hitti dóttlu þína í vinnunni sinni í dag,algjör dúlla eins og þúHún sagði mér að þið væruð að koma vestur bráðum og hún væri sko flutt og ekkert smá ánægð með það.Og veistu Dóra mín að ég er sko ekki að sleppa þér aftur norður.Not.Elska þig
Edda Björk 21.5.2008 kl. 23:51
Takk fyrir skemmtileg comment,en spilling innan nefndar....aaahhh veit ekki Heiða,en við kláruðum bara dæmið eins og þið hefðuð líka getað gert en þið gerðuð það ekki..... tapsár !!!!! hahaha... já ég kíki í hvítvín út á svalir til þín fljótlega... lofa :)
Jú Berglind við verðum alltaf fallegri og skemmtilegri,hvernig verðum við þá 41 hehehehe.... ????
Jú Kristmann takk sömuleiðis og það eru ekki nema 8120 daga núna þar til næst,en gaman væri nú að við hittustum eitthvað yfir bjór einhverntímann,fyrir þá sem hafa áhuga mæta,svona til að missa ekki alveg tengslin aftur ???
Dagrún mín,þú ert alltaf velkomin til mín,hlakka til að sjá þig,og takk fyrir helgina :)
Elsku besta Edda mín !!! þú misstir af svoooo miklu,en ég vona að þú hafir skemmt þér vel með hinum :) Guðrún mín er eins og ég hehehe..... þú verður að vera með næst,ég saknaði þín mikið....love you !!!! heyrumst !!
Dóra Maggý, 22.5.2008 kl. 02:15
Hæ gott að þú skemmtir þér svona vel,stefni á að vera með á næsta hittingi:)bjalla i þig einhvern daginn
LindaJ 22.5.2008 kl. 06:48
Blessuð Dóra og takk fyrir síðast. Ég var eiginlega alveg til í að vera 2 árum yngri þessa helgi, þvílíkt stuð sem var hjá ykkur.
Ég lofaði að kvitta fyrir innlitið og geri það hér með.
Bestu kveðjur frá Ísó
Sóley
Sóley Vet 22.5.2008 kl. 09:11
Maður þarf að reikna til að commenta hér, það var aldrei mitt sterka fag(ef einhvað fag var það þá, nema að slæpast sé fag?)
Takk fyrir flotta helgi, þetta var snilld. Það eina sem við(appelsínugula liðið) gerðum var að spila eftir settum reglum sem var lagt áherslu á í upphafi :D
Kveðja!
Gústi 23.5.2008 kl. 18:09
Hæ Dóra, ég lofaði að kvitta ;-) eða það minnir mig ;-)
Takk fyrir frábæra helgi, nenni varla að bíða í 5 ár, við verðum að reyna að hafa eitthvern hitting fyrr.
kv
Ræðumaðurinn......edrú ;-)
Bjarni 24.5.2008 kl. 20:33
Jú Bjarni.. þú mannst geinilega eftir því sem skiptir máli hehehe.... góðs viti !!! og takk fyrir að muna eftir mér,en mér líst vel á hitting svona annað slagið fyrir okkur sem hafa áhuga á því við sjáumst þá vonandi á næsta hittingi....
Gústi !!! þú varst og ert bara flottastur og takk fyrir æðislega helgi...við fórum eftir reglunum og unnum,hvað er að því ??? rósir og bjór.. hva... ????
Dóra Maggý, 25.5.2008 kl. 13:04
Hæ Dóra, bara minna þig á mig....
kv. KAren
Karen Dk 26.5.2008 kl. 12:07
Frábærar myndir geggjaðar minningar sýnist mér á öllu ;O)
Kom mér reyndar ALLS EKKI að það hafi verið gaman hjá ykkur árgangi 72...
Heyrumst síðar skvís.
Harpa Hall 26.5.2008 kl. 21:28
Þetta líst mér vel á og hefur bara gert þér gott. Svo líturðu svo vel út.. ekkert smá flott á myndinni!!
Þín Elísabet
Elísabet Stephensen 27.5.2008 kl. 10:05
Helló darling! takk fyrir frábæra helgi og Dóra endilega kíktu í kaffi í næstu ferð í fjörðinn fallega :O)
knús á þig frá mér
Hanna Mjöll
Hanna Mjöll 30.5.2008 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.