Aukakílóin offff.....

Já núna er blákaldur veruleikinn tekinn við og núna verður tekið á því enn betur,mér hefur tekist að halda mataræðinu svona nokkuð góðu en alltaf má gera betur,en núna er komið að þeim partinum að svitna og púla og er ég komin með tækin til þess.  Ég keypti mér bumbubanann frá vörutorginu sem er algjör snilld,því að ég fékk grindargliðnun á síðustu meðgöngu og það er ennþá að hrjá mig og þetta tæki hjálpar mér að halda hryggnum beinum á meðan að ég geri magaæfingar og tek hliðarnar... algjör snilld Tounge svoooo fékk ég mér líka cross trainerinn ( stig-vélin) sem hjálpar mér að grennast og stikjast á sama tíma,ég talaði við gaur (þann sem afgeiddi mig) sem er einkaþjálfari og bauðst til að hjálpa mér með þetta í gegnum símann og að gefa mér spark inn á milli.... verulega góð þjónusta og hann er búin að segja mér hvað ég á að gera næstu 4-8 vikurnar,bara æðislegur !!!   ég á að byrja á því að borða bara ávexti í 2 daga og ekkert annað,hann segir það mjög hollt og gott fyrir okkur að gera þetta annað slagið,eins mikið af ávöxtum eins og við viljum á hvaða tíma sem er,bara ef það heitir ávöxtur, og á morgun byrja ég með ávextina en trainerinn er komin í hús en ég þarf hjálp við að setja þetta saman... milljón skrúfur og þvílíkt vesen.. ekki fyrir þann sem enga þolinmæði hefur hehehe.....        Á Sauðárkróki er þessi fína líkamsræktarstöð en enginn barnapössun þar,sem margir hér hafa kvartað yfir en enginn beyting þar á,  þá verður maður bara að eiga þetta til heima hjá sér og ekkert mehe með það, og ekki bíða með það að hlutirnir gerist af sjálfum sér eða bíða þar til börnin eru orðin nógu stór til að geta verið heima,því þá versnar þetta bara og versnar,það er alveg öruggt mér er alvara og mér liggur á og hana nú.. !!!!!     eruð þið mem ???? ég hef verið löt við að setja inn hollar uppskriftir en það lagast og ég kem fljótlega með meira.. LOFA !!!!!   

Enívei þá er ég búin að ná mér eftir þetta brjálaða stuð þarna fyrir vestan og ég fékk póstkort frá nefndinni í dag sem að mínu mati er hreinasta snilld,mynd af okkur öllum saman og með þakkir og kveðju frá nefndinni,þið eruð alveg ótrúlega flottir á því strákar og takk kærlega fyrir sömuleiðis !!!  og ég er búin að setja inn myndir frá helginni frábæru í albúmið,gerið svo vel að kíkja og sjá hvað við skemmtum okkur vel,en mig vantar svooo myndir frá því þegar að við vorum í kirkjugarðinum og þegar að við vorum í fjörunni á Holti í Önundarfirði í sandkastalakeppninni eða á maður að segja snjókastalakeppninni hahahaha......  haaaa  Bjarni ????   vill einhver senda mér einhverjar myndir frá þessu ?? netfangið mitt er: fylling@simnet.is   takk takk einhver !!!!   ég nefnilega gleymdi myndavélinni minni hjá mömmu  Devil    takk fyrir commentin allir !! það er alltaf gaman að fá skemmtileg comment frá vinum sínum og að sjá hverjir eru að lesa bloggið mitt Cool jæja hef þetta ekki lengra í bili,kem fljótlega með hollar uppskriftir en á morgun byrja ég á ávöxtunum í 2 daga,gangi mér vel !!!!  kv. Dóran.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Keyptir þú líka stigvélina í vörumarkaðnum í sjónvarpinu ?? Ert þú þá besti kúnninn þeirra ?? Hef aldrei keypt neitt af þeim og reyndar aldrei horft á þetta, bara séð þetta þegar ég er að fletta sjónvarpsrásunum.

Well.... godd luck honní og sí jú sún.

Linda litla, 29.5.2008 kl. 08:29

2 identicon

hey skvís

Maður kíkir alltaf reglulega á spjallið þitt, alltaf gaman að lesa greinarnar þínar. Frábærar myndir en hve askoti var maður eitthvað blekaður á þeim nokkrum. En hey það var nú tilgangurinn að taka vel á því fyrir vestan.

Þú ert greinilega búinn að taka við sem besti viðskiptavinur Vörutorgs en konan mín keypti allt á sínum tíma og er bumbubaninn algjör snilld, þó svo ég sé nú aðeins orðinn rangstæður :)

Kristó 29.5.2008 kl. 11:44

3 identicon

Hæ sæta!!! hef alltaf sagt að þú ert frábær Kíkji reglulega hér inná, ég bíð eftir hollustu uppskriftum

Sigga Sigþórsdóttir 29.5.2008 kl. 12:54

4 identicon

Ég les þig nánast á hverjum einasta degi þó ég kvitti ekki alltaf fyrir.

Gangi þér vel darling í átakinu.

P.s. er orðin tannlaus og fæ spangir eftir 10 daga, jeddúddamía! 

Gaua 29.5.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: The suburbian

Hellú darling. Gott með þig að kýla á þetta. Ég er ógislega fúl út í þennan fokking jarðskjálfta því hann varð til þess að ég missti af tímanum í ræktinni. Gat ekki hugsað mér að yfirgefa strákana ef ske skyldi að eitthvað meira myndi gerast. Ætla sko að fara út á eftir og traðka og hoppa á jörðinni í hefndarskyni

The suburbian, 29.5.2008 kl. 17:21

6 identicon

Hæ hæ aftur :O)  Flottar myndir þó að þú hefðir nú matt sleppa einni he, he þú fattar örugglega hverja ég er að meina  Bestu kveðjur á krókinn, p.s gangi þér vel Dóra mín í breytta lífsstílnum.

kveðja Hanna Mjöll

Hanna Mjöll 30.5.2008 kl. 09:08

7 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Gangi þér vel í ávöxtunum og með bumbubanann. Af hverju getur maður ekki bara hitt frosk, kysst hann og fengið 3 óskir???? Ósk númer eitt: Lifa löngu lífi við góða heilsu........ ósk númer 2 væri að hafa nóg af peningum alla þessa löngu skemmtilegu æfi og ósk númer 3 að geta haft draumalíkamann alla þessa löngu æfi..... he he he he he hvernig líst þér á óskirnar mínar?????

Kristín Guðbjörg Snæland, 30.5.2008 kl. 10:11

8 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Þú ert soddan orkubomba, gangi þér vel með þetta allt saman og ég mæli með sonna mongó, erotískur ávöxtur, voða gott.

Tek undir með Hönnu og Kristó, flottar myndir, þó er maður doldið sjúsk og sjoppó þarna á laugardeginum. En alltaf gaman að skoða..

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 30.5.2008 kl. 10:43

9 identicon

Hæ dúlla þú ert nú algert met skal ég segja þér.Bara búin að kaupa upp lagerinn í Tv market he  he .Var kanski Dóri Daða að selja þér þetta ?Hef séð hann vera að púla áþessum tækjum þarna í Tv (þessi sköllótti vúhú)Manst ekki eftir honum ?Er frá Bolungarvík! Jæja gangi þér vel með þetta ,veit ekki hvort ég nenni að keppa við þig ha ha.Luv Edda Björk

Edda Björk 30.5.2008 kl. 11:31

10 Smámynd: Dóra Maggý

Linda !! jú ég er greinilega besti kúnni ever hehehe.... prófa þú og sjáum hvað gerist og hvernig þjónustu þú færð   hafðu það gott og sjáumst kannski í sumar.

Kristó !! það var gaman að fá comment frá þér og ég vona að ég geti skemmt þér áfram hehehe.... fékk konan þín jafn góða þjónustu og ég ???'  það voru sko fleyri en þú sem voru svolítið blekaðir en það er af hinu góða,því að við skemmtum okkur alveg þvílíkt vel ekki satt... er ég kannski orðin frekar rangstæð núna eða hvað ????    en endilega smelltu á smá kvitt við og við takk takk.....  P.S. fékkstu gömlu myndina frá mér á mailið ykkar ??

Sigga !! takk fyrir hrósið og sömuleiðis....  ég kíki líka reglulega á þig

Gaua !! takk fyrir kvittið,ég kíki líka reglulega á þig... en það væri svolítið gaman að sjá framan í þig núna svona tannlausa hehehe.... en gangi þér vel,heyri fljótlega í þér darling....

Berglind !! ég vona að þú hafir sko traðkað vel á jörðina eftir að hafa misst að ræktinni og að hafa hrætt þig og þína svona... hefði ekki viljað vera í þínum sporum akkúrat þarna hahaha.....  þó svo að ég myndi vilja það oft... en hafðu það gott mín kæra og heyrumst fljótlega eins og alltaf..... ´knússs.....

Axel !! já þú misstir af heilmiklu stuði,en asskoti að hafa ekki fattað að láta klóna þig fyrir þessa helgi,þá hefði þetta nú bjargast hehehe..  en við heyrðumst nú aðeins í síma,alltaf gaman að heyra í þér,en ennþá skemmtilegra ef við hefðum nú náð að djamma saman.... en það gerist eftir 5 ár,þau eru fljót að líða  hafðu það gott....

Hanna Mjöll !!! æjæj.. náði ég að smella á réttum tíma,en ég náði þér og það vill til að allir sem þig þekkja vita að þú smókar bara á 5 ára fresti,þannig að þetta er nú alveg fyrirgefið.. er það ekki ???  vonandi... gaman væri nú að heyra í þér við tækifæri

Kristín !! mér líst vel á þessar óskir,en hvar er þá froskurinn ???  hehehe... vantar hann einmitt núna.... MIG LANGAR Í 3 ÓSKIR.. STRAX !!!!  þetta eru einmitt 3 óskirnar sem ég myndi byðja um,hvor okkar verður á undan að finna hann ????  heyrumst hressar...

Heiða !! það er allt í lagi að vera svolítið sjúskaður ef maður er að skemmta sér vel..... er það ekki ???  takk fyrir að minna mig á mangó,var búin að gleyma honum,kaupi hann á morgun.....ekki veitir af smá erótík hahaha...... og takk fyrir hrósið elsku dúllan mín,þú átt líka gullfallega fjölskyldu,en bráðum kem ég í heimsókn,þá er eins gott að þú eigir til hvítvín  knússss....

Edda !!!! jú ég man eftir honum Dóra Daða,en hann afgreiddi mig nú ekki.. allavega ekki í þetta sinn hehehe..... endilega farðu nú á tv markeð og vertu mem,því þá þarf ég ekki að vera ein... plísssss.....  vonandi heyrumst við fljótlega...... knússss.....

Dóra Maggý, 31.5.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband