23.11.2006 | 01:38
Ég er að verða "föðursystir" :)
Ég fékk þessar frábæru fréttir í gær að Maggi Þór frændi (uppeldisbróðir) og Auður kærasta hans eru orðin ólétt og er krílið væntanlegt 30 maí "07 fyrir mér er þetta æðisleg frétt,og ég er svooo spennt en það er rétt hjá ykkur Berglind og Sigga,maður á auðvitað aldrei að koma með hálfa frétt,enda er þessi frétt bara merkileg fyrir mér,en þið hafið auðvitað búist við einhverju öðru... sorrý....
Ég kom svo loksins mér í það að koma Örnu inn í sitt herbergi í kvöld,hingað til hefur það gengið eins og í sögu og ekkert mál,en nóttin er ekki búin,þannig að ég ætla ekki að hoppa húrra yfir þessu strax,vona bara það besta,ég setti sögu á fyrir hana,og hún var sofnuð innan 10 mínútna en ég tók mynd af henni nýsofnaðari,og læt ég hana fylgja með í blogginu í kvöld.
En annars er ég að fara í það á morgun að panta mína fyrstu vörupöntun hjá herbalife á morgun og ég er bæði spennt og kvíðinn,fékk smá sjokk yfir þessu í dag,en það er horfið núna,ég ætla bara að gera þetta með stæl og hana nú !!!
Núna er ég að spá í að kveðja og fara að gefa kallinum mínum smá gaum,sem var að koma heim úr sinni vinnu,bless í bili með herbókveðjur....
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með að vera að verða föðursystir :))))))
og gangi þér vel í dag ;)
kv
Sigga
Sigríður Þóra, 23.11.2006 kl. 13:12
Til hamingju skvís..það er alltaf gaman þegar krílunum fjölgar....ég er einmitt að fara að verða móðursystir ;O) komin tími á að örverpið úr Ögri eignist kríli..........
Bestu kveðjur norður... frá Danaveldi.
Harpa Hall
Harpa Hall 24.11.2006 kl. 17:42
æjiiii.... takk fyrir hrósið Imba mín.... heyrumst vonandi fljótlega
Dóra Maggý, 27.11.2006 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.