Færsluflokkur: Bloggar
18.11.2006 | 23:10
Hvað getur maður gert ??????
Ég er hér með hlaupabólustelpu sem veit ekki hvort hún á að gráta eða hlæja,sita eða standa,liggja á bakinu eða liggja á maganum,þessar bólur eru bara allstaðar,í hársvörðinum,andlitinu,eyrunum,nefinu,augunum,hálsinum,bleyjusvæðinu,já bara allstaðar !!!!! ég vorkenni litla skinninu mínu svooo mikið henni klæjar og klæjar og er svo lítil og vesældarleg......
ég varð að fá að tjá mig svolítið hér,ég væri svo til í að fá þetta í staðinn fyrir börnin..... en ég er að spá í að fara að horfa á videó með Guðrúnu og Hallgrími,sjáumst......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2006 | 23:19
Hlaupabóla nr. 2
Þegar að ég sótti Örnu mína á leikskólann í dag,þá sögðu þær mér það að það væru komnar nokkrar bólur á dömuna,og bara nýbúnar að finna þær,og jú jú það myndast fleyri og fleyri bólur á litla skinnið mitt og ég á vinnuhelgi þegar að Gunnar fékk hlaupabóluna fyrir akkúrat 2 vikum síðan,þá átti ég líka vinnuhelgi,þannig að Hallgrímur lendir meira með þeim veikum en ég ég vil helst vera heima þegar að börnin mín eru veik,örugglega bara móðureðlið,en þetta eru nú ekki langir vinnudagar,þannig að ég get annast þau líka eftir vinnu líður miklu betur með það......
En annnars er ekkert sérstakt að frétta,nema jú í gær fór ég á foreldrafundi barna minna,Guðrúnu gengur svona og svona vel,eingöngu vegna þess að hún á erfitt með sig í blessuðu unglingaveikinni sinni,hún er mikið að urra á kennarana og auðvitað mig,og þykist vita allt betur en allir aðrir,og allir eru hundleiðinlegir að hennar sögn veit hreinlega ekki hvort eða hvenær þetta endar...... kannski nokkur ár til viðbótar... o m g...... komið bara upp á geðdeild landspítalans að heimsækja mig eftir einhvern x tíma hehehe.....
En hjá Gunnari gekk þetta bara vel,á reyndar erfitt með lesturinn og lítil framför,en gengur vel með stærðfræðina,en hann vandar sig meira við hlutina en að flýta sér,gott mál,hraðinn kemur svo bara hægt og bítandi,hann er reyndar ekki komin með unglingaveikina hehehe... þó það nú væri.. ég vona bara að hann fái vægari unglingaveiki en hún Guðrún mín..... svona mín vegna hehehe...
en ég kveð að sinni og er að fara að sauma fyrir saumsprettu fyrir hana Guddu mína,kem aftur eftir helgi,knús og kossar.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2006 | 16:49
Árshátíðin búin og komin heim.....
Þetta var mjög skemmtileg helgi og heilsan rétt komin í lag aftur,en við fórum semsagt suður aðfaranótt föstudagsins vegna veðursins,ætlaði sko ekki að missa af árshátíðinni vegna veðurs,því ég slapp nú við hlaupabóluna hjá Örnu minni,en hún er nú ekki komin enn við fórum á papaball á pleyers í kópavogi á föstudagskvöldinu og við skemmtum okkur alveg þrusuvel þar,ég var að vísu ofurölfi og heilsan eftir því á laugardeginum alveg hrikaleg....... en við hjúin örkuðum nú samt í nýju Ikea og þar var margt skemmtilegt að sjá,þar á meðal sá ég draumaeldhúsinnréttinguna,hún er bara geggjuð,við versluðum ekki neitt þar í þetta skiptið,en við völdum okkur jólagjöfina frá mömmu,svo var byrjaði árshátíðin klukkan 19:00 og fengum fordrykk og Simmi og Jói sáu svo um skemmtiatriðin,sem voru bara mjög vel heppnuð og við hlógum mikið og hátt og dátt,en við vorum svolítið erfið í gang það kvöldið,enda ekki skrítið við fengum dádýr í matinn sem var alveg rosalega gott og bráðnaði upp í munninum á manni,en samt mjög sérstakt kjöt,það voru ekki allir að fýla það..... klukkan 23:00 kom hljómsveitin Von og hélt uppi fjörinu til klukkan 3:00 og þeir voru alveg þrusu góðir,sem sagt mjög vel heppnuð helgi og allir sáttir,fyrir utan smá högg sem við hjúin fengum eftir ballið á laugardagskvöldinu sem leiddi til þess að það þurfti að kalla til Lögreglunnar,en enginn slasaðist við þessi átök,en þetta er of langt og of mikið drama til að ég nenni að útskýra þetta allt hér,en núna ætla ég að búa til albúm með nýjum myndum frá árshátíðinni.
En á sunnudeginum fórum við til Vigdísar og náðum í börnin og vorum þar í smástund,fórum svo í heimsókn til Magga Þórs frænda og Auðar kærustu hans og kíktum á litla sæta heimilið þeirra,og fengum þar köku og fleyra gott með kaffinu,á meðan að Hallgrímur svaf bara og uppgefinn eftir allt djammið,hann er kannski bara orðin gamall kallinn ???? og hættur að þola allt þetta djamm hehehehe.... það er annað með mig 7 árum yngri og þoli örlítið meira en hann... en takk fyrir okkur, þetta er held ég komið nóg í bili,bless þangað til næst....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2006 | 00:38
Byrjuð að pakka niður.......
Já nú er þessi árshátíð að skella á,og ég þarf að klára að þvo þvottinn,gera allt klárt,festa tölur,strauja,hugsa um hvernig klæði ég ætla að fá mér ofan við í kringluni,og setja á mig brúnkusprey,búin að fara í klippingu og strípur og ég er mjög ánægð með þetta lúkk,komin með styttra hár og örlítið meira af dökku en ég var með kúúl...
en annars er Arna ekki ennþá komin með hlaupabóluna,og ég vona að svo verði áfram úr því sem komið er, hún má fá hana á sunnudagskvöldinu en núna ætla ég að drífa mig í háttinn og ég blogga meira eftir helgina og segi ykkur frá ferðinni,góða helgi kæru vinir
P.S. við Kristín vinkona elduðum saman kvöldmatinn,búrrítos og taco með hakki og öllu tilheyrandi,ógislega gott,takk fyrir skemmtilegan kvöldmat og góða ferð suður á morgun,hittumst á hótel sögu í stuði á föstudaginn og fáum okkur einn kaldan...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2006 | 00:24
Allt að koma !!!! :)
Það er ýmislegt búið að ganga á núna síðustu daga,2 afmæli,Guðrún Ásta tognaði á hendi,Gunnar á hækjur,Gunnar fékk hlaupabóluna, Arna upp á sjúkrahús og núna í gær hljóp Guðrún á þvottasnúrur og fékk glóðurauga á hægra,jú þetta er dágóður pakki en þetta er ekkert sem við jöfnum okkur ekki á,þetta gæti verið verra,ég held að við þurfum á erfiðleikum að halda til að meta það góða sem við eigum og höfum og njótum þeirra betur ekki satt ???
En allt er þetta að lagast og enn vona ég að Arna sleppi við hlaupabóluna þangað til á sunnudagskvöldið næsta,en ef ekki,þá verður bara að hafa það,það verður aftur árshátíð eftir 1 ár svona er þetta bara þegar að við eigum blessuð börnin,en ég ætla samt að fara í klippingu og strípur á morgun klukkan 13:00 til vonar og vara,er að spá í að láta taka vel af því en ekki of stutt,og kannski fara út í dökkann lit,veit ekki,eða bara halda mig við dökkann undir og ljósan og örlítið af dökkum með ofan á ?????? kemur ljós á morgun,set mynd af mér með nýja hárið með næsta bloggi
Svo hringdi Inga frænka í mig í dag,sem var mjööög skemmtilegt því við höfum ekki heyrst eða sést í nokkur ár,en vorum samt oft að hittast þegar að ég var lítil,man svo mikið eftir Ingu,Eggerti,Gumma litla og foreldrum þeirra Deddu og Gumma,en þau voru með leikfangabúð á laugarveginum í nokkur ár sem heitir Liverpool,og hún er reyndar þar ennþá,eða ég held það og ég ætla að reyna að hitta þau um næstu helgi ef ég hef tíma,það væri svooooo gaman,og mig hlakkar mjög mikið til, en hún fann mig hér bara fyrir tilviljun,þetta net og þessi bloggheimur er bara rosalega góður upp á svona hluti að gera,ef ég væri ekki að blogga hér,þá hefði þetta ekki átt sér stað,æði gæði.....
en annars þarf ég að blogga á átakið -dagbókin síðunni minni,og kveð hér á þessari síðu í bili, bæjó...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2006 | 00:54
Hvað verður það næst ??????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2006 | 17:38
Hlaupabólan mætt..... :(
Einmitt það sem ég sagði,um kvöldið á afmælisdaginn hans Gunnars uppgötvuðum við það að hlaupabólan væri byrjuð á bakinu á Gunnari og er heldur betur komin út um allann líkamann hans,í hársvörðinn,í augun,í eyrun og bara allsstaðar, og ógeðslegur kláði og pirringur,þetta er ömurleg veiki ég vorkenni honum svoooo mikið en það er enginn hiti sem fylgir þessu hjá honum,og er bara nokkuð hress fyrir utan kláðann.
Svo á Arna eftir að fá hlaupabóluna,ég vona það að hún fái hana þá bara núna strax,eða þá bara eftir næstu helgi,svo að ég missi ekki af árshátíðinni 10 nóv.
En annars á hún Berglind frænka afmæli í dag,til hamingju með daginn dúllan mín.... sjáumst vonandi hressar um næstu helgi þegar að ég kem með Gunnar í gistingu til Andra.
En ég er að vinna þessa helgina og er lítið í tölvunni þess á milli,vegna veikinda og kláða hjá syninum,þannig að þangað til næst,bless,kv. Dóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2006 | 01:27
Annar dagur í afmæli :) 2 Nóvember..
Já og þá er það erfingi númer tvö,sem ég fæddi í þennan heim fyrir 7 árum síðan,og ekki kveið mig fyrir þeirri fæðingu,vegna þess að fæðinginn á undan var bara eðlileg og góð,en ég á tengdamömmu sem sagði mér það,að Hallgrímur hafi verið erfiður í heiminn vegna þess að hann var svo hausstór ó nei.... sem þýddi það að ég var með áhyggjur af hausstærðinni alla meðgönguna og þessi fæðing stóð yfir í 5-6 klst. sem er ekki langur tími,en þessi tími var mjöööögggg lengi að líða þarna,því að hann var auðvitað hausstór og var skakkur og stóð fastur,þannig að sogklukkan aðstoðaði mig í þessu brjálæði,gekk ekki í fyrstu tilraun en tókst í tilraun númer tvö... jibbbbííí...!!!! loksins..... og þessi drengur heitir Gunnar Blöndal og er nákvæmlega 7 árum og einum degi yngri en Guðrún systir sín
ELSKU GUNNAR OKKAR,INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ 7 ÁRA AFMÆLIDAGINN ÞINN,NJÓTTU DAGSINS VEL OG LÁTTU OKKUR UM STJANIÐ VIÐ ÞIG Í DAG KV. frá okkur hér heima....love you.... endalaust
en hann var að hlaupa í skólanum í gær og rak fótinn í,með þeim afleiðingum að ein táin marðist illa og smá sprunga með,en hún brotnaði ekki og honum þykir betra að vera með hækjur,svona í bili,en hann var mjög spenntur að sjá myndirnar sem teknar voru í röngen,og fékk að sjá beinin,hann er duglegur að finna út hvernig best er að nota hækjurnar og er mjög jákvæður í alla staði með þetta allt,og ætlar samt sem áður að skemmta sér vel í veislunni sinni í dag,með hækjunum og öllu,en jæja ég verð að halda áfram við baksturinn ,fara svo í háttinn, vakna snemma og vekja hann með söng og pökkum..kv, Dóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2006 | 00:06
Fyrsti dagur í afmæli :) 1 Nóvember..
Já þá er fyrsta afmælisbarnið í dag, já og heil 14 ár síðan að ég fæddi minn fyrsta erfingja í þennan heim,og ég man fæðinguna eins vel í dag og hún hafi átt sér stað í gær jú auðvitað vont en hún gekk vel miða við fyrsta barn sögðu allir,nema ég...... þetta var bara alveg hræðilega vont og ég var heillengi að koma henni í heiminn... sagði ég,þangað til að ég hitti Siggu langömmu Guðrúnar Ástu,hún var í 36 klst. með sín börn,á meðan að ég var í 6 klst. með hana frá fyrstu verkjum, eftir það sagði ég alltaf að fæðingin hefði gengið mjög vel,og hef sagt það síðan
EN ELSKU GUÐRÚN ÁSTA OKKAR, INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ 14 ÁRA AFMÆLISDAGINN ÞINN,OG NJÓTTU DAGSINS EINS VEL OG HÆGT ER,LÁTTU OKKUR UM ÞAÐ AÐ STJANA VIÐ ÞIG Í DAG kv, frá okkur hér heima. love ya..... endalaust.........
Ég man líka eftir því fyrsta sem ég sagði þegar að ég fattaði hvaða afmælidag hún ætti,hún á sama afmælidag og Gugga vinkona,en hún er mín æskuvinkona,og líka mín fyrsta besta vinkona sem stóð með mér í einu og öllu og við brölluðum líka ýmislegt saman .
ELSKU GUGGA MÍN,INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Í DAG OG NJÓTTU HANS VEL MÍN KÆRA,ÞÚ HEYRIR FRÁ MÉR Í DAG...LOVE YA.......
En þetta er eina málið á dagskrá hjá mér í dag,er farin í það að halda áfram að baka,og síðan vek ég´afmælisbarnið mitt í fyrramálið með söng og pökkum,kv. Dóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2006 | 23:36
Á bak við tjöldin.....
Já,það má nú með sanni segja að ég er ekki sú allra þolinmóðasta,ég verð bara alveg vitlaus ef hlutirnir ganga ekki strax upp,eins og með þessa síðu,mér gengur stundum svo illa að koma síðunni í það horf eins og ég vil hafa hana,sko ég og tækni eitthvað,smella stundum ekki saman,og ég gef mér oft ekki nógu góðan tíma,heldur gefst ég bara upp og hringi í Siggu mína,og segi HJÁLP !!!! og hún bjargar alltaf málunum fyrir mig...TAKK FYRIR HJÁLPINA SIGGA MÍN,NÚNA ER SÍÐAN EINS OG ÉG VIL HAFA HANA,TAKK,TAKK !!!!
En annars er helgin bara búin að vera róleg,og ég er bara nýkomin úr vinnunni,en vikan verður ekki jafn róleg hjá mér,börnin mín,Guðrún og Gunnar eiga afmæli núna 1 og 2 Nóvember,og þá verður maður að skella sér í bakstur,og veislu,það verður nú samt ekki nein veisla fyrir Guðrúnu,hún fer bara með vinum sínum út að borða á sinn afmælisdag ( 1 Nóv.) en fyrir Gunnar ( 2 Nóv.) verður afmælið haldið á Ólafshúsi og það verður pizzaveisla þar, og ég ætla að baka eina afmælisköku með,svona til að blása á kertin og verð svo með smá kaffi hér heima á miðvikudagskvöldinu fyrir tengdó,þau nenna ekki að vera með í látunum,skil það mjög vel,ég myndi líka sleppa að vera með ef ég gæti það... hehehehe.... djók
Svo ætla ég að halda áfram að safna gömlum myndum af okkur vinkonunum og vinunum og hafa sér albúm fyrir þær,ég er komin með nokkrar,en mig vantar fleyri,ef einhver á,viltu þá senda mér þær,ég á til dæmis engar myndir af mér á unglingsárunum,en ég á slatta af öðrum, vill einhver leita ????? plíssss..... en allavega þá á ég eftir að blogga á átakið-dagbókinni minni,best að gera það snöggvast,sjáumst,kv. Dóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar