Færsluflokkur: Bloggar
25.1.2007 | 10:44
Hún á afmæli í dag......
Jæja þá er komið að afmælisdegi litlu prinsessunar minnar,sem er nú orðin 3 ára gömul ´ég ætlaði að færa henni pakkana í rúmið og syngja fyrir hana,en hún var fljótari á fætur,vildi byrja daginn á því að fá sér morgunmat og svo var sungið og loks komu pakkarnir,henni til mikilllar gleði,þetta var ekkert smá gaman,ég hélt upp á afmælið hennar á síðasta sunnudag,en hún átti samt eftir 3 pakka til að opna,frá Rósu frænku,ömmu á Ísó og Vigdísi frænku,en hún fær frá okkur um mánaðarmótin,og er að spá í að fá handa henni borð og 2 stóla,og ætla að reyna að komast til Reykjavíkur eftir helgi og fara í rúmfó.
Elsku ARNA OKKAR !!!!! INNNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ 3 ÁRA AFMÆLISDAGINN ÞINN,VONUM AÐ HANN VERÐI ÞÉR SEM SKEMMTILEGASTUR,KVEÐJA FRÁ OKKUR ÖLLUM HEIMA. LOVE YOU
en annars er ég að spá í að dúllast með Örnu mína og koma henni í einhver flott föt,vegna þess að hún fær veislu á leikskólanum sínum í dag,við kveðjum héðan í bili...... sjáumst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2007 | 16:57
Eitt barn á leiðinni :)
Jæja þá er ég búin í fyrstu mæðraskoðum og bað ég ljósmóðurina að kíkja hvort börnin væru tvö,en ég geng með eitt barn,sem hreyfði sig fyrir tilvonandi mömmu og pabba í fyrsta sinn,og við sáum litla hjartað slá,þetta er alltaf jafn spennandi og jafn mikið kraftaverk,hvort sem þetta er fyrsta barn eða fjórða barn,núna verðum við bara að vona það besta og vonum að allt verði í lagi,og okkur er strax farið að hlakka til næsta sónar og sjá hvað krílið hefur stækkað síðan síðast og kannski hvort þetta sé stelpa eða strákur,við ætlum líka að leyfa Guðrúnu og Gunnari að koma með þá
En Arna og Hallgrímur eru að fara til augnlæknis á föstudaginn n.k. Hallgrímur að láta tékka á sjóninni hjá sér og Arna er komin með letiauga og þarf trúlega að vera með lepp fyrir heilbrigða auganu til að þjálfa hitt,Gunnar minn var með lepp í eitt ár,en það bólar ennþá á letiauganu hjá honum á kvöldin þegar að hann er þreyttur,sjáum til hvernig þetta verður hjá henni Örnu minni
En annars hélt ég upp á 3 ára afmælið hennar Örnu í gær og þetta vra bara annsi skemmtilegt afmæli,og takk fyrir komuna allir sem mættu og takk fyrir stelpuna,en hún verður samt ekki 3 ára fyrr en á fimmtudaginn 25 janúar,ég verð að vinna um næstu helgi,og kláraði þetta bara núna,en ég verð að fara,er að vinna sjáumst......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 16:46
Allt að koma......
Jamms og jæja.... nei ég er ekki alveg hætt að reykja,en ég er komin úr einum pakka á dag í 3-5 sígarettur á dag,og ég er alveg að fara að sleppa þessum fjanda,kannski á morgun eða hinn mun ég hætta alveg.
En annars er bara allt gott að frétta og hún mútta mín á afmæli í dag,og TIL HAMINJGU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU MAMMA,AMMA OG TENGDÓ í dag,og þú ert bara orðin 40 og eitthvað ára gömul...er það ekki ???? segjum ekkert meira um það hehehehhe....... en vonum að dagurinn verði skemmtilegur hjá þér dúllan mín.
En klukkan ellefu í fyrramálið förum við Hallgrímur í fyrstu mæðraskoðun og ætlum að láta tékka á því hvort það séu fleyri en eitt barn í vændum,ég er komin með kúlu og ekki komin lengra en 14 vikur á leið,kannski er þetta aldurinn eða kannski mikið legvatn eða að ég sé komin eitthvað lengra en ég held,það hefur ekki séð á mér hingað til fyrr en á 4-5 mánuði,þetta er svolítið skrítið allt saman,en við sjáum hvað kemur út úr þessu á morgun
Annars er allt við það sama,ég er núna að blogga í vinnunni og ekkert að gera,jú reyndar fæ ég frið til að lesa bókina umkomulausi drengurinn,hún er alveg rosalega góð og maður á bara ekki til orð um það hvað hægt er að fara illa með blessuð börnin
jæja þá er ég að spá í að hætta núna og ég kem kannski með einhverjar fréttir á morgun frá mæðrakoðuninni,en þangað til´kveð ég......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2007 | 00:17
GLEÐILEGT NÝTT ÁR !!!!!!!
Seint skrifa sumir en skrifa þó..... áramótin hjá mér voru mjög fín en edrú að sjálfsögðu,en ég hefði örugglega fengið mér í glas eins og Hallgrímur gerði svo sannarlega ef ég væri ekki ólétt,eða hann hætti um klukkan hálf sjö um morgunin en reyndar bara hér heima í stofunni með Leó vini okkar. Ég strengdi enginn áramótaheit,en ég á eina sígó eftir og ég kaupi mér svo ekki meira,en í staðinn ætla ég mér að borga fleyri skuldir og kaupa mér flottann barnavagn,sem ég gæti annars ekki,þetta er svooo ógeðslega dýrt orðið og bráðum meiga reykingafólkið hvergi reykja,þá er gott að vera bara laus við þetta en ég á eftir að skrifa hér meira og kveljast af sígóleysi næstu daga, eitrið er nú ekki lengur en 3 daga að fara úr líkamanum svo er það vaninn sem verður einna erfiðastur,eins og þegar að einhver vinkona mín hringir,þá fer ég alltaf beint í kaffið og út í skúr í sígó ha ha ha... þessi vani verður mér erfiðastur,en ég skal hætta !!!!!
En ég er búin að fara í fyrstu blóðprufuna og fer svo í mína fyrstu mæðraskoðun þann 19 jan. þá kemur vonandi í ljós hvort þau séu nokkuð fleyri en eitt,það eru tvíburar í báðum ættum og það er búið að dreyma mig með tvíbba og miðill er líka búin að segja það við mágkonu mína,að hugsanlega séu þau tvö... omg !!! þá verður heldur betur nóg að gera á þessu heimili,en það dugar mér alveg bara eitt barn til viðbótar get ég sagt ykkur
Ég kíkti svo á Möggu vinkonu og fékk að máta lilluna,sem er nú búin að fá nafnið Sylvía Rós,hún er svo falleg og pínulítil dama, en ég gleymdi myndavélinni heima,verð að muna eftir henni næst
en annars hef ég bara ekki frá meiru að segja,nema það að ég er búin að taka niður allt jólaskrautið og blákaldur veruleikinn tekinn við,skólinn byrjaður aftur,hollara fæði,ekkert sælgæti og kökur og veislumatur í bráð,og börnin fyrr að sofa en klukkan tólf og eitt á nóttinni,og allt er orðið svo stílhreynt og tómlegt. Jú og svo fórum við Hallgrímur og börnin á Sigló á Laugardaginn í barnaafmæli til hans Einars Ágústs en hann varð 3 ára þann 5 Janúar, til hamingju með afmælið litli töffarinn minn og takk fyrir okkur. Og það var bara gler alla leiðina á Sigló,ekki mikið haft fyrir því að sanda leiðina,því að mér gjörsamlega blöskraði vegna þess að ef maður fer útaf þarna á Siglóhlíðinni,þá langar manni ekki til að lifa það af,en við komustum þetta með því að keyra þetta á 40 -60 km hraða og á negldum dekkjum,þarna hafa heilsársdekk ekkert að gera,en allavega kveð ég að sinni...... kv Dóran reyklausa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2006 | 23:05
Blessuð Jólin :)
Hæ hæ og Gleðileg jól,já og ég vona að þau hafi verið það hjá flestum,en ég minntist nú á það við börnin mín um jólin að það geta ekki allir gefið börnunum sínum gjafir og ekki heldur borðað góðan mat eins og við gerðum núna um jólin,og vonandi getum við það alltaf,en það ekki sjálfsagt og mér finnst gott að þau viti það,enda sagði Gunnar minn það,já ég veit það og ég vorkenni þeim rosalega mikið og ég ætla að borða jólamatinn minn.
En jólin hjá okkur voru mjög skemmtileg og notarleg,og það var æðislegt að hafa mömmu hjá okkur,takk fyrir allt um jólin,við söknum þín nú þegar......
Við borðuðum auðvitað alltof mikið,eins og venjulega og ekki mátti ég við því,mér líður eins og ég sé komin 6 mánuði á leið,en ég er nú bara rétt skriðin í 3 mán. en ég ætla sko að byrja aftur á herbalife inu eftir áramót á fullu og vera dugleg á brettinu og fara reglulega út að labba,auk þess er ég og Hallgrímur að fara að hætta að reykja,og þá verður maður að passa vel upp á mataræðið ef maður ætlar ekki að túttna alveg út,ég ætla að vera hætt þegar að ég fer í fyrstu mæðraskoðun,ég ætla að takast það......
En í dag eignuðust þau Magga og Röggi litla prinsessu í dag og var hún 12 merkur og 48 cm. og Rebekka orðin stóra systir, til hamingju með nýjustu prinsessuna kæra fjölskylda hlakka til að sjá ykkur öll.
Með blogginu í dag ætla ég að láta fylgja með mynd af rós sem mamma gaf mér fyrir jólin og hún heitir Brassíka, ég hef aldrei séð eins fallega rós á ævi minni og segi því bara bless..... og....
GLEÐILEGT NÝTT ÁR !!!!!!
P.S. Smá leiðrétting,þessi mynd er víst ekki af rós,heldur er þetta skrautkál,en þær í blómabúðinni sögðu ekkert þegar að ég talaði um þessa fallegu rós,þegar að mamma var að borga hana.... skamm skamm en Hafrún takk fyrir að segja mér þetta,þú ættir að vinna í blómabúð.
Bloggar | Breytt 30.12.2006 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2006 | 00:59
Komin í jólaskap !!!! :)
Já ég held barasta að ég sé dottin í jólaskapið og ég er nánast búin með allt,nema að baka fyrir aðfangadagskvöldið og Jóladag,en mamma kemur á morgun til okkar og verður komin á brú ca. á hádegi og annað hvort sæki ég hana sjálf eða einhver af vinnufélugum Hallgríms taki hana með hingað til mín sem væri auðvitað best,hún ætlaði að koma á miðvikudaginn suður með flugi og keyrandi hingað,en það verður líklegast ekki flogið fyrr en á laugardaginn samkvæmt veðurspá,ég var ekkert smá heppin að Júlli f.v. hennar Gauu minnar,er einmitt að koma á brú á morgun og tekur bara mömmu með,takk fyrir það Júlli minn
En annars er ég bara í góðum gír,en krakkarnir eru ekkert smá erfið þessa dagana,það gerir spenningurinn sem er bara að gera út af við okkur foreldrana þessa dagana,og mig hlakkar svooo til þegar að búið er að opna pakkana og allt komið aftur í ró,spennufall..... já takk !!!!!
Jæja þá er ég bara að spá í að koma mér í háttinn,ef ég skildi nú þurfa að ana af stað klukkan 10 í fyrramálið á brú,en ég ætla að láta fylgja með þessu bloggi mínu eina fermingarmynd af stelpunni minni,sem átti að vera með á jólakortunum í ár,en prentarinn er eitthvað svo neikvæður þessa dagana,að mér tókst ekki að prenta hana út,þannig að taki þeir sem fá jólakort frá okkur,þessa mynd til sín góða nótt allir og Gleðileg Jól,ef ég kem ekki meira fyrir jólin.....
Bloggar | Breytt 9.1.2007 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2006 | 00:51
Tölvuleti með meiru.....
Já kæru vinir,ég þjáist af tölvuleti á háu stigi,það er svo mikið að gera þessa dagana að ég hef hvorki orku né nenn til að blogga.... SORR'Y !!!
En við Hallgrímur fórum síðasta laugardag í okkar árlega jólagjafatúr til Akueyrar,fórum snemma um morguninn og komum til baka um kvöldið,og erum búin að pakka þeim inn og senda flesta pakkana áleiðis, svo klára jólakortin,þrífa,skreyta,baka og í dag gerði ég jólaísinn okkar góða,sem er núggat-ís og hann er alkjört dúndur og er hrikalega vinsæll hér á bæ.
Svo ætlar mamma að koma til okkar um jólin og er hún væntanleg í bæinn þann 20 Des. það er alltaf svo gott að fá mömmu í heimsókn og ætlum við að hafa það reglulega gott og njóta þess,ég er búin að skipta um eina kvöldvakt við eina í vinnunni minni,þannig að eftir næstu helgi er ég komin í jólafrí jibbbííííí !!!!
En elsku Sigga mín,þó að seint sé,þá ætla ég nú samt að óska þér innilega til hamingju með brúðkaupsdaginn hennar Hönnu og Helga,skírnina hennar Alexöndru Nótt og 19 ára afmælisdaginn hennar Hönnu Björgu,þetta allt á einum degi,eða þann 3 Desember og til hamingju öllsömul með þennan stóra og merka dag
Jú svo er það nú bara eitt og annað í gangi hér á bæ,ég er lögð af stað með mína fjórðu meðgöngu og er kominn ca. 2 mán. á leið,já já .... það verður nóg hjá mér að gera kæru vinir,enginn spurning og auðvitað bjóðum við þessu barni velkomið til okkar og vonum bara að allt eigi eftir að ganga vel.Þess vegna er ég drullu slöpp og með æluna upp í kok alla daga og alkjörlega orkulaus en svona er þetta bara.
Mig langar svo til að byðja ykkur að gera mér mjög stórann greiða,það er að fara á herbalife síðuna mína og gera fyrir mig heilsuskýrslu bara til að ég geti æft mig að fara yfir þær og taka púlsinn á heilsunni hjá viðkomandi,það væri frábært,takk takk takk takk !!!!!!!
en ég hef bara ekki frá meiru að segja í bili,kem vonandi fljótlega til að blogga meira,með jólakveðju frá MÉR til ykkar......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.12.2006 | 17:18
Fullt í gangi.....
´Það er búið að vera hellingur að gera já mér þessa dagana,og talvan var komin með vírus í þokkabót,ógeðslega pirrandi en ég og Þorgerður skelltum okkur suður í herbalife skólann um síðustu helgi,og það var ógeðslega gaman,hittum alveg helling af fólki og rosa stuð hjá okkur og komum heim með fullt af hugmyndum,og ég er búin að kaupa mér supervisor pakkann og búin að fylla svefnherbergið mitt af vörum og get ekki beðið eftir því að byrja á þessu á fullum krafti,en ég kíkti aðeins í heimsókn til Siggu Tótu og skoðaði litlu ömmustelpuna hennar,hún er alveg yndisleg og rólegt barn,þetta var mjög skemmtilegt,ætlaði reyndar að heimsækja Berglindi mína,en tíminn flaug bara áfram og fattaði ekki fyrr en klukkan var að nálgast vinnutímann hennar þannig að ég heimsæki hana bara næst LOFA...... en þessa helgina er ég að vinna og skrifa örugglega ekki mikið hér inn,en ég ætla að þrífa gluggana eftir vinnu á morgun og setja upp seríur og jólagardínurnar... jesss... æðislegt fjör,og ég ætla líka að fara með börnin mín að sjá þegar að það verður kveikt á jólatrénu hér í bæ,og auðvitað að sjá jólasveinana gaman gaman ho ho ho !!!!
en ég hef bara ekki meira að röfla yfir,en góða helgi og ég kem aftur eftir helgina.... HO HO HO !!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2006 | 01:38
Ég er að verða "föðursystir" :)
Ég fékk þessar frábæru fréttir í gær að Maggi Þór frændi (uppeldisbróðir) og Auður kærasta hans eru orðin ólétt og er krílið væntanlegt 30 maí "07 fyrir mér er þetta æðisleg frétt,og ég er svooo spennt en það er rétt hjá ykkur Berglind og Sigga,maður á auðvitað aldrei að koma með hálfa frétt,enda er þessi frétt bara merkileg fyrir mér,en þið hafið auðvitað búist við einhverju öðru... sorrý....
Ég kom svo loksins mér í það að koma Örnu inn í sitt herbergi í kvöld,hingað til hefur það gengið eins og í sögu og ekkert mál,en nóttin er ekki búin,þannig að ég ætla ekki að hoppa húrra yfir þessu strax,vona bara það besta,ég setti sögu á fyrir hana,og hún var sofnuð innan 10 mínútna en ég tók mynd af henni nýsofnaðari,og læt ég hana fylgja með í blogginu í kvöld.
En annars er ég að fara í það á morgun að panta mína fyrstu vörupöntun hjá herbalife á morgun og ég er bæði spennt og kvíðinn,fékk smá sjokk yfir þessu í dag,en það er horfið núna,ég ætla bara að gera þetta með stæl og hana nú !!!
Núna er ég að spá í að kveðja og fara að gefa kallinum mínum smá gaum,sem var að koma heim úr sinni vinnu,bless í bili með herbókveðjur....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2006 | 00:52
Tækifæri,tækifæri !!!!! :)
HJá mér er bara allt að gerast,það er bara allt eða ekkert,ég meina maður hefur ekki einu sinni tíma til að vera þunglyndur jú ég fékk það tækifæri upp í hendurnar,að selja herbalife með frábæru fólki og er að fara í skóla til Reykjavíkur um næstu helgi,en ég er búin að skrifa allt um það á átakið-dagbókin mín, síðunni minni...kíkið endilega á það..... ég arkaði svo á bókasafnið og tók eina sjálfstyrkingarbók,sem heitir Gerðu það bara !,eftir Guðrúnu G. Bergmann.... hún segir að þetta sé bók fyrir stelpur sem vilja vera stórar,já og núna ætla ég að verða stór stelpa og koma sjálfstraustinu í lag,því enginn getur gert það fyrir mig því miður........ en þessi bók er bara algjör snilld,og hún er að henta mér mjög vel,ég þyrfti bara að kaupa mér hana og glugga í hana öðru hverju til að minna mig á...
En annars er hún Arna mín að lagast af hlaupabólunni og fer líklegast aftur á leikskólann á fimmtudag eða föstudag,hún er ekkert búin að vera neitt með hita,eða neitt veik að ráði en var verst á laugardagskvöldinu af kláða og pirringi.
Í kvöld borðuðum við Ragga saman hér heima hjá mér í kvöldmatnum með púkunum,sem var bara mjöög skemmtilegt og mikið fjör á blessuðum börnunum takk fyrir komuna.....
Svo fékk ég þessa frábæru frétt í dag,sem mig langar svoooo mikið til að deila með ykkur hér,en ég er ekki viss um að ég megi það alveg strax,en ég er svooo spennt að ég er að kafna,en ég segi ykkur það um leið og ég má ..... en annars er ég að spá í að fara að koma mér í háttinn og byrja daginn á morgun snemma,ég kveð sem sagt í bili,bæjó....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar