Jæja,páskarnir búnir og ....

enn önnur helgi komin,það er svo skrítið að það er rétt komin mánudagur,og maður hugsar ohhhh.... heil vika framundan,en maður er rétt búin að sleppa orðinu þá er komin föstudagur.. ótrúlegt en satt og ég er rétt 36 ára og áður en ég veit fer ég að blogga um klukkan hvað fertugs afmælið mitt byrjar og hvað ég er búin að gera margar bollur fyrir liðið hehehe... vitiði að lífið er einhvernveginn að renna saman út í eitt Frown æji.. kannski maður ætti bara að hætta að hugsa of mikið um þetta og lifa lífiu lifandi Wink 

en við familyan skruppum vestur á aldrei fór ég suður,við hefðum örugglega notið þess betur ef við værum ekki með einn 7 mánaða,allt of mikill háfaði fyrir hann,og ekki komst maður út á kvöldin því Adrían er þvílíkur mömmustrákur að ég kemst bara ekkert frá honum,ég kannski skemmti mér bara betur næst hehehe.......   en Hallgrímur fór og hann skemmti sér bara mjög vel,en við hittum auðvitað ættingjana og mamma hélt kökuveislu sem var í alla staði frábær,Maggi,Auður og litla stýrið þeirra kom (Rósa María ) þannig að það var mikið grín og mikið gaman Grin 

Í gærkvöldi var ég á spjallinu við Dodda á msninu,en ég kynntist honum í jc þegar að ég bjó í Kópavogi með Berglindi og Hafrúnu,og við vorum að rifja upp gamlar og skemmtilegar stundir,þar sem við Reyngrundargellurnar fórum svoleiðis á kostum og vorum við oftast kallaðar þessu nafni,við létum kannski ekki lítið bera á okkur,og við lifðum lífinu virkilega lifandi,það tóku allir eftir því og vorum við höfðingjar heim að sækja enda var oft um gesti og mikið fjör hjá okkur Tounge en við Doddi sem sagt fórum að sýna hvort öðru myndir í gegnum webcamin af albúmum sem við eigum til minninga um þennan skemmtilega tíma,en mér brá ekkert lítið þegar að ég sá mynd af mér alveg tágrannri og flottri og mig byrjaði að svíða allverulega,þannig að í gækvöldi tók ég mér það markmið að missa 15-20 kg. á þessu ári og núna er ég byrjuð og ég setti myndina af mér flottri framan á ísskápinn og ég skal verða flott aftur W00t  hún verður til að minna mig á.......   takk fyrir spjallið í gær Doddi minn,þetta var virkilega gaman Cool ég ætla að láta skanna myndina fyrir mig og setja hana hér inn fljótlega, svona til gamans...... en jæja... þessa helgina ætla ég að nota til að hætta með Adrían á brjósti og ég veit að það verður erfitt,en ég verð bara,hann er farin að bíta mig svo mikið að ég get þetta ekki meir,enda er hann orðin tæplega 8 mánaða og þetta er komið gott,svo þegar að það er búið,þá ætla ég að fara að bera á mig krem sem á að hjálpa til með að missa lystina á óhollustunni,þetta eru 30 lítil bréf sem ég á, og ég ber eitt bréf á þynnstu húðina einu sinni á dag,sjáum til hvort þetta virkar,maður er alltaf að láta plata sig út í eitthvað,svo það gerir ekkert til að prófa þetta líka Tounge búin að þrífa og kveikja á ilmkertum og komin góð lykt í kofann,ætla svo að dunda mér við að brjóta saman þvottin og horfa á imbann... góða nótt og hafið það gott um helgina...kv. Dóran Heartlitli töffarinn !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Krem til að minnka matarlystina..... hvað er það ?? Allt er nú til í þessum heimi. Fékkstu þetta á netinu ? Ég hef aldrei heyrt um þetta, fræddu mig eitthvað meira um þetta, er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Er þetta dýrt dæmi ??

Knús til þín Dóra mín. Og eigðu góða helgi.

Linda litla, 28.3.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Dóra Maggý

Já Linda mín það er bóksaflega allt til hehehe.... en þetta krem fékk ég í verslun sem heitir Kristný í Borgarnesi,hún segir að þetta sé að virka en þú þarft samt líka að drekka vatn og hreyfa þig eitthvað með þessu,við erum að tala um göngutúra eða eitthvað svoleiðis,enn betra ef þú ert í ræktinni eins og það er nú með alla kúra.... knús og góða helgi

Dóra Maggý, 28.3.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Sigríður Þóra

hahahaha já látum við ekki endalaust plata okkur,, við sem erum í einhverri yfirþyngd :o)))) Maður er tilbúinn að kaupa allskonar vitleysu bara ef að það á að hjálpa manni eitthvað :o))

já ég er líka með mynd af mér á ísskápnum síðan á þessu tímabili :o)) og ekki virkar það enn,,, en maður er alltaf að reyna

gknús á þig Dóra mín og góða helgi

Sigríður Þóra, 29.3.2008 kl. 18:30

4 identicon

hæ hæ elskan min ákvað að kíkja á uppáhaldsfrænkuna mina sem er ju þú he he hey i love u vildi bara að þu vissir það ;)

laufey anika 1.4.2008 kl. 13:45

5 Smámynd: The suburbian

Hej darling og takk fyrir kveðjuna. Jú við verðum endilega að fara að hittast og vona ég að þú farir einmitt að koma suður og gera eitthvað hrikalega skemmtilegt með "moi". Talandi um megrunarkrem....er það til?...og ég hef ekki prófað???...ja hérna hér!!! Eníveis...ég er núna að lesa bók sem heitir "Þú léttist...án þess að fara í megrun" og ég held (eins og svo oft áður) að þetta sé rétta lausnin fyrir mig. sko ég hef nebbilega svo mikið verið að velta því fyrir mér undanfarið að ég sé svo vanaföst og það sé að halda aftur af mér í lífinu. Nú, sem ég er í Nettó í gær að versla algeran og óhollan óþarfa, þá rakst ég á þessa bók og keypti hana í einhverju bríeríi. Byrjaði svo að lesa hana í gærkveldi. Í stuttu máli þá fjallar hún einmitt um að brjótast úr viðjum vanans og það er einmitt málið! Ætla að byrja á morgun að fara eftir henni en það er mánaðarplan í henni sem maður þarf að fara eftir og gera eitthvað nýtt á hverjum degi sem brýtur upp venjurnar hjá manni. T.d. á morgun er fyrsti dagurinn og þá má ég ekki horfa á sjónvarp!. Úpps...gangi mér vel...sjónvarpsfýklinum en..allavega....sjáum til eftir mánuð hvort ég mæli með þessu...túrilú darling

The suburbian, 1.4.2008 kl. 23:35

6 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Ég hef heyrt að yes ultra leysi alla fitu... en gangi ykkur vel esskunnar og gaman að rekast á ykkur í bloggheimum kæru skólasystur

Heiða

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 2.4.2008 kl. 00:11

7 Smámynd: Dóra Maggý

Berglind !!!! nú líst mér á það og ég hef heyrt að þessi bók sé góð,þú kannski leyfir okkur hinum að fylgjast með á blogginu þínu mín kæra vinkona.... knússsss......

Dóra Maggý, 2.4.2008 kl. 00:15

8 Smámynd: Dóra Maggý

Heiða !!! góður... yes ultra leysir þá bara málið....  þessar auglýsingar eru bara blöff hehehehe....  en já Heiða,þessi blogg eru bara svolítið skemmtileg gefur okkur tækifæri til fylgjast með í fjarlægð  hehehe... en hafðu það gott kæra skólasystir

Dóra Maggý, 2.4.2008 kl. 00:24

9 identicon

Þú ert sætust eins og þú ert, elsku dúllan mín. Takk fyrir spjallið sömuleiðis og mundu bara hvað mér þykir vænt um þig. Að þú hafir fengið sting vegna myndar frá mér ... sjitt! Sorry! En kossar og knús til þín , og gangi þér vel með kremið!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 4.4.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband