16.7.2008 | 00:47
Bloggleti eða hvað !!
Jú ég var bara ekki að nenna að blogga,það eru allir púkar í fríi og brjálað að gera,á kvöldin er ég bara sofnuð frekar snemma og orkan búin,en maður má samt ekki gleyma að eiga einhvern tíma fyrir sjálfan sig.
Síðan að tækið gaf sig hef ég bara dottið úr megrunargírnum og ég er að reyna að manna mig upp í gírinn aftur sem ég veit að gerist um leið og tækið er komið aftur í hús,þeir hjá vörutorgi vildu gera tækið mitt upp og senda mér það aftur og er það væntanlegt seinnipartinn í vikunni,þá er ekki annað í boði en að rífa sig í gírinn og byrja aftur,en ég skellti mér suður með púkana og fór nú í ræktina með Berglindi en það er komin rúm vika síðan og finn ég það að maður slappast um leið niður og maður hættir í ekki lengri tíma en þetta,en við gerðum nú helling með krökkunum,við fórum í keilu og var það fyrsta skiptið okkar allra og ég er gjörsamlega heilluð,þetta var svooo gaman,í bíó á myndina kung fu panda,og hún er bara mjög skemmtileg og svo fórum við í fjölskyldu-og húsdýragarðin og þeim þótti það geggjað,og auðvitað fórum við í kringluna og ég labbaði þangað næstum því á hverjum degi með krakkana,mjög góður göngutúr og við fengum mjög gott veður alla dagana ég fór í Hagkaup og fékk mér 2 dvd diska með Ágústu Johnson,sem ég ætla að nota annað slagið með tækinu,hafa einhverja tilbreytingu svo að ég gefist ekki upp,en svona er þetta bara og núna er ég að spá í fara vestur og vera þar eitthvað með krakkana og gera eitthvað skemmtilegt með þeim og njóta sumarsins áður en að skólarinr byrja aftur og ekki er nú langt í það,alveg ótrúlegt hvað sumarið er fljótt að líða
En núna ætla ég að láta myndina fylgja með sem átti að koma um daginn,en svona vil ég verða aftur og ég ætla mér það,hún er tekinn fyrir um 11 árum síðan þegar að ég ,Berglind og Hafrún bjuggum saman á Reynigrundinni í Kópavogi og þessi mynd er á ísskápnum í dag hehehe.... kveð í bili og fsrinn í háttinn kv. Dóran á leiðinni í gírinn.....
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hurrrðu!! Komstu í borgina án þess að koma við á svölunum? Ég sem hlakkaði svo til að sjá þig. En sjáumst bara í næstu ferð og góða skemmtun á ísafirði
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 16.7.2008 kl. 11:01
Þú ert sko enginn smá skutla maður minn hittumst svo hressar og kátar fyrir veeestan
Edda Björk 16.7.2008 kl. 15:23
Sorrý elsku Heiða mín,en tíminn bara flaug og það var svooo mikið að gera að arrensera börnunum,gera þetta og gera hitt you know :) allt í einu var bara komin að því að fara úr bænum hehehe.. en ég kem næst og það er ekki langt þangað til,það á að gæsa Elísabet vinkonu þann 9 ágúst og þá verð ég í bænum,hef samband þá.en mig vantar símanúmerið þitt,viltu gefa mér það mín kæra ?? netfangið mitt er fylling@simnet.is
Já elsku Edda mín,ég hef samband þegar að ég er mætt á staðinn.....
Dóra Maggý, 16.7.2008 kl. 22:03
Heyrðu frábært að þú skulir vera að komast aftur í gírinn. Ég tók mér fimm daga frí frá ræktinni vegna sumarbústaðaferðar og óhemju rigningar í kjölfarið sem gerði mér ófært að hjóla en nú er ég komin í gírinn og reif aldeilis í járnin í morgun eins og Big G segir he, he Vonast til að þú verðir fyrir vestan í næstu viku elskan því þá ætlum við Gunna að rústa Studio Dan í drasl
The suburbian, 16.7.2008 kl. 23:06
Hæ hæ - flott mynd af þér...... alger pæja - eru að flytja vestur???????
Kv Kata.
Katrín Melstað 22.7.2008 kl. 18:29
Bíddu ætlaðirðu ekki að henda inn nýju bloggi?
Edda Björk 23.7.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.