Ný uppskrift komin !!

Jæja þá er ég loksins búin að setja aðra uppskrift inn og linkurinn minn er undir síður hér vinstra megin á síðunni og ég kalla þetta hollar uppskriftir frá mér :)    

Í dag setti ég inn, sumar pottrétt   og hann er rosalega góður,en munið að undirbúa hann daginn áður en að þið ætlið að hafa hann í matinn,ég er að setja inn súkkulaðifrauð í eftirrétt nammm.....   verði ykkur að góðu !!!!   ógisslega gott.

En lítið við að bæta síðan síðast nema að það eru heil 3 kg. farinn nú þegar jesss......   hafið það gott.. luuuvvv... Dóran Heart   p.s. Og takk fyrir öll skemmtilegu commentin og það er gott að eiga svona marga góða vini sem standa með manni... takk takk takk.....


Stuð,stuð,stuð !!!!

Jú hjá mér er alltaf sama stuðið,en af hverju er það ??? jú það er vegna þess að ég er einbirni og mér fannst það alveg herfilega leiðinlegt og ákvað það að þegar að ég yrði stór myndi ég eiga annað hvort ekkert barn eða alveg helling,jújú viti menn ég á fjögur stikki,sem ég auðvitað elska alveg út af lífinu,en í staðinn kemur að það er minni tími fyrir mig... dagurinn hjá mér er yfirleitt þannig að ég er farin á fætur milli kl. 7 og 8 á morgnanna því að hann Adrían minn er eini morgunhaninn sem ég á,og ég verð bara að sætta mig við það,sem þýðir að ég er bara orðin svakalega þreytt fyrr á kvöldin Gasp en ég hlæ oft hérna af þessu fuglabjargi hjá mér t.d. bara um kvöldmatinn,þá er maður að elda,skipta um bleyju,skeina,tala við unglinginn,horfa á fréttir ef eitthvað spennandi kemur upp,hlusta á sögu dagsins úr skólanum,gefa litla kalli sinn mat,leggja á borð,skera,mata,borða sjálf,ganga frá og aftur skeina,stundum skamma,aga unglinginn...omg jú þetta er brjálað stuð...ég hef alltaf fengið þann titil að vera félagsvera,áður en öll börnin komu gat ég aldrei verið lengi ein heim án þess að fara í símann og út,lengi var ég einstæð móðir með eitt barn og þá var mikið hangið í símanum á kvöldin ( og háir símareikningar Blush ),þegar að hún var sofnuð,ég þurfti alltaf að passa mig á því að vera ekki einmanna,núna er ég svo þakklát fyrir þögnina sem kemur þegar að öll börnin eru sofnuð að ég nenni ekki að hringja í neinn hehehehe...... skrítið !!!  hvað þá að blogga,ég er bara búin eftir daginn og það er svoo gott að leggjast bara fyrir framan imbann og horfa og fá frið við það,og þá nenni ég ekki að standa upp og blogga.... sorrý !!!   en í kvöld sleppti ég imbanum og ákvað að blogga smá....en svona er líf mitt í hnotskurn og ég er ekki að kvarta,heldur afsaka bloggleysið... hehehe....  en þetta er bara gaman bráðum verður allt hljótt aftur og hvað gerir maður þá..jú passa barnabörnin hahaha...  eða bara aftur á djammið og gellast,hver veit !!! 

en þeir sem vilja vera mem í átakinu og vilja fá uppskriftir,þá er ég að spá í það að hafa sér link fyrir það hérna á síðunni en bara undir átakið mitt,farið bara þangað af og til og þar set ég ostbolluuppskriftina og fl. uppskriftir.. ok ????      ég mun gera þetta á morgun og ný uppskrift með :)  en núna er ég orðin svo þreytt að ég verð bara að halla mér... góða nótt    stuðboltarnir :)


Fyrsta holla uppskriftin !!

                             Ostabollur !!!!

1 egg

75 gr. rifinn ostur ( 6%-0% )

25 gr. rifinn laukur

100 gr. soðnar kartöflur

30 gr. brauð ( ristað eða raspað niður )

salt og pipar eftir smekk

     Aðferð :

Kartöflur stappaðar saman,ostur og rifinn laukur settur saman við. Bætið raspi og eggi saman við. Salt og pipar eftir smekk. Útbúið bollur eða buff og steikið við vægan hita á pönnu og borðið grænmeti sem meðlæti.... og nóg af því og verði ykkur að góður.. ógislega gott !!!!  :)

Þetta verður í matinn hjá mér í kvöld,ég hlakka svo til að borða þetta,því að þetta er rosalega gott og maður getur borðað þetta með góðri samvisku,eftir matinn fer ég svo í göngutúr,heyrumst síðar... knússsss..... kv. Dóran Heart 


himnesk hollusta ;)

Jú nú er ég alveg að tapa mér í megruninni !!!  og Berglind 10 kg skulu fjúka fyrir fullt og allt og meira til í þetta skiptið,allavega 10 kg fyrir nemandahittinginn í maí á Ísafirði úúhhaaa...  hver verður það sem þarf að standa upp þarna og skrifta Berglind ????  sko ég er bara þannig gerð að ef mér á að takast þetta þarf ég gjörsamlega að heilaþvo mig og skipta öllu út Wink eins og ég er bún að gera...

 Olga vinkona hringdi í mig og sagði mér frá fyrirlestri sem hún fór á í sambandi við fæðið og næringuna,greinilega frábær fyrirlestur og sagði mér að hætta að drekka allt diet vegna þess að í öllum diet drykkjum og mat eru þessi efni ( aspertam og fl.)sem líkaminn getur ekki losað sig við og geymir og svo setur hann þessi efni í vöðvanna og úr verður vöðvabólga,einnig það að ef þú ert á þessu lélega mataræði geturðu fengið bakverki, já og svo allan þennan vanlíðan sem fylgir lélegu mataræði FootinMouth en með því að taka þetta efni frá og breyta ýmsu í matarinnkaupunum og drekka auðvitað vatnið góða og borða mikið að grænu grænmeti getur maður lagað margt... ég er til dæmis byrjuð á að heinsa búrið mitt ( ég sjálf )sem er svo skítugt orðið og er byrjuð á þessu fæði og er kominn mikið í t.d. himneska hollustu ( Solla í grænum kostum,og fl.  ) sem þýðir að ég hef skipt út strásykrinum og keypt hrásykur í staðin,keypt hollara lyftiduft,hollara salt ( maldon ) keypt hreynt jógúrt eða ab mjólk (hreyna ) og keypti mér svo bláberjamauk og jarðaberjamauk frá Sollu og hræri´svo öðru hvoru við jógúrtið eða ab mjólkina,og þetta er bara alveg þrælgott,keypti mér líka kotasælu m/ananasbitum,sem er bara alveg ágætt ( alltaf fundist kotasæla ógeð )  en þetta ét ég ásamt ávöxtum og harðfiski,hrökkbrauð án gers,sykurs og hveiti,spelt bauði,mjög grófu brauði og hollum mat á kvöldmatartímanum,svona geri ég í ca. 12 daga eða þangað til að mér fer að líða rosalega vel og þá er líka búrið mitt orðið heynt og get þá leyft mér að fara í kökuveislu ef ég vil og borðrð kökur og haldið svo bara áfram í mínu holla mataræði og passa bara  upp á þessi efni í framtíðinni og fæ mér svo bara lófafyllir af t.d. spínati ef ég er á leiðinni í einhverja veislu eða eitthvað,og jú Dóran byrjaði að gera magaæfingar og nota lóðin sín aftur .... Grin

Nú.. ég er búin að taka Adrían af brjósti og núna ætla ég að bera þetta krem á mig (allt um það á síðasta bloggi ) á morgun og sjá hvort það hjálpi til,sakar ekki að prófa,en svona er ég bara... annað hvort allt eða ekkert,síðast þegar að ég fór í þennan gír þá missti ég 35 kg. takk fyrir  alveg sjálf með ræktinni en þá var ég reyndar ekki nema 24 ára....  en ég ætla þetta og hana nú.... og horfi á myndina af mér flottri á ískápnum í leiðinni til að minna mig á Tounge  en þetta er bara mitt verkefni í bili og ætla ég að fara alla leið,en núna ætla ég að hvíla mig og skreppa í háttinn.. góða nótt,kv. Dóran Heart


Jæja,páskarnir búnir og ....

enn önnur helgi komin,það er svo skrítið að það er rétt komin mánudagur,og maður hugsar ohhhh.... heil vika framundan,en maður er rétt búin að sleppa orðinu þá er komin föstudagur.. ótrúlegt en satt og ég er rétt 36 ára og áður en ég veit fer ég að blogga um klukkan hvað fertugs afmælið mitt byrjar og hvað ég er búin að gera margar bollur fyrir liðið hehehe... vitiði að lífið er einhvernveginn að renna saman út í eitt Frown æji.. kannski maður ætti bara að hætta að hugsa of mikið um þetta og lifa lífiu lifandi Wink 

en við familyan skruppum vestur á aldrei fór ég suður,við hefðum örugglega notið þess betur ef við værum ekki með einn 7 mánaða,allt of mikill háfaði fyrir hann,og ekki komst maður út á kvöldin því Adrían er þvílíkur mömmustrákur að ég kemst bara ekkert frá honum,ég kannski skemmti mér bara betur næst hehehe.......   en Hallgrímur fór og hann skemmti sér bara mjög vel,en við hittum auðvitað ættingjana og mamma hélt kökuveislu sem var í alla staði frábær,Maggi,Auður og litla stýrið þeirra kom (Rósa María ) þannig að það var mikið grín og mikið gaman Grin 

Í gærkvöldi var ég á spjallinu við Dodda á msninu,en ég kynntist honum í jc þegar að ég bjó í Kópavogi með Berglindi og Hafrúnu,og við vorum að rifja upp gamlar og skemmtilegar stundir,þar sem við Reyngrundargellurnar fórum svoleiðis á kostum og vorum við oftast kallaðar þessu nafni,við létum kannski ekki lítið bera á okkur,og við lifðum lífinu virkilega lifandi,það tóku allir eftir því og vorum við höfðingjar heim að sækja enda var oft um gesti og mikið fjör hjá okkur Tounge en við Doddi sem sagt fórum að sýna hvort öðru myndir í gegnum webcamin af albúmum sem við eigum til minninga um þennan skemmtilega tíma,en mér brá ekkert lítið þegar að ég sá mynd af mér alveg tágrannri og flottri og mig byrjaði að svíða allverulega,þannig að í gækvöldi tók ég mér það markmið að missa 15-20 kg. á þessu ári og núna er ég byrjuð og ég setti myndina af mér flottri framan á ísskápinn og ég skal verða flott aftur W00t  hún verður til að minna mig á.......   takk fyrir spjallið í gær Doddi minn,þetta var virkilega gaman Cool ég ætla að láta skanna myndina fyrir mig og setja hana hér inn fljótlega, svona til gamans...... en jæja... þessa helgina ætla ég að nota til að hætta með Adrían á brjósti og ég veit að það verður erfitt,en ég verð bara,hann er farin að bíta mig svo mikið að ég get þetta ekki meir,enda er hann orðin tæplega 8 mánaða og þetta er komið gott,svo þegar að það er búið,þá ætla ég að fara að bera á mig krem sem á að hjálpa til með að missa lystina á óhollustunni,þetta eru 30 lítil bréf sem ég á, og ég ber eitt bréf á þynnstu húðina einu sinni á dag,sjáum til hvort þetta virkar,maður er alltaf að láta plata sig út í eitthvað,svo það gerir ekkert til að prófa þetta líka Tounge búin að þrífa og kveikja á ilmkertum og komin góð lykt í kofann,ætla svo að dunda mér við að brjóta saman þvottin og horfa á imbann... góða nótt og hafið það gott um helgina...kv. Dóran Heartlitli töffarinn !!!


Páskarnir koma !!!

Og auðvitað í mörgu að snúast,krakkarnir komnir í páskafrí og þrif og púss og allt... úfff  jú og auðvitað að baka og reyna að krækja í einhverja gesti til að njóta með manni hehehe... er það ekki ?????

En ég hef fengið bréf frá nefndinni frá árgangnum mínum 1972 og þetta er alveg mjög vel gert allt saman og lítur vel út og þeir eru búnir að gera síðu fyrir árganginn sem er alveg frábært og það er beðið um  myndir af okkur á síðuna síðan fyrir um 20 árum síðan,það verður gaman að fylgjast með því og sjá hvað við höfum breyst mikið Tounge omg..... ég hef þegar sent nokkrar sem Gugga vinkona emailaði til mín fyrir nokkru síðan,endilega kæru skólasystkini sendið myndir ef þið eigið !!!!  og hafið gaman af....  skrítið að lesa yfir listan um hverjir voru með manni í skóla og sumum var maður bara búin að gleyma eða hefur ekkert heyrt frá eða séð í allann þennan tíma.. ómæ.. 20 ára gagnfræðingar......   erum við orðin gömul eða hvað ????  ég er víst að eiga við minn ungling þessa dagana og hugsa í leiðinni,að það er ekki langt síðan að ég var unglingur,en samt eru það 20 ár,þetta er ekkert smá fljótt að líða hehehe...... og breyttir tímar. En ég hlakka ekkert smá til að hitt liðið og smjalla og hafa gaman með þeim,ég vona að sem flestir mæti !!!  en það er komið langt fram á nótt og þarf að safna kröftum fyrir bakstur og í börnin fyrir morgundaginn..... kv. Dóran Heart

GLEÐILEGA PÁSKA !!!!!


með sorg í hjarta !!!

Á laugardaginn fékk ég þær hræðilegu fréttir að Álfhildur Guðbjartsdóttir væri dáinn og mig tekur það mjög sárt,hún var ekki bara skólasystir heldur líka ein af mínum æskuvinkonum,ég vil senda börnum hennar og fjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur,hennar verður sárt saknað.

Ég kemst því miður ekki í jarðarförina,en ég mun fara á leiðið með blóm þegar að ég kem næst vestur,en hinsvegar held ég að við árgangurinn "72 munum senda blóm eða eitthvað til fj-lskyldu hennar,blessuð sé minning hennar.


fyrsta bloggið á nýju tölvunni :)

Jæja þá er ég loksins komin með tölvuna og allt í góðu lagi,það er svoo skrítið að blogga á fartölvu,mér hefur reyndar aldrei líkað við fartölvu,allt svo ruglandi og eitthvað,en ég venst þessu eins og öllu öðru,en í staðin get ég verið nánast hvar sem er með hana,ekki bara í einu horni og geta ekki hlustað á neina músik vegna krakkanna sem sofa allstaðar í kringum mig,þvílíkur munur og getað litið út um gluggan í leiðinni.... ´ææææððððiiiiiii bara Tounge en ég á ennþá eftir að setja msnið inná og lime wire og itunes og nokkrar myndir úr hinni tölvunni af krökkunum,sem ég ætla að brenna á disk og renna myndunum inn í þessa tölvu,þá verður þetta bara gott,enívei annars er bara allt gott í fréttum og við Adrían erum búin að fara í sundið núna 2svar í viku og hann er svo duglegur að kafa og hann er bara ekkert mál og hann er svo glaður í sundinu,og við ætlum að fara á framhaldsnámskeið sem byrjar eftir páskana Grin jæja þá er ég að spá í að koma mér í lestur hjá bloggvinunum og kannski commenta aðeins,hafið það gott um helgina,kv. tölvunördið Heart

gaarrrrrrg !!!!!

Ég er svoooo brjáluð að það hálfa væri það nú nóg og þetta er alveg týpíst með mig og mín mál Devil sko ég keypti mér fartölvu sem er ekki frá sögu færandi nema hvað.... ég er búin að bíða í einn sólarhring eftir því að geta byrjað að nota hana (var að hlaða hana ) og hlakkaði ekkert smá til að geta verið bara inni í stofu og bloggað og fl. en auðvitað virkar ekki helv..... tölvanDevil, ég næ engu sambandi við netið í fartölvunni arrrrgggg.....  það er alveg sama hvað ég kaupi eða eitthvað það misheppnast allt sem ég geri þessa dagana,já og sem aðra daga,svona var þetta með borðtölvuna. endalaust vesen fyrst... og þetta ár fram að þessu er allt búið að vera svona,gjörsamlega ganga á afturfótunum,ég er að verða brjáluð á þessu endalausu veseni og ef þetta heldur svona áfram þá enda ég á hæli,fer þessu ekki að ljúka ????? mér er spurn.... en sorrý.. ég varð að koma þessu ffrá mér,því að ég er gjörsamlega að fara á limmingunum Crying  og ekki hef ég þolinmæði í svona helv... vesen,búin að blása og er farin að sofa í hausinn á mér... over and out,kv. alltáafturfótunumgellan.... DevilDevilDevil

Lög og reglur !!

Ég vil byrja á því að þakka kærlega fyrir afmæliskveðjurnar og þeim sem kíktu á mig og hringdu,ég fékk svo mikið í afmælisgjöf að maður mætti halda að ég hafi átt stórafmæli,takk æðislega fyrir mig !!!

En jú ég kíkti heim á Ísafjörð sem var alveg frábær ferð í alla staði,nema það að ég á ungling sem var hér á meðan og þurfti ég nú að stýra henni blessaðari í gegnum síma mest allan tímann,Svo annað sem ég ekki skil með þessi blessuðu lög,það er búið að hækka lögaldurinn upp í 18 ára aldur sem er bara frábært,þau mega ekki kaupa sígarettur fyrr en 18 ára,við ráðum yfir þeim fram að 18 ára (sem er frábært ) en samt mega þau fara á 16 ára böll,þar sem þeim er sko vel boðið í glas og ballið er til 3 um nóttina og eru ekki að skila sér heim fyrr en einhverntímann og einhverntímann,mér finnst þetta stangast svooo á við núverandi lög,mig langar að fá svör við þessu,af hverju eru 16 ára böll ennþá til staðar þrátt fyrir núverandi lög ???? 

 

En mig langar að vekja athygli á því að Gugga vinkona er komin með blogg !!!!! jibbbííí... loksins loksins,ég er búin að vera að tönglast á þessu við hana í þónokkurn tíma og loksins lét hún undan... endilega kíkið á hana,hún er  bloggvinur minn Grin velkomin í bloggheiminn Gugga mín !!! Kristín vinkona er búin að færa sig á blog.is og er hún einnig bloggvinur minn,kíkið á hana líka !!!! velkomin dúllan mín Grin

jæja nú ætla ég að hætta í bili og hafið það reglulega gott kæru vinir !!! kv. Dóran Hearthún er líka ljúf :)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband