Stuð,stuð,stuð !!!!

Jú hjá mér er alltaf sama stuðið,en af hverju er það ??? jú það er vegna þess að ég er einbirni og mér fannst það alveg herfilega leiðinlegt og ákvað það að þegar að ég yrði stór myndi ég eiga annað hvort ekkert barn eða alveg helling,jújú viti menn ég á fjögur stikki,sem ég auðvitað elska alveg út af lífinu,en í staðinn kemur að það er minni tími fyrir mig... dagurinn hjá mér er yfirleitt þannig að ég er farin á fætur milli kl. 7 og 8 á morgnanna því að hann Adrían minn er eini morgunhaninn sem ég á,og ég verð bara að sætta mig við það,sem þýðir að ég er bara orðin svakalega þreytt fyrr á kvöldin Gasp en ég hlæ oft hérna af þessu fuglabjargi hjá mér t.d. bara um kvöldmatinn,þá er maður að elda,skipta um bleyju,skeina,tala við unglinginn,horfa á fréttir ef eitthvað spennandi kemur upp,hlusta á sögu dagsins úr skólanum,gefa litla kalli sinn mat,leggja á borð,skera,mata,borða sjálf,ganga frá og aftur skeina,stundum skamma,aga unglinginn...omg jú þetta er brjálað stuð...ég hef alltaf fengið þann titil að vera félagsvera,áður en öll börnin komu gat ég aldrei verið lengi ein heim án þess að fara í símann og út,lengi var ég einstæð móðir með eitt barn og þá var mikið hangið í símanum á kvöldin ( og háir símareikningar Blush ),þegar að hún var sofnuð,ég þurfti alltaf að passa mig á því að vera ekki einmanna,núna er ég svo þakklát fyrir þögnina sem kemur þegar að öll börnin eru sofnuð að ég nenni ekki að hringja í neinn hehehehe...... skrítið !!!  hvað þá að blogga,ég er bara búin eftir daginn og það er svoo gott að leggjast bara fyrir framan imbann og horfa og fá frið við það,og þá nenni ég ekki að standa upp og blogga.... sorrý !!!   en í kvöld sleppti ég imbanum og ákvað að blogga smá....en svona er líf mitt í hnotskurn og ég er ekki að kvarta,heldur afsaka bloggleysið... hehehe....  en þetta er bara gaman bráðum verður allt hljótt aftur og hvað gerir maður þá..jú passa barnabörnin hahaha...  eða bara aftur á djammið og gellast,hver veit !!! 

en þeir sem vilja vera mem í átakinu og vilja fá uppskriftir,þá er ég að spá í það að hafa sér link fyrir það hérna á síðunni en bara undir átakið mitt,farið bara þangað af og til og þar set ég ostbolluuppskriftina og fl. uppskriftir.. ok ????      ég mun gera þetta á morgun og ný uppskrift með :)  en núna er ég orðin svo þreytt að ég verð bara að halla mér... góða nótt    stuðboltarnir :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha.. já það er nóg að gera á stóru heimili. Ég gat samt ekki annað en hlegið af lýsingunum þínum Dóra mín.. ég sá þetta svo fyrir mér allt saman. En þetta er líka tilgangur lífsins og ekkert smá ríkidæmi sem eflaust margir öfunda þig af. Þó þau séu stundum erfið manni þessi kríli þá eru þau bara svo yndisleg og bræða mann alveg En varðandi átakið þá er ég sko til í að vera með .. ég skal líka senda þér uppskriftir!!

En jæja nú ætla ég að taka upp símann og bjalla í þig mín kæra. 

Elísabet Stephensen 15.4.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Linda litla

Ég held að ég væri brunnin yfir með 4 börn, enda á ég bara 2 og það eru 13 ár á milli þeirra. Ég er stolt af þér Dóra hvað dugnaðurinn er mikill og þú ert líka alveg super mamma. Ég verð að reyna aðkomast eitthvað norður í sumar, það er svo langt síðan að ég kom á Krókinn að ég hef ekki einu sinni séð 2 yngstu börnin þín, nema á barnalandi. Ég ætti að skammast mín.

Vonandi gengur átakið vel hja þér og mér finnst sniðugt að þú hendir inn uppskriftum fyrir okkur hin sem erum að veltast um og springa úr ólifnaði.

Hafðu það gott Dóra mín, besstu kveðjur á Krókinn.

Linda litla, 15.4.2008 kl. 12:11

3 identicon

Elsku besta yndislega dúlla. Þú ert dugnaðarforkur - alltaf nóg að gera. Það eru bara súpermömmudúllur sem geta talað um að skeina og uppskriftir í sömu færslu. Kossar og knús til þín í tonnatali.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 15.4.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Já mikið að gera á stóru heimili, get ég ímyndað mér. Ég er nú bara með unglingsstúlkuna , draumaprinsinn og vinnuna og oft alveg feykinóg að gera... Þannig að ég skil fjörið á þínu stóra heimili. Þú ert frábær dugnaðarforkur Dóra Maggý.

Heiða.

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 15.4.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Dóra Maggý

Elsku vinir !!! ég þakka kærlega fyrir öll hrósin sem ég hef fengið,þið eruð öll yndislegir vinir og ég er stolt af því að eiga svona góða vini... þúsund kossar og stórt knússss.... frá Dóru :)

Dóra Maggý, 15.4.2008 kl. 22:30

6 Smámynd: Linda litla

Ekkert að þakka mín kæra, þú átt þetta allt svo sannarlega skilið.

Linda litla, 15.4.2008 kl. 22:50

7 identicon

Hæ elsku kjellingin.Hvað segirðu áttu virkilega engan tíma fyrir þig einaJú ég veit sko allveg hvað þú ert að meinaÉg hef oft verið að hugsa um tímana sem koma senn þegar maður getur bara verið að dilla sér og snuddast í sjálfum he he.En elsku Dóra mín gangi þér allt í haginn og farðu nú að ýta í kallinn með VESTURFÖRINA Ísafjörður bíður í ''blóma,, PS.Ég er sko allveg til í að vera með í átakinu eða var það áttakinu ?Luv jú kv.Edda

Edda Björk 16.4.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 791

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband